lau. 8.8.2009
Ég krefst riftunnar
á láni sem við báðum ekki um. Við vorum aldrei spurð að því hvort við vildum eitthvað myntkörfusull. Við tókum lán og það var aldrei talað um neitt annað en íslenskar krónur.
Eitthvað andskotans glæpakompaní sem heitir Avant tekur lán í erlendum og áfram lánar í íslenskum krónum, við eigum að taka skellinn. Halló við báðum um íslenskar krónur, hvernig þetta skítakompaní varð sér út um þær krónur er ekki okkar mál.
Þeir tóku sénsinn eins og staurblindir fábjánar, þeir eiga að bera ábyrgðina ekki við sem báðum aldrei um neitt annað en krónur.
Ég krefst réttlætis.
Góðar stundir.
Á í viðræðum við Glitni vegna hlutabréfakaupa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.