sun. 15.3.2009
Nýja Ísland, hvað er framundan í máli og myndum?
Svartur spádómur frá skoskum miðli - væntanlega ekki fjölmiðli þó
Spádómurinn:
Til umhugsunar... Þetta var skrifað og birt í febrúar.
Þetta er opinberun Jóhannesar Georgs, sem réttu nafni heitir Johanes George Lee og er skoskur sjáandi sem hefur séð
marga atburði fyrir, t.d. forsetakjör Obama, skógareldana í Ástralíu, og efnahagshrunið á Íslandi.
Hér á eftir er lausleg þýðing úr ensku á sýn hans á framtíð Íslands á næstu árum.
2009: Forsætisráðherra nýju ríkisstjórnarinnar, Jóhanna, er heiðarleg og dugleg, en
því miður fær ríkistjórn hennar fáu áorkað til góðs. Orsök þess er mikil
ringulreið og óeining í þinginu og stjórnkerfinu. Fátt gengur í haginn. Það
tekst að koma Davíð úr Seðlabankanum og skipa einn Seðlabankastjóra, en það
breytir litlu um efnahagsöngþveitið. Atvinnuleysi eykst, fólk missir eignir
sínar. Þúsundir fólks flytja úr landi á þessu ári, mest til Noregs og Kanada, en
einnig til fleiri landa.
Seinast í Apríl verða kosningar til þings. Nokkur ný framboð taka þátt í kosningum, en ekkert þeirra fær mann á þing, heldur taka þau
fylgi frá Samfylkingu og Vinstri grænum. Framsóknarflokkurinn vinnur góðan kosningasigur og Sjálfstæðisflokkurinn fær frekar slaka útkomu.
Þessir flokkar fá nauman meirihluta saman, og mynda ríkisstjórn að loknum kosningum, við lítinn
fögnuð þjóðarinnar. Verðbólga minnkar á fyrri hluta ársins, en stígur í yfir 30%
í árslok 2009.
2010: Skelfilegt ár. Ríkisstjórn sjálfstæðis/Framsóknar, umsnýr öllu sem fyrri ríkisstjórnin gerði. Allar stöður eru pólitíkst skipaðar
samkv. helmingaskiptareglu flokkanna. Verðbólga nær 50% Eini atvinnuvegurinn sem
blómgast sem aldrei fyrr er dópsala. Atvinnuleysi nálgast 20%. Glæpaalda gengur
yfir höfuðborgarsvæðið. 20.000 manns flytja úr landi, aðallega af
höfuðborgarsvæðinu. Samt er ástandið betra í sumum landshlutum, þar er þokkalegt
atvinnustig, og minni glæpir og eiturlyf. Dæmi um slíka staði eru:
Vestmannaeyjar, Hornafjörður, Dalabyggð. Snæfellsnes, Vopnafjörður. Fólk sækir á
alla þessa staði úr eymdinni og glæpunum á Höfuðborgarsvæðinu. Hjónaskilnaðir
slá öll met.
2011: Miklar óeirðir í landinu. Byggingar og jafnvel heilu hverfin brennd í þessum
óeirðum. Lögreglan ræður ekki við neitt, þótt hún sé nú öll búin skotvopnum.
Útgöngubann í Reykjavík. Atvinnuleysi og þjóðargjaldþrot blasir við.
Ríkisstjórnin er óstarfhæf. Daglegir götubardagar á seinni hluta ársins. Fengin
óeirðalögregla búin vopnum frá Danmörku til að stilla til friðar, en það hjálpar
lítið. 20.000 manns flytja úr landi.
2012: Olíuleit norðaustan við Ísland. Miklar vonir bundnar við hana. Annars flest í
ólesti. Vopnuð átök í Reykjavík. Jarðskjálfti gengur yfir Selfoss og Hveragerði
og veldur miklum skemmdum. 25.000 flytja úr landi.
2013: Niðurstöður olíuleitar valda vonbrigðum. Ekki hagkvæmt að vinna olíu, amk. miðað við nútíma tækni.
Ísland er endanlega lýst gjaldþrota. Evran kostar 2000 krónur. 150% verðbólga. 20.000 flytja úr landi.
2014: Ísland óskar eftir aðild að Evrópusambandinu EU. En þessari umsókn er hafnað í
Brussel. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn tekur við stjórn landsins, ríkisstjórn og
forseti eru rekin úr störfum, og þingið leyst upp. Í lok ársins, taka Bandaríki
Norður Ameríku USA. Við stjórn Íslands í umboði Alþjóðabankans. Obama forseti
USA, er á þessum tíma kominn á kjörtímabil nr. 2. Það gekk vel að komast út ur
kreppunni í USA. Staða Íslands undir stjórn USA, verður svipuð og staða Puerto
Rico. Sem sagt öll stjórn frá Whasington, en bæjar og sveitarstjórnum verður
leyft að starfa, undir ströngu eftirliti.
Á þessum tíma er íbúafjöldi Reykjavíkur um 50.000, og alls landsins um 200.000 í stað 320.000, árið 2008.
Þriðjungur þjóðarinnar er fluttur úr landi.
Mín orð eru einföld, stöndum saman og komum í veg fyrir það að íhaldið og framsókn komist saman í ríkisstjórn.
Góðar stundir.
Birkir Jón sigurvegari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:49 | Facebook
Athugasemdir
Ja hérna Halli minn. Það ætla ég rétt að vona að Liverpool vinni ekki fleiri leiki. Þú greinilega þolir ekki streituna sem því fylgir. Spámaðurinn í Ásríksbókinni sagði að verðrið myndi skána um leið og óveðrinu slotaði og það stóðst hjá honum.
Víðir Benediktsson, 15.3.2009 kl. 23:56
Hann hlítur að vera mjög góður þessi skoski ef hann hefur séð að sjórn Johönnu og Steingríms koma engu í verk. Hann er snillingur þessi
ingo skula (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 00:21
Ó já, þetta er sami spádómurinn sem Útvarp Saga sá ástæðu til að hafa á forsíðu sinni í nokkrar vikur (á heimasíðunni), hvers á Völva Vikunnar og fleirri sjáendur að gjalda, kemur frægðin frá útlöndum, allt er betra í útlöndum - líka svartir spádómar. Æ, ég held að við ættum ekki að velta okkur upp úr svartagalls spádómum, heldur horfa á daginn í dag og hvað hægt er að gera hér og nú. Þessir svokölluðu spámenn ættu reyndar að vera vel efnaðir og með allt sitt á þurru ef þeir gætu virkilega séð hluti fyrir, t.d. efnahagskreppur, sveiflur á mörkuðum o.fl. Hefur einhver tekið eftir því að miðlar og spámenn séu yfirleitt með allt sitt á þurru, eða séu oft að vinna í lottó, nei, það er nú öðru nær. Ja, þeir eru náttúrulega svo andlegir að þeir leggja sig ekki svo lágt að græða á spádómsgáfunni, gæti einhver sagt, en samt smá peningaleg umbun væri nú í lagi öðru hvoru. Góðir spámenn upp á gamla mátan voru glöggir á samtíð sína og þorðu að segja valdamönnum til syndana, það líkar mér - og ekki neita ég því að einstaka maður sjái lengra en nef hans nær, en ég sé ekki að það geri neinum gott svosem.
Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson, 16.3.2009 kl. 00:50
Ég spái því að allir eigi eftir að hafa kolrangt fyrir sér.
Rúnar Þór Þórarinsson, 16.3.2009 kl. 05:35
Þetta tengist ekki enska boltanum Víðir enda er þetta innanríkismál....
Rúnar ég spái því að annað hvort rætist spádómurinn eða hann er tóm steypa samin af viðvaningi í faginu...
Það á sér eðlilega skýringu Kristinn, það hvílir mikil dulúð yfir svona gaurum...
Hallgrímur Guðmundsson, 16.3.2009 kl. 07:21
Komandi tíð mun verða hörð en bærileg...
Það er alltaf gaman af spádómum, sama hversu vitlausir þer eru...
Eiður Ragnarsson, 16.3.2009 kl. 10:47
Ef þetta tengist ekki enska boltanum getur varla verið mikið að marka þetta. Það eru bara bullur sem fylgjast ekki með fótbolta og ef þessi spámaður er þannig getur hann átt sig.
Víðir Benediktsson, 16.3.2009 kl. 17:39
Samkvæmt áræðalegum heimildum þá heldur hann með þessum gæja og liðinu sem hann stjórnar....
Sem segir okkur að þessi spádómur er hreint ekki út í bláinn enda spáði hann því að þeir væru frekar líklegir til að bjarga sér frá falli.....
Hallgrímur Guðmundsson, 16.3.2009 kl. 17:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.