Skuldir Manchester United seldar á tombóluverði

Jæja KING hvar ertu félagi? Ekki rennur mig minni til að þú hafir komið inn á þetta hér þegar þú gerðir svo rækileg skil á skuldasúpu Liverpool í haust.

Vissir þú ekki betur eða var þetta of viðkvæmt?

Góðar stundir.


mbl.is Ferguson sniðgengur Sky
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Tryggvason

HAHAAHAHAHA - ég var nú ekki búin að sjá þessa grein en ég sé ekki hvað er nýtt í þessari grein. Það er vitað að Man UTD skuldar mikið og hefur verið vitað lengi. En við eigum fyrir afborgunum þar sem félagið /fyrirtækið skilar krónum í kassann, verðlaunafé og sala aðgöngumiða. Fjármálaheimurinn er kominn að fótum fram og mikil óvissa á þeim ví

Þess að auki höfum við vel settir í leikmannamálum og náð að halda kostnaði við leikmannakaup í lágmarki og miðað við stærð og standard félagsins. Við höfum verið að kaupa fáa en dýra leikmenn sem hafa reynst okkur vel ásamt því að við höfum verið að fá fína peninga fyrir selda leikmenn, ég hef áður fært rök fyrir þessu og ef menn vilja þá get ég sett þau fram aftur.

Hvaða er frábrugðið við þetta sem ég tel upp hér að ofan og það sem á við um liverpool liðið. Það er staðreynd að heimavöllur ykkar er ekki á sama leveli og liðið, fjörtíu og eitthvað þúsund manna völlur er ekki samboðin liði á topp leveli, en nú er alls óvíst hvort eða hvernig þið náið að fjármagna þessa framkvæmd sem þið þurfið að fara í, á meðan erum vð með tæplega áttatíuþúsund manna völl sem er að tikka í tekjum. Fjármögnun ykkar amerísku eigenda virðist ekki vera jafn vel tryggð til langs tíma og Jöklabræðra, og munar þar mestu um hvenær yfirtökulánin voru tekin. En allur þessi fjármögnunarpakki á eignarhaldi skiptir í sjálfu sér engu máli, í einhverjum tilfellum gæti farið svo að einhver banki leysti til sín liðin og seldi þau aftur upp í tapaðar skuldir.  En fyrir ykkur er það vandamál að þið virðist vera fastir í allt of litlum heimavelli sem skapar ykkur ekki nægar tekjur í aðgangseyri.

Einnig er það staðreynd að leikmannahópur ykkar er ekki nógu breyður, þið eruð með frábæra leikmenn það verður ekki af ykkur tekið, en breyddin er ekki nægjanleg. Ég nenni ekki að fara telja upp einstaka leikmenn þetta er almennt skoðunn margra og mín. Það er ljóst að þið þurfið að breykka hópinn og það kostar pening. Mínir menn eru með í bland unga og gamla leikmenn sem geta á næstu árum með uppfyllingum líkt og gert hefur verð undanfarin ár haldið liðinu á því leveli sem við erum í dag, alla vega þarf engin Chel$ky fjárútlát.  Mögulega hafið þið dottið í lukkupottinn og að á næstu árum munu leikmenn eins og Leiva og Ngog stíga upp og bera uppi liðið, veit ekki, kannski, kannski ekki.

En að þessu öllu sögðu held ég að óvissan hjá öllum liðum í úrvaldeildinni sé þó nokkur, hvað mun gerast veit enginn því staðan peningamála í heiminum í dag er jafn óviss gagnvart knattspyrnufélögunum á England og annarra fyrirtækja sem tekið hafa stóra peninga að láni.

Ólafur Tryggvason, 17.3.2009 kl. 14:35

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

Hvaða asni kaupir skuldir? Endilega hafa samband við mig og ég luma á nokkrum. Sá fær sem best býður. Mínar skuldir verða ekki settar á tombólu, þær hafa tilfinningalegt gildi og seljast dýrt.

Víðir Benediktsson, 17.3.2009 kl. 19:55

3 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Eigum við ekki að bjóða 2 fyrir 1 Víðir? Og hafa mínar með, þær eru svakalegar.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 17.3.2009 kl. 21:22

4 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Ég vissi að það þyrfti ekki að bíða lengi eftir góðri úttekt á þessu hjá þér Óli, það er hægt að vera nokkurn veginn alveg sammála þessu.

Ég veit það ekki Víðir, það er víst til slatti af svona blábjánum og ég væri alveg til í að þekkja eitt stykki.

Höfum þetta 3 fyrir 1 Högni ég á talsverðan slatta sem fæst fyrir lítið.

Hallgrímur Guðmundsson, 17.3.2009 kl. 23:15

5 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Ég get nú ekki séð þessa breidd hjá utd umfram LIVERPOOL. Leikmenn eins og o'Shea, Fletcher, Anderson, Neville, Brown, Park, Tosic, Nani, Wellbeck, Gibson, Possebon, Evans, Amos, Macheda, Eckersley og jafnvel Berbatov eru nú ekkert á hærra kalíberi en Arbeloa, Skrtel, Agger, Benayoun, Aurelio, Hyypia, Riera, Babel, Alonso, Insua, Leiva, Dossena, Spearing, Ngog, El Zhar, Itandje og Plessis. Þetta er óttaleg þvæla um breidd utd. Miklu meiri breidd í Chelsea og jafnvel Arsenal þegar ekki eru allir meiddir þar.

Páll Geir Bjarnason, 18.3.2009 kl. 01:15

6 Smámynd: Ólafur Tryggvason

Ef þú ætlar að sjá breiddina - Páll Geir - þá verðuru að taka höfðuði úr rassgatinu á þér....

Ólafur Tryggvason, 18.3.2009 kl. 15:30

7 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Klassískt svar fyrir menn sem hafa ekkert til að bakka upp réttlætingarnar með.

Páll Geir Bjarnason, 18.3.2009 kl. 17:48

8 Smámynd: Ólafur Tryggvason

HAHAHAHAHA - þú ert óborganlegur Páll Geir, verst fyrir þig að búið er að leggja af keppnina fyndnasti maður Íslands.

Ég held þú ætti að byrja að koma með raunverulegt svar í stað þess að copy/paste leikmannalistum liðana inn og halda að það sé svar.

Ólafur Tryggvason, 18.3.2009 kl. 20:29

9 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

En ég var ekki að svara neinu, einungis varpa fram nöfnum leikmanna og þeirri sannfæringu minni að annar hópurinn sé ekkert betri en hinn.

Páll Geir Bjarnason, 18.3.2009 kl. 22:00

10 Smámynd: Rúnar Karvel Guðmundsson

Það á allt eftir að koma í ljós, í lok þessa tímabils hvaða hópur er bestur!

 Þangað til.... þá eruð þið báðir með rassgötin full!

Rúnar Karvel Guðmundsson, 18.3.2009 kl. 22:58

11 Smámynd: Sverrir Einarsson

Skuldasúpu útsala? Því miður þá get ég ekki boðið neitt svoleiðis á spottprís né yfirverði, því þær eru ekki til á þessum bæ.

.

Sverrir Einarsson, 21.3.2009 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband