Og hvað?

Hver á að stjórna, er kannski búið að ákveða það á einhverju fylleríi í reykfylltu bakherbergi?

Ekki kæmi mér það á óvart, upphrópanir og ásakanir af ýmsum toga er það sem einkennt hefur sundurleita hjörðina sem yfirgefið hefur flokkinn á örlagatímum. Sumum færi best að steinhalda kjafti og súa sér að eigin vandamálum, að nógu virðist vera að taka.

Tölvupóstar um miðjar nætur sem innihalda orðasúpu sem einungis geðveilir fábjánar skrifa, ölvun er ekki afsökun og verður aldrei.

Hvert skoffínið á fætur öðru virðist ekki hafa neitt af eftirtöldum kostum, heiðarleika, hreinskilni og heilbyggða virðingu gagnvart náunganum. Hálfkveðnar vísur og baktjaldamakk er sumum eðlislægt, hreinskilni og tala hreint út augliti til auglitis við þann sem á í hlut er eitur í hugskotum huglausra. Þeim hefur sem betur fer farið ört fækkandi og eru vonandi komnir í minnihluta.

Þessi flokkur verður byggður upp og að þeirri uppbyggingu kemur vonandi fólk sem talar svipað tungumál og talar hreint út, við annað höfum við ekkert að gera.

Þeir sem þurfa að tjá sig eitthvað um þetta er bent á að nafnleysingjum með drullumokstur verður umsvifalaust fleygt í ruslið.

Góðar stundir.


mbl.is Miðstjórn Frjálslynda flokksins kölluð saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Góður pistill, allt rétt.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.4.2009 kl. 01:14

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

Minn bara í ham núna. Þori ekki að opna tölvupóstinn minn.

Víðir Benediktsson, 28.4.2009 kl. 06:17

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Má ég bara segja hæ Halli minn, sjáumst.
Knús kveðjur
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.4.2009 kl. 08:02

4 Smámynd: Sverrir Einarsson

Já góðan Daginn hér, þú bara greinilega farið framúr réttu megin. Svo satt svo satt. Víðir ert þá ekki bara tilbúinn í að opna tölvupóstinn hans Halla.

Já hvenær er næsti blogghittingur fyrirhugaður þarna á Agureyris?. Er næsti laugardagur nokkuð í myndinni (svona seinni partinn).

Annars er ég alveg vegg brattur bara.

Sverrir Einarsson, 28.4.2009 kl. 08:09

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sverrir það er sko hittingur á kaffi Karólínu á Laugardaginn 2/5 kl 16.00
Og þú ert örugglega velkominn, tek mér bara bessaleyfi hér á síðunni hjá honum Halla.

Kveðja Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.4.2009 kl. 20:27

6 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sverrir það er skyldumæting. Ég fer alltaf réttu megin framúr sem betur fer, enda ef ég færi öfugu megin þá myndi ég stórslasa konuna og í framhaldi af því steypast fram af svölunum....

Guðrún María ég er handviss um að þeir taka þetta til sín sem eiga, hinum er sjálfsagt létt að þetta var sagt á tungumáli sem flestir ættu að skilja...

Ég er bara svona helvíti góður Víðir og hef opið fyrir póstforritið 24/7.....

Hæ Milla ég mæti eins og venjulega með góða skapið, annað er ekki í boði?

Sammála Sigurjón við mætum tvíefldir og ferskir í næsta slag...

Hallgrímur Guðmundsson, 28.4.2009 kl. 20:43

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú ert nú alltaf í góðu skapi Halli minn og ég hlakka til að hitta ykkur.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.4.2009 kl. 21:00

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér líkar vel við fólk sem tala mannamál oghefur eitthvað af mörkum að leggja Hallgrímur minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.5.2009 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband