Hvað eiga þessir töffarar?

Skoðum lögin um stjórn fiskveiða.

I. kafli. Almenn ákvæði.
1. gr. Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.

Ég samdi þetta ekki, þeir sömdu þetta ekki heldur.

Getur þetta verið eitthvað skýrara?

Þetta eru lög, lög ber að virða og ekkert helvítis kjaftæði.

Lög eru ekki sett bara svona upp á punt og bara fyrir suma.

Er eitthvað flókið að skilja það?

Hver ber ábyrgðina á því að leyfð var veðsetning og sturluð viðskipti á því sem þeir eiga ekkert í (fiskinum í sjónum) sameign íslensku þjóðarinnar?

Hver hefur gefið örfáum útvöldum leyfi til að ræna samborgara sína svívirðilega lífsviðurværi sínu?

Ég held að sumir ættu að þvo á sér talandann með grænsápu og skammast sín.

Góðar stundir.


mbl.is „Eigandinn heldur áfram að borga“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skil ekki að svo margir eru á móti afturköllun veiðiheimilda. Eins og staðan er í dag eigum við Íslendingar ekkert af fisknum í sjónum því hann er mest megnis í eigu nokkurra fjölskyldna í landinu.

Komum fisknum aftur í þjóðareign!!! Auðvitað verður samt að gera það með sanngjörnum og skipulögðum hætt, því margir hafa jú keypt kvótann dýrum kjörum, það verður að finna einhverja sanngjarna leið til að koma kvótann aftur í þjóðareign svo að íslenska ríkið geti svo leigt hann út til útgerðarmanna og leigjan af honum skili sér í þjóðarbúið þ.e.a.s til fólksins í landinu, því þetta á jú að vera fiskur okkar allra

Solla Bolla (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 18:41

2 identicon

gott að fá þessa 1 grein fyrir almenningssjónir, hún bara undirstrikar það sem meirihluti þjóðarinnar vill - hinsvegar vil ég gera smá athugasemd við orðalag atugasemdar hér að ofan "eins og staðan er í dag eigum við Íslendingar ekkert af fiskinum í sjónum því hann er mestmegnis í eigu nokkura fjölskyldna í landinu" skv. færslunni að ofan er þetta einfaldlega rangt....

Eyþór Örn Óskarsson (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband