Það er líf eftir kosningar

Til dæmis þá verður mætt í vinnu klukkan hálf sex í fyrramálið og fiskbúðin (Heimur hafsins) gerð klár fyrir opnun. Frá og með morgundeginum þá verður búðin opin til klukkan sjö á kvöldin.

Góðar stundir.


mbl.is Eins og spírall niður á við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Halli minn að sjálfsögðu er líf eftir kosningar og við erum svo heppin að eiga gott líf þrátt fyrir hremmingar.
Knús til þín og þinna, sjáumst um næstu helgi
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.4.2009 kl. 21:02

2 Smámynd: Atli Hermannsson.

Það er engin ein ástæða fyrir hruni flokksisn. Heldur samlegðaráhrif af allskonar uppákomum á undanförnum árum sem fólk nennir ekki lengur að taka þátt í. Ég hef talað máli flokksins frá stofnun hans. Hann hefur langbestu stefnuna í fiskveiðimálum, en það náðist bara ekki að skapa neina stemmingu fyrir því núna. Evrópumálin skyggðu algerlega á það mál ásamt spillingarþvælu og öðru slíku. En það sem gerði útslagið er það; að hafa tekið einarða afstöðu gegn ESB umsókn - og skipa sér þannig í flokk með LÍÚ. 

Atli Hermannsson., 26.4.2009 kl. 21:21

3 Smámynd: Víðir Benediktsson

Noh. Það á bara að næla sér í yfirvinnu.

Víðir Benediktsson, 26.4.2009 kl. 22:03

4 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sjáumst Milla þessir bloggarahittingar poppa upp tilveruna.

Það er margt til í þessu hjá þér Atli, nú er bara að bretta upp ermar og taka duglega á því.

Víðir er ekki alltaf verið að tala um að auka atvinnu, ég legg mitt af mörkum í þeim málum.

Hallgrímur Guðmundsson, 26.4.2009 kl. 23:39

5 Smámynd: Sverrir Einarsson

Halli þeir ættu að heyra í þér á Alþingi núna, þessir sem eru alltaf að tala um að það þurfi að auka vinnuna í landinu, svo þegar þeir þurfa að vinna eitthvað fram á kvöld (í þessi fáu skipti sem þeir þurfa þess) þá væla þeir og skæla í öllum fjölmiðlum í marga daga á eftir. Ef ég byrjaði ekki í vinnunni minni fyrr en um hádegisbil þá kalla ég það að vinna ekki nema hálfann daginn, þó svo að ég þyrfti einhverjar mínútur í að undirbúa vinnuna mína.

Þetta eru að verða tómir aumingjar þarna á Alþingi, síðan þurfa þeir alltaf að reyna að slá met, t.d. í jóla, páska & sumarfríum. Framlegðin eftir þessa dúdda þarna fer hríð minnkandi með hverju árinu. Þeir eiga að fá max 4 daga í jólafrí og 2 í frí um áramótin og geta svo fengið frí um páska í ca 3 daga og 5vikur í sumarfrí, þetta er fullt djobb að vera á þingi og á ekki að vera neitt hlutastarf og ekkert væl um að þurfa að komast heim til sín, ekki fengi ég neitt lengra helgarfrí eða páska eða jólafrí þótt ég hefði vinnu á Akureyri eða Húsavík. Ég yrði bara að haga mínum fríum miðað við það, þó svo að ég vildi halda heimili hér syðra. Þeim var nær að sækja um þessa vinnu og fá hana.

En ég skal glaður sækja um vinnu á þessu Stjórnlagaþingi þegar það verður reddí og fórna núverandi vinnu fyrir það (eða fá launalaust frí á meðan)..... tekur hvort eð er ekki nema sem svarar fullu sumarleyfi þetta Stjórnlagaþing.

Annars er ég bara furðu brattur þrátt fyrir allt.............og á leið til Spánar í næst mánuði (það er kreppa, Florida er ekki í boði þetta árið)

Sverrir Einarsson, 27.4.2009 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband