lau. 14.3.2009
Rauðnefur fluttur á sjúkrahús !!!
Þær fréttir voru að berast að Rauðnefur hefði fengið taugaáfall og blaðraði tóma steypu um að þeir hefðu verðið betra liðið í leiknum, hvernig þessi skoski rauðnefja ........... fékk það út er vonlaust að útskýra enda var hann sendur þráðbeint á geðdeild fangelsissjúkrahússins í Manchesterborg.
Grípum niður í viðtalið sem varð þess valdandi að karltuskunni var samstundis pakkað í væntumþykjupeysu (spennitreyju) og fluttur á sjúkrahús við hæfi.
Sir Alex: Við vorum betri
Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að sínir menn hafi verið betri en Liverpool í dag, þrátt fyrir að hafa tapað 4:1. United stjórnaði gangi leiksins lengst af en gekk illa að skapa sér færi. Liverpool menn nýttu sér hinsvegar tvö varnarmistök Nemanja Vidic sem reyndust United mönnum dýrkeypt.
Það er erfitt að sætta sig við þessa niðurstöðu því mér fannst við vera betra liðið í dag. Frammistaðan endurspeglar ekki úrslit leiksins. En þegar þú vinnur 4:1, þá er þér hrósað. Ég neita því ekki. Ef deildin væri að byrja núna og við værum með fjögurra stiga forskot myndi ég taka því fegins hendi, sagði Alex. Viðtali lýkur.
Smá pæling að lokum, er Ferguson ekki landbúnaðartæki? Hvaða traktor álpaðist upp á mömmu hans og hvernig lýtur sú dráttarvél út?
Djöfull hlýtur það að vera sárt fyrir United aðdáendur að kyngja þeirri staðreynd að þeir voru teknir 6 - 2 á þessu tímabili, með öðrum orðum kennslustund....
Góðar stundir.
Alex Ferguson: Varnarmistök okkur að falli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 23:12 | Facebook
Athugasemdir
Ég held að ég og fleiri Utd menn tökum þeim töpum svo lengi sem við verðum meistarar.
Við erum ennþá í góðri stöðu.
Til hamingju poolarar með sigurinn og 3.sætið ;)
Júlíus Pálsson (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 10:18
Já til hamingju með þennan sigur. Rauðnefur kemur endurnærður af spítalanum og klárar þetta með stæl. Honum veitti nú ekki af smá raflosti til að róa sig niður.
Víðir Benediktsson, 15.3.2009 kl. 12:43
Halli þú veist hvar það sjúkrahús er staðsett hér í höfuðborginni, það er hvíta húsið með rauða þakinu hér niður við sundin blá, ég er nokkuð viss um að það hefur í dag og í gær verið að fyllast af sjúkum aðdáendum Rauðnefs og félaga. Ég held að við verðum að vera svolítið góðir við þá greyjin, þetta er eins og með suma ólæknandi sjúkdóma erfitt við að ráða???? Verst að það sé ekki til nein bólusetning við þessari sýki því þetta er ein sú alvesta sem hægt er að fá og leiðir menn yfirleitt í ógöngur og þeir vestu fara í hvíta húsið eins og dæmin sanna..........
Þórarinn M Friðgeirsson, 15.3.2009 kl. 16:16
Ég veit nú ekki hvor ætti að fara í hvíta húsið með rauða húsið, nema sá sem skrifar þessa grein , sem sagt eigandinn, annað eins bull hef ég ekki heyrt,en mjög líklega er hann Liverpool maður ,því leiðinlegri stuðningsmenn eru ekki til
þóra Jóns (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 18:07
Á ekki einhver góðan skammt af réttu meðali handa Þóru Jóns, eitthvað segir mér að hún sé fangi í UTD sjúkdómnum?.
Auðvitað voru Man Utd ekki lélegri aðilinn í leiknum, heldur voru það "varnarmistök" sem eiga sér alltaf stað hjá lélegra liðinu. En nei takk ekki hjá Man Utd,,,,,,skrítið.
Sverrir Einarsson, 15.3.2009 kl. 19:27
Hvern andskotann setti Þóra ofan í sig? Þvílíkt bull, "Ég veit nú ekki hvor ætti að fara í hvíta húsið með rauða húsið" Er hún eitthvað skyld Rauðnef?
Getur einhver sem býr nálægt henni skutlað baðhandklæði í hana, það dugar ekkert minna til að þerra tárin....
Júlíus haltu þig við efnið, við erum ekki að ræða sætaskipan hér.
Hallgrímur Guðmundsson, 15.3.2009 kl. 20:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.