Hver fær svo reikninginn í hausinn?

Einhver hlýtur að vera ábyrgur fyrir þessu brottkasti, það er með öllu ólíðandi að Fiskistofa birti svona niðurstöður án þess að senda reikning fyrir þessu. Menn eru hiklaust dæmdir fyrir örfáa fiska, þetta er aðeins meira en örfáir fiskar og nú verður einhver að borga takk fyrir.

Það væri hæglegur vandi að finna út upphæðina á reikninginn þar sem dómar hafa fallið um nokkra fiska sem gefið var náðarsamlega líf aftur (veiða og sleppa) aðferðin...Woundering 

Svo er bara spurningin, hver á að fá reikninginn í hausinn?

En þar fyrir utan þá eru þessar tölur hlægilegar, brottkast er margfalt meira og það vita allir sem koma nálægt sjómennsku í dag.

Góðar stundir.


mbl.is Brottkast þorsks jókst árið 2007
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Bjarnason

Hvar hefur þú verið á sjó Hallgrímur? Prófaðu að fara túr með skipi hjá alvöru útgerð eins og HG eða Samherja og mældu brottkastið.

Aðalsteinn Bjarnason, 18.2.2009 kl. 17:05

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Aðalsteinn ertu að segja að það sé ekki neitt brottkast hjá skipun þessara félaga?

Hvað kallar þú alvöru útgerð? Nánari útskýringu takk. 

Hallgrímur Guðmundsson, 18.2.2009 kl. 20:13

3 Smámynd: Aðalsteinn Bjarnason

Ég kalla það alvöru útgerðir sem stunda ekki brottkast. Ég hef aldrei rekið þátt í brottkasti á mínum sjómannsferli og mun aldrei gera.

Aðalsteinn Bjarnason, 18.2.2009 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband