Úr hvaða átt koma núll m/s ?

Nú hafa Akureyringar tækifæri að mæta og væntanlega láta í sér heyra og spyrja spurninga. Eitt er víst að ég mun mæta og ef tækifæri gefst þá mun ég leggja fram spurningar.

Heiti fyrirsagnarinnar er svo úr allt annarri átt, það er ekki ósjaldan að maður sér í veðurupplýsingum til dæmis Norðan 0 m/s eða Austan 0 m/s. Er logn ekki einfaldlega logn og kemur ekki úr neinni sérstakri átt?W00t

Getur það hugsast að lognið komi með hávaðaroki úr einhverri sérstakri átt og eigi þar með uppruna sinn úr þeirri átt?Woundering Þetta er pæling dagsins hjá síðuritara í logninu fyrir Norðan sem kemur að mín viti ekki úr neinni sérstakri átt enda grafkyrrt og engin sjáanleg breyting á því næstu mínúturnar.

Ég verð illa svikinn ef það verður ekki breytileg átt 25 m/s á fundinum...Wink

Góðar stundir.


mbl.is Borgarafundur á Akureyri í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

A-0 er rússneskt logn a la Chel$ky. 0-1 er West Ham-Man Unitet, engin lognmolla þar.

Víðir Benediktsson, 8.2.2009 kl. 19:38

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég er að velta fyrir mér hvort þú spurðir ekki einmitt einnar mjög gagnlegrar spurningar í sambandi við framtíðina á fundinum í dag Það þarf auðvitað virkilega að huga að henni!

Ég er ein af þeim sem vil alltaf gera fortíðina upp áður en ég held áfram þannig að hún elti mann ekki uppi og felli mann þegar síst skyldi. En ég verð alltaf glöð að heyra þegar einhver vill einbeita sér að framtíðinni og kemur með skynsamlegar tillögur í sambandi við hana. Að mínu áliti skiptir hvoru tveggja málin en þar sem við erum nú þó nokkur sem byggjum þetta samfélag þá getum við skipt með okkur verkum!

Ef mér tekst að leggja eitthvað á vogarskálarnar svo hrunið verði rannsakað þá veit ég að ég verð hamingjusamari í framtíðinni. En ég vona svo sannarlega að einhverjir hugi alvarlega að náninni framtíð fyrir mig á meðan ég set kraft minn í það að sporna gegn því að stór hluti framtíðartekna komandi kynslóða fari í að borga niður skuldir sem við áttum mjög takmarkaðan þátt í að stofna til.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 9.2.2009 kl. 02:53

3 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Til hamingju með þína menn Víðir.

Sæl Rakel ég lagði fram eina spurningu og beindi henni að Atla Gíslasyni, auðvitað var Gísli ekki í umboði síns flokks eins og hann sagði sjálfur og vék sér fimlega undan henni. Hann sagði að stjórnin væri einungis skipuð í 80 daga og mátti skilja sem svo að þessir 80 dagar væru hálfgerðir hveitibrauðsdagar en ekki dagar alvöru aðgerða.

Mönnum dettur í alvörunni í hug að það sé hægt að byggja upp landið með ónýta landsbyggðina og helming íbúanna eða meira á bótum. Ég verð að vera hreinskilinn mér líst ekki vel á framtíðina með þetta hugarfar sem fram kom í svari Gísla til mín.

Hallgrímur Guðmundsson, 9.2.2009 kl. 07:06

4 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Heitir þessi Gísli þarna ekki Atli?  

Högni Jóhann Sigurjónsson, 9.2.2009 kl. 11:40

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

En þú ert ekkert búinn að gefast upp á að vekja athygli hans og annarra á því, er það?

Rakel Sigurgeirsdóttir, 9.2.2009 kl. 14:37

6 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Jú Högni auðvitað heitir hann það, hvað er ég að blanda pabba hans í þetta....

Nei Rakel ég er ekki búinn að því, ég væri alveg til í að halda ræðu um þessi mál og hvernig þetta spinnast allt saman í eitt risastórt plott...

Hallgrímur Guðmundsson, 9.2.2009 kl. 21:57

7 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þú hefðir auðvitað átt að halda slíka ræðu á fundinum sem var hér sl. laugardag sem var í Brekkuskóla. Annars er aldrei að vita hvar við eigum eftir að koma við á komandi fundum. N.k. fundur er um framtíð heimilanna... en svo held ég að sé hugmyndin að hafa fundi hálfsmánaðarlega...

Rakel Sigurgeirsdóttir, 9.2.2009 kl. 22:16

8 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Það er skömm frá að segja en ég hef ekki átt tíma aflögu í þessa mótmælafundi að vísu mætti ég á torgið. Ég mun láta sjá mig framvegis og vonandi fær maður tækifæri til að tala um þessi mál. Það er vægast sagt svakalegt hvernig örfáir hafa gengið um og rústað samfélaginu.

Landsbyggðin er meira og minna á vonarvöl eftir herlegheitin og fólkið situr eftir fangar í eigin húsnæði skuldum vafið og ekkert framundan sem gæti gefið því von um betri tíma.

Svo þykjast menn vera að fara í uppbyggingu á samfélaginu, ég hef ekki heyrt orð frá hvorki núverandi ríkisstjórn eða þeirri sem hrökklaðist frá um það hvernig þetta allt saman byrjaði.

Þorvaldur Gylfason kom inn á það í Háskólabíó og svo flæmist hjörðin sem á þingi situr undan því að tala um þetta. Atli Gísla kom sér fimlega undan eins og flest allir þingmenn þegar þeir fá þessar spurningar. 

Hallgrímur Guðmundsson, 9.2.2009 kl. 22:32

9 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Mig langar nú til að gefa Atla Gíslasyni smáséns þó ég geti tekið undir það með þér að mér fannst hann sína málstað þínum ákveðna óvirðingu í tilsvari sínu. Að öðru leyti er ég algerlega sammála öllu því sem kemur fram í svarinu þínu!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 10.2.2009 kl. 00:24

10 identicon

Þetta þarna með norðan storminn "Norðan ´Núll´". Ég held að skýringin sé sú að víðast hvar eru sjálfvirkir veðurmælar.

"Vindhani" sýnir vindáttina, en hraðamælir mælir vindinn. Þegar svo vindinn lægir, þá dettur hraðamælirinn niður í "Núll" en haninn snýr enn í norður, og hreyfir sig hvergi í logninu og sýnir að hann er á "Norðan" , hvað sem hver segir, og hann gerir það þangað til einhver vindgjóla snýr honum. Þá fer hann kannske að sýna "Austan Núll" í staðinn.

Tryggvi Helgason (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 05:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband