Liverpool heldur áfram að snýta andstæðingum sínum

Nú haugast aðdáendur United sjálfsagt í hvert horn öskrandi DÓMARASKANDALL og fleiri fín orð til að breiða yfir ótrúlega vangetu sinna manna.

Ef við skoðum hvernig United hefur verið að spila að undanförnu þá hefði það verið einn stórkostulegasti skandall í sögu enska boltans að tapa fyrir United í þessum leik.

Förum yfir þetta í málum og myndum.

Torres að pakka saman einhverjum viðvaning...Cool

_r_leiknum.jpg

 

 

 

 

 

 

 

Brotið á besta fótboltamanni heims. (Víti)WizardWizard

_r_leiknum_1.jpg

 

 

 

 

Svo hélt þessi tittur að hann hefði eitthvað í Carragher...W00t

_r_leiknum_2.jpg

 

 

 

 

 

 

Stoppum hér þetta var og er nógu erfitt fyrir United aðdáendur...Wink 

Verið góð hvert við annað, góða helgi...Halo

Góðar stundir.


mbl.is Liverpool fagnaði stórsigri á Old Trafford
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð samantekt Hallgrímur..

Myndirnar tala sýnu máli..

Baddi bestaskinn (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 15:16

2 identicon

flottur...  áfram Liverpool

Frelsisson (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 15:39

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það var fyrirfram vitað að Liverpool ynni þennan leik en ég bjóst nú ekki við því að MU yrðu svoooona léttir.

Jóhann Elíasson, 14.3.2009 kl. 16:04

4 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Þú átt heiður skilinn fyrir þessa samantekt. Ég beið aðeins með að kommenta til þess að verða ekki eins og unitedsvínin og reyna að halda kúlinu en þetta var frábært, einstakt, stórkostlegt en ég minni á að ég eins og Oddman Ofurhetja sagði alltaf: Ég var búinn að segja ykkur að Mars væri mánuðurinn þar sem shitunited hóf sína mestu hnignun í sögunni kv. Tótinn

Þórarinn M Friðgeirsson, 14.3.2009 kl. 16:53

5 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Nú halda púllaragrísirnar vart vatni yfir sigrinum. En til hamingju með hann. Og Hallgrímur mér fannst dómarinn besti maður vallarins.

Hjörtur Herbertsson, 14.3.2009 kl. 17:05

6 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þetta var flott hjá ykkur og klárlega vann betra liðið. Til hamingju með daginn!!!

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 14.3.2009 kl. 18:02

7 Smámynd: Sverrir Einarsson

Eins gott að ég hélt mig í vinnunni (reyndar að vinna upp eftir næturklúðrið). Ég fékk aur í budduna mína, liðið mitt vann, sem ég átti reyndar von á fyrst ég gat ekki horft á leikinn. Lífið er jú dásamlegt í dag þrátt fyrir allt.

Sverrir Einarsson, 14.3.2009 kl. 19:08

8 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Til hamingju með ykkar menn púllarar.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 14.3.2009 kl. 20:31

9 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Hjörtur dómarinn stóð sig vel og gerði það sem hann átti að gera og gerði það bara nokkuð vel að mínu mati. Sá sem sendur var í sturtu átti það skilið og ekkert meira um það að segja.

Takk fyrir hamingjuóskirnar strákar.

Hallgrímur Guðmundsson, 14.3.2009 kl. 23:06

10 Smámynd: Rúnar Karvel Guðmundsson

Hah.. já Púllarar eru kannski á toppi tilverunnar í dag eftir miikla niðurferð og ótalda klassíska jafnteflisleiki en þeir eru langt frá því að vera á toppi Ensku Úrvalsdeildarinnar....

 p.s. hvað er verið að sprauta Torres með? Hestasterum?

Rúnar Karvel Guðmundsson, 15.3.2009 kl. 18:20

11 Smámynd: Ólafur Tryggvason

AHAHAHAHAH - gömlum skörfum rís skyndilega hold og þeir vita ekkert hvað þeir eiga gera - HAHAHAHAHAHAHAH

Til hamingju með sigurinn Hallgrímur og þið hinir líka, hann var sanngjarn en of stór miðað við gang leiksins.

Það er hárrétt hjá Sir Alex að löngum stundum léku mínir og hans menn betur en andstæðingurinn en mistök voru gerð á ögurstundu og lykilleykmenn brugðust. Það eina markverða sem Torres gerði í þesum leik var að nýta sér sjaldséð mistök besta varnarmanns heims sem ég tvígang hefði getað hreynsað boltan áður en Torres náði til hans. Gerrard sást ekki í þessum leik ef frá er talinn stungan hjá honum innfyrir Evra sem gerði allt það ranga í stöðunni... þegar þarna var komið vorum við kannski með sanngjörn úrslit á töflunni en nei ekkert gekk upp þennan dag og því fór sem fór.

Ég tek ofan fyrir ykkur og ykkar mönnum þetta var sannkallaður vinnusigur, sigur liðsheildarinnar.

Ólafur Tryggvason, 15.3.2009 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband