Eru mannréttindi bara fyrir homma og kerlingar? Þegar stórt er spurt þá verður oft andskoti lítið um svör...
Það þykir hið sjálfsagðasta mál að hommar, lesbíur og kerlingar njóti sjálfsagðra mannréttinda. Það röltir hálf þjóðin árlega að drepast úr stolti niður Laugarveginn í Gay Pride göngunni frægu.
Þegar kemur að mannréttindum sjómanna þá slær við annan tón og svo fáránlega sem það hljómar þá stendur það í ráðamönnum að virða og viðurkenna sjálfsögð mannréttindi sjómanna.
Þrátt fyrir úrskurð mannréttindanefndar Sameinuðu Þjóðanna um að kvótakerfið brjóti mannréttindi og mismuni gróflega þegnunum stendur það í núverandi sjávarútvegsráðherra að svar ekkert ólíkt forverum hans sjá hér.
Ekki má láta sér detta til hugar að hugsa hvað þá heldur segja eitthvað misjafnt um homma, lesbíur eða kolbrjálaðar femínistakerlur í eldrauðum sokkum, ef það gerist þá verður allt snarvitlaust og yfir menn hellast heilu hóparnir að misþrútnu femínistakerlum, stríðsmáluðum hommum tilgerðarlegum lesbíum.
Ef eitthvað er gert á hlut sjómanna þá er það bara hið sjálfsagðasta mál og mannréttindi þeirra er eitthvað sem skiptir engu máli, eina lögmálið við mannréttindi sjómanna er að þau skuli nauðsynlega brjóta hvað sem það kostar.
Er kreppan búin? Hver á að skilja þessa dellu, bréf Eimskips hækkuðu um 54,5% og bréf Bakkavarar um 24,3%. Þá hækkuðu bréf Straums um 6,6% ???????
Reið Eimskip ekki á vaðið og skilaði Íslandsmeti í tapi, tæpum 100 milljörðum á síðasta ári? Í mínum huga og hvernig ég hef náð að fylgjast með þá er Bakkavör hálfónýtt kompaní sem tapað hefur stjarnfræðilegum upphæðum að undanförnu. Straumur bætti um betur og setti glæsilegt Íslandsmet í tapi á síðasta ári, viðsnúningurinn er ótrúlegur enda var þetta apparat búið að sína hagnað á fyrrihelmingi ársins upp á öfundsverðar upphæðir.
Sumir hafa kallað það froðuhagnað og látum þau orð standa. Hvað veldur því að bréfin í þessum fyrirtækjum hækka svona, er kreppan búin og kauptækifæri í þessum rústum? Spyr sá sem er ekki alveg að setja þetta í samhengi við raunverulegan árangur þessara fyrirtækja.
Góðar stundir.
Hlutabréf hækkuðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:06 | Facebook
Athugasemdir
semsagt. frjálsar veiðar allra skipa?
Fannar frá Rifi, 5.2.2009 kl. 20:27
þú getur alveg farið á sjó. þú þarft bara að kaupa þig inn í þetta eins og allir aðrir. 90% þeirra sem eru í útgerð hafa keypt sinn kvóta. alveg eins og í öllum öðrum atvinnugreinum þá þarftu að kaupa eitthvað, taka lán og annað. það er ekkert ókeypis í þessum heimi. afhverju ætti sjávarútvegur að vera ókeypis?
yrðu það ekki verra fyrir sjómenn og fólk sem vinnur við vinnslu í landi, ef það myndi allt missa vinuna á sama deginu þegar sjávarútvegsfyrirtækin færu í gjaldþrot við eignarnám? ofan á myndu íslensku ríkisbankarnir fara allir í gjaldþrot. já alveg æðislegt.
skil ekki hvað þú ert að vitna alltaf í kaffiboðs nefndina sem Súdan og önnur hryðjuverkaríki sem slátra eigin þegnum og fremja þjóðarmorð, er boðið og tekið fagandi. tekuru virkilega mark á nefnd sem er ekki undir sameinuðuþjóðunum og ályktar ekki gegn þjóðarmorðum og segist vera mannréttindarnefnd?
Fannar frá Rifi, 5.2.2009 kl. 20:33
Ef samkynhneigðir tækju sig samann, og heimtuðu allir að kvótinn yrði þjóðnýttur, gerðist það svona hálfri sekúndu eftir að þeir bara hugsuðu um að segja það . Enda forsetisráð"herra" samkynhneigður með afbrigðum !
Júrí (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 20:38
Góður Halli, VG er í tómri vitleysu að ætla að halda áfram óhikað að troða á mannréttindum sjómanna þrátt fyrir álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.
Það þarf að rétta kúrsinn hjá þessu liði sem þykir greinilega sem þú og aðrir sjómenn ekki vera nógu fínt fólk.z
Sigurjón Þórðarson, 5.2.2009 kl. 20:38
Það segir sig sjálft að nefnd sem úrskurðar gegn hinu heilaga orði Sjálfsstæðisflokksins getur varla talist marktæk. Svoleiðis nefndir hljóta að koma frá Nígeríu eða Zimbabwe. Eina stílbrotið í þessu er að trúlega eru stjórnvöld í þessum löndum minna spillt en Sjálfsstæðisflokkurinn á íslandi.
Víðir Benediktsson, 5.2.2009 kl. 21:13
mannréttindarnefnd sem ekki ályktar gegn þjóðarmorðum er marklaus.
Fannar frá Rifi, 5.2.2009 kl. 21:16
hættur við að hætta við að hætta ???
Ásdís Sigurðardóttir, 5.2.2009 kl. 22:11
Það er nú ekki laust við að maður fái örlítinn kjánahroll við að lesa vitleysuna frá þér Fannar.
Í fyrsta lagi er þessi nefnd stofnuð samkvæmt samningnum um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi og hún hefur ekki 'lögsögu' til að 'álykta' um annað en ákvæði þess samnings og þ.a.l. ekki um þjóðarmorð. Um þau ályktar t.d. Mannréttindafulltrúi SÞ og kærur vegna þjóðarmorða fara fyrir Alþjóðadómstólinn í Haag skv. 9. gr. samningsins um ráðstafanir gegn og refsingar vegna þjóðarmorða.
Í öðru lagi eru fá ríki sem nefndin hefur fjallað jafn mikið um og einmitt Súdan, sem þú nefndir sérstaklega. Ég get sent þér margar skýrslur þar að lútandi ef þú óskar þess (og þá um önnur 'hryðjuverkaríki')
Í þriðja lagi starfa fulltrúar nefndarinnar ekki sem fulltrúar sinna heima ríkja. Í nefndinni eru fulltrúar sem eru heimsþekktir mannréttindalögfræðingar, Kennarar við marga virtustu háskóla heims, dómarar við æðstu dómstóla í heimaríkjum sínum. Þarna er dómari við stríðsglæpadómstól v/fyrrum Júgóslavíu, lögmaður við stríðsglæpadómstól v/Rwanda, Þarna eru sérfræðingar sem starfa við Mannréttindadómstól Evrópu o.fl. Trúðu mér, þetta eru engin teboð!
Margt af þínum viðhorfum lýsir hreinum hroka gagnvart fólki sem starfar af heilindum og af hugsjón, þrátt fyrir að stjórnvöld heimaríkis þess hagi sér með hrottafengnum hætti. Og margt annað sem þú segir Fannar, er hreinlega rangt. Ég mæli því með að þú kannir málin eílítið betur áður en þú ferð að fullyrða nokkuð.
En sumsé, ég get sent á þig þessar skýrslur ef þú vilt, hafðu bara samband. Netfangið mitt er ha030002@unak.is
Aðalheiður Ámundadóttir, 5.2.2009 kl. 22:51
Ásdís ég hef ágætis tíma núna í augnablikinu og að sjálfsögðu leyfir maður ykkur að njóta samverustundar með mér þegar ég hef tíma til, hvað annað?
Ég sammála Aðalheiði maður fær kjánahroll þegar sjálfstæðismenn fara að tjá sig um mannréttindi.
Í alvöru Fannar gerðu sjálfum þér greiða og kynntu þér málin áður en þú tjáir þig og fullyrðir eitthvað um þessa hluti.
Þeir sem keyptu sig inn í þetta stjarnfræðilega rugl Fannar liggja flestir á hnjánum í dag grátbiðjandi um niðurfellingu skulda, hvernig skildi standa á því? Staðan var orðin svona löngu áður en bankarnir hrundu og þeir sem voru hvað stórtækastir eru þeir sem höfðu betra aðgengi en aðrir að bönkunum.
Það skyldi þó aldrei vera að sjávarútvegurinn hafi aldrei borðið þetta verð, ég hef haldið því fram að þegar verðið fór yfir 550 krónur per kíló þá var ekki lengur grundvöllur fyrir rekstrinum, ég stend við það eins og klettur þangað til annað verður sannað svo óyggjandi sé. þú sem ert að læra hagfræði ættir ekki að vera í vandræðum með að reikna þetta út.
Það er nákvæmlega enginn öfundsverður af þessu og alveg stórfurðulegt að nokkrum manni hafi dottið það til hugar að þetta gæti endað með öðrum hætti en það sem blasir við í dag.
Við tölum um að við séum vel menntuð þjóð og lengi vel notið virðingar alþjóðasamfélagsins, virðingin er fokin og vandséð hvernig hún verður endurvakin. Þá stendur það eftir hvernig þessi velmenntaða þjóð gat gert sig nánast gjaldþrota á örfáum árum, eigum við ekki að huga aðeins að orðinu menntahroki?
Menntun er góð en þegar hún er misnotuð með bundið fyrir bæði augun og ætt áfram í stjörnubrjálaðri afneitun þá er hún skaðleg og í raun stórhættuleg. Nú er til dæmis gott að vitna í Hafró þar er menntahrokinn búinn að tröllríða öllu innan veggja og nánast ganga frá okkur sem fiskveiðiþjóð.
Hallgrímur Guðmundsson, 5.2.2009 kl. 23:45
Aðalheiður. það er ekkert í umsögn þessarar nefndar sem getur talist mannréttindarbrot. og talandi um fræðimenn. hvernig fóru atkvæðin í nefninni? þau ríki þar sem mannréttindi og eignarréttur er síst virtur greiddu atkvæði með og öll vestræn ríki greiddu atkvæði á móti. ofan á lag, var eina útkoma nefndarinnar sú að upphafleg úthlutun nefndarinnar hafi verið ósanngjörn gagnvart þeim sem ekki stunduðu veiðar.
halló? bíddu, hverjir áttu að fá úthlutað takmörkuðum gæðum? áttu smiðir að fá þorskkvóta? áttu læknar og hjúkrunarfræðingar að fá kvótann? eða þeir sem unnu við og höfðu fjárfest í iðnaðinum. skuld sett sig til þess að skapa atvinnu.
menn eru sínir eigin gæfu smiðir. 26 ár eru í ár liðin síðan þessi ákvörðun var tekin. að velta sér svona upp úr henni í meir en aldarfjórðun lýsir einungis þráhyggju viðkomandi. það e önnur kynslóð að koma síðan kvótakerfið var sett.
ályktun kokteilnefndarinnar er marklaust blaður. auk þess er núverandi kerfi hvergi gagnrýnt. einungis upphafleg úthlutun.
94% kvótans er utan höfuðborgarsvæðisins. þau byggðarlög þar sem menn hafa tekið sjálfir til verka og unnið sig sjálfir áfram hafa dafnað. bæði smáar og stórar útgerðir. þar sem menn hafa grenjið og beðið stjórnmálamenn um að laga allt fyrir sig ekki viljað sjálfir leggja á sig kostnað, þar hefur ekki verið eins gott. þannig er það.
Fannar frá Rifi, 5.2.2009 kl. 23:54
það eina sem er varðandi skuldir sjávarútvegs, er kaup og sala á gjaldeyri. tekurðu virkilega undir orð þeirra sem feldu gengi íslensku krónunar?
ef menn eru illa staddir í sjávarútvegi vegna ofskuldsettningar, þá eiga þeir að fá að fara á hausinn. þá getur þú kannski tekið þig til og keypt hluta af kvóta þess fyrirtækis.
og hvernig liggja þessar skuldir í sjávarútvegi? það er látið liggja á milli hluta eins og að allir skuldir hlutfallslega jafn mikið. er það kannski að tveir eða þrír aðilar sem hafa verið stórir í fjárfestingum á fjármálafyrirtækjum og í kaupum á erlendum eignum sé skráðir fyrir bróður partinum af skuldunum? að afgangurinn sé í raun mjög lítill og sé í raun mun minni en skuldsettning allra annara fyrirtæki eða heimila á þessu landi?
það skulda allir. skuldir sjávarútvegs eru held mun minni heldur en skuldir annara atvinnugreina. hvergi heyrist að gera eigi eignarnám á húsnæði kaupmanna á Laugarvegi. þeir eru stórskuldugir og þar er takmörkuð eign sem nýir aðilar sem vilja hefja rekstur komast með erfiðleikum í. afhverju er lóðum þar ekki endurúthlutað til að koma á nýliðun? afhverju er þessi umræða bara í sjávarútvegi?
Fannar frá Rifi, 6.2.2009 kl. 00:00
Fannar ég hef ekki nokkurn áhuga á því að kaupa aflaheimildir, ég hef áhuga á því að greiða til samfélagsins hóflegt auðlindagjald fyrir afnotarétt af sameiginlegri auðlind Íslendinga höfum það á hreinu.
Hallgrímur Guðmundsson, 6.2.2009 kl. 00:26
þá ertu á því að allar auðlindir og allt sem getur talist tekjulind fyrir samfélagið (íslenska ríkið) sé í eigu ríkisins og sé leigt út til þegnana? er það ekki?
að allir bændur verði sviptir jörðum sínum og þær síðan leigðar út af ríkinu svo dæmi séu tekin.
Fannar frá Rifi, 6.2.2009 kl. 00:47
er ekki auðlindagjald á sjávarútvegi þegar til staðar?
Fannar frá Rifi, 6.2.2009 kl. 00:47
Fannar, þú ert ekki að skilja þetta. Að halda því fram að 90% hafi keypt til sín kvóta er fráleitt. Hins vegar hafa menn látið kvótann fara í hringi í kennitöluflakki og alltaf fengið lán í hvert skipti sem hann er færður til. þetta heitir á góðri íslensku svikamylla. Þar fyrir utan hafa sum af stærstu fyrirtækjum landsins skip um kennitölu á tímabilinu og bókfærist þá kvótinn sem sala á milli fyrirtækja. Þetta er einn allsherjar blekkingaleikur og alltaf sömu mennirnir sem eru að höndla með "gjafakvótann" sem nú er veðsettur á 4000 kr.kílóið enda eika sumir kvótakóngarnir heilu bílaumboðin í dag sem og flestar verslanir á laugaveginum. Allt fyrir veðsetningu á óveiddum fiski. Hver 10 kílóaþorskur syndir nú um með veð upp á 40000 kr. Þetta kerfi er bara einfaldlega hrunuið. Flóknara er það nú ekki og kominn tími á betra og skynsamlegra kerfi.
Víðir Benediktsson, 6.2.2009 kl. 03:07
Fannar lesum þetta saman, ég þarf ekki að segja þér hvað þetta er en þið hin sem eruð ekki alveg með á nótunum þá er verið að vitna í lögin um stjórn fiskveiða.
I. kafli. Almenn ákvæði.
1. gr. Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Tilvitnun lýkur.
Láttu þér ekki detta til hugar að ég fari að kaupa aflaheimildir, ég skil ágætlega þessi lög og það sem ég litaði rautt er alveg kristal skýrt.
Hvað aðrir hafa gert er mér alveg óviðkomandi og í raun alveg óskiljanlegt að mönnum hafi dottið þetta brjálæði í hug. Það eru framundan tímar sem fáir eru farnir að gera sér grein fyrir hvað eru alvarlegir, megin ástæðan fyrir því sem er í uppsiglingu má rekja til þess hvernig menn hafa sjálfir sprengt þetta í andlitið á sér án aðstoðar.
Það er ódýrt að kenna bönkunum um hvernig komið er og minnir freka á ræður og skrif Hannesar Hólmsteins um steindauða fjármagnið sem vakið var upp og uppfinningarmennirnir voru jú flokksfélagar þínir sem gengu svo um víðan völl og dásömuðu Íslenska efnahagsundrið.
Uppgjörið er ekki langt undan, það er óhjákvæmilegt og þeir sem sjá það ekki eru enn í afneitun ekki ósvipað og þeir sem gerðu ekki neitt rangt í aðdraganda hrunsins. Við þurfum ekki að tala um þá sem störtuðu þessu, þeir gerðu heldur ekki neitt rangt að þeirra eigin mati.
Svo einkennilega sem það hljómar þá virðast hlutirnir þurfa að fara alla leið til helvítis áður en menn átta sig og þá er það einfaldlega of seint með svakalegum afleiðingum fyrir þjóðfélagið.
Að sjálfsögðu eru til fyrirtæki í sjávarútvegi sem hafa alla tíð verið að gera góða hluti en því miður þá eru þau hrikalega fá ef horft er á heildina.
Ég tala um sjávarútveg fyrst og fremst Fannar og ástæðan er einföld, það er vettvangur sem ég hef lifað og hrærst í frá fjórtán ára aldri og þekki betur er nokkuð annað og betur en margan grunar. Það geta aðrir pælt í Laugarveginum sem er þér svo hugleikinn, bændur eru svo málaflokkur sem ég þekki lítið enda hefur búskapur frekar litla samleið með veiðum á fiski og sjávarútvegsmálum nema að einu leiti. Mönnum datt til hugar að taka upp kvótakerfi í sveitum landsins og verðleggja hann upp í rjáfur, það er líka sprungið sjáðu til.
Hallgrímur Guðmundsson, 6.2.2009 kl. 07:42
5 ár liðu eftir að lög um kvóta voru sett áður en 1.gr þessara laga var síðar bætt við. ofan á lag er ekki til neitt í réttarfarsreglum eða skilningi sem heitir þjóð sem eignaraðili. Aðalheiður gæti frætt þig um það.
Víðir. 90% talan er fengin með því að telja hverjir (einstaklingar) eru ennþá í útgerð. það telst sami aðilin ef hann er en í útgerð, hefur sameinast öðrum, eða ættingi tekið við. þannig að þetta er tóm tjara sem þú ert að segja. reyndu að átta þig á því, að það er árið 2009 í dag. það er liðin meir en fjórðungur úr öld síðan lög um kvóta voru sett fyrst.
Víðir. hvernig er skuldunum dreift á útgerðarfyrirtæki? eru allir sem eiga kvóta með öll kíló veðsett upp í 4000 krónur? eða eru 1 til 3 aðilar sem bera bróður partinn og eru líklegir til að fara á hausinn án þess að það snerti aðra í útgerð. þrjú stærstu útgerðarfélög landsins voru seld í byrjun árs 2004. uppgefið varð á þeim var frá 10 til 14 milljarða ef mig minnir rétt. Skagfirðingur, HB og ÚA.
ódýrt að kenna bönkunum um? bíddu? stærstu skuldararnir hefðu aldrei skuldað svona mikið, né verð hækkað svona mikið, ef bankarnir hefði ekki lánað algjörlega ótakmarkað. að ætla að taka kvótann út fyrir lánabólu bankana er eins og að segja að 100% húsnæðislán höfðu ekkert vægi í fasteignabólunni. vertu á jörðinni.
Hallgrímur. verð á kvóta á mjólk fór upp í rjúfur. afhverju? nú bankarnir lánuðu óspart til þess að stækka eigin efnahagsreikning. ef einn bóndi eða útgerðarmaður fer á hausinn, hvað gerist þá? annar tekur við. ofur einfalt.
en hvað viltu sjá í staðinn Hallgrímur? það kemur bara eitt til greina. frjáls veiði allra skipa. því ef það á að afnema kvótakerfið þá þarf ríkið að afskrifa allar skuldir vegna kvótakaupa og gefa veiðar frjálsar. því ef núverandi kerfi sem var takmörkun á veiðum eins og þú veist, er lagt niður, þá verður að gefa veiðar frjálsar. eða ertu kannski einn af þeim sem vilt bara fá einhver kjördæmapotar sem útdeilir að nýju öllu eins og gert var með togarana í gamladaga, þegar þingmenn útdeildu togurum á sína helstu stuðningsmenn?
Hallgrímur. hvernig stendur á því að þú sérð ekki heildar myndina? kvótakerfið virkar nákvæmlega eins og menn lögðu upp með. sjávarútvegsfyrirtæki hafa rekin með hagnaði og þau lifðu af ofhátt skráð gengi krónunar í 6 ár.
uppbygging þorsksins spyrðu kannski? hverjir stjórna veiðunum? eru það sjómenn og útgerðarmenn sem vita hvernig í pottinn er búið eða eru það kontoristar í hafró sem fara ekki út úr húsi nema til að leita að loðnu? að kenna kvótakerfinu um gallana hjá hafró, er tóm tjara og sínir einbeittan vilja manna til að bölva því sem þeir vilja bölva.
kvótakerfið hefur líka gert eitt mögulegt. þú getur hætt í greininni. hversu margir gamlir smábátasjómenn hættu eftir að kvóti komst á? menn sem voru skuldum vafnir og áttu ekki neitt? sáu fram á að þurfa að sækja til sjós langt fram á nírætt til að sjá fjölskyldum sínum farborða?
og svo annað svona að lokum. helsta samþjöppun á kvótaeign verður fyrir kosningar þegar litlir aðilar í útgerð flýja úr greininni og selja allt sitt. viltu vita afhverju? þeir þora ekki að halda áfram. þeir þora ekki halda rekstrinum áfram yfir kosningar. því þeir eru skuldugir, með lán og þurfa að sjá fyrir fjölskyldum sínum. þeir þora ekki því að menn eins og þú og Víðir sem vilja afnema kvótakerfið myndu setja þá í gjaldþrot. þetta er helsta ástæða samþjöppunar á kvóta. sárt en þú og fleiri hafa rekið mjög marga úr útgerð og þar með stuðlað að veikingu margra byggða. óvissan vegna ykkar og fleiri er bara of mikil. engin sem stundar útgerð veit hvort að hann verði í rekstri eftir 4 ár, eða eins og í tilfelli dagsins í dag, 2 ár.
útgerðir þurfa að geta verið reknar í 100 ár án óvissu. þú byggir ekki hátækni fiskverkun fyrir milljónir eða endurnýjar bátana í mikilli óvissu. það bar er ekki að fara að gerast.
Fannar frá Rifi, 6.2.2009 kl. 08:32
og Hallgrímur. ef kvótakerfið yrði afnumið í dag klukkan 12:00. þá myndu allar útgerðir á Íslandi lýsa sig gjaldþrota klukkan 13:00 og vera búnar að segja upp öllu sínu starfsfólki. klukkan 14:00 væru allir ríkisbankarnir búnir að lýsa sig gjalþrota því að þeir þyrftu að afskrifa bæði útlán og veð.
ofan á lag, þá myndi sala á kvóta frá ríkinu frá þeim tímapunkti aldrei skila ríkinu meir en kannski að andvirði 100 milljóna á ári. og þá er ég að reikna með að allt batni og verð gott.
þar sem eignarréttur eins og nýttingarrétturinn á takmarkaðri auðlind vissulega er, er afnuminn, þá fer landið í þrot. ef þú heldur að fall bankana hafi verið slæmt og sett okkur út í horn á alþjóða vísu þá hefur ekkert séð.
Mugabe suður í Zimbabwe fór í víðtækt eignarnám á jörðum til þess að dreifa þeim á "réttlátan hátt". þetta var þjóðareign sem fáir nýttu sér og betra var að dreifa þeim upp á nýtt.
hver er árangurinn hjá Mugabe? 94% atvinnuleysi og verðbólga sem mælist í þúsundum milljarða prósenta. er það það sem þú vilt sjá?
Fannar frá Rifi, 6.2.2009 kl. 08:39
Fannar: Það er allavega jákvætt að þú sérð hversu mikinn fjárhagslegan bagga kvótakerfið hefur sett á atvinnugreinina - bagga sem heldur þjóðarbúinu í gíslingu. Þú ert þó allavega búinn að lýsa því berum orðum. Og hvar skyldu svo peningarnir vera, sem útgerðarmenn hafa pungað út fyrir kvóta? Þeir eru í vasa þeirra sem upphaflega fengu úthlutað kvóta - og það eru engir smápeningar sem söfnuðust þannig á fárra manna hendur. Burt séð frá allri umræðu um mannréttindi, hlýturðu að vera mér sammála um að sú söfnun auðs sem fór á fárra manna hendur þegar framsalið fór fyrst af stað fyrir alvöru, hefur valdið gríðarlegum skaða fyrir sjávarútveginn. Kvótinn á kílóið jafnvel dýrari en verðið á fiskinum!!!
Mér er ekki ljúft að rífast um mannréttindi við samborgara mína. Ég vildi óska þess að almenningur stæði almennt saman um mannréttindavernd sína (og hvers annars) en þannig er það bara ekki. Ég hef engan sérstakan áhuga á mannréttindum sjómanna, frekar en mannréttindum almennt og mér leiðast frekar flokkadrættir í þessum efnum. Ég veit það Fannar, að hjartað þitt slær í takt við mannréttindahugsjónir, ég hef séð það í skrifum þínum um Afríku. Enda held ég að þú látir svona við Halla og co, mest af því þú hefur gaman af því að vera 'í sjómann' við þá.
Það sem ég á við: Þetta er allt í nösunum á þér...
Aðalheiður Ámundadóttir, 6.2.2009 kl. 09:53
Þetta er ekki rétt hjá þér Fannar. þekki dæmi um útgerð sem leigði frá sér allan kvótann. Þegar veiðiskyldan var sett á seldi þessi útgerð frá sér allan kvótann til málamynda. Tveimur dögum eftir að nýtt fiskveiðiár hófst keypti þessi sama útgerð kvótann aftur og hélt áfarm að leigja. Þessi útgerð telst hafa keypt til sín kvóta samkvæmt opinberum gögnum þá svo hún hafi fengið honum úthlutað í upphafi í byrjun. Annað dæmi. Tvö útgerðarfélög sameinast undir kennitölu annars. Útgerðin telst hafa keypt veiðiheimildir þess fyrirtækis sem hvarf af yfirborðinu. 85% kvótans eru enn í "eigu" þeirra sem fengu honum úthlutað í upphafi sbr. HB-Grandi
Víðir Benediktsson, 6.2.2009 kl. 12:14
og er lausnin að þínu mati þá að taka kvótan af þeim sem hafa keypt hann? sjáðu alþýðuhetjuna svokölluðu sem frjálslyndir og aðrir kvóta andstæðingar hylltu í sumar sem réri án kvóta en þegar betur var að gáð hafði hann selt sig út og sólundað fjármununum á erlendri grundu. á að endurstokka kerfið til að hleypa honum aftur inn?
þetta er takmörkuð auðlind. ég skal viðurkenna og hef viðurkennt að úthlutunin og reglurnar sem settar voru 1983 og komust á 1986, voru mein gallaðar. það á reyndar við miklu meira en sjávarútveg þar sem við höfum meingallaðar reglur eins og sást í haust þegar bankarnir hrundu, en það er annað mál. en málið er að ef þú tekur af þeim sem hafa fjárfest í kvótanum í dag án þess að taka yfir skuldir þeirra eða greiða þeim fullar bætur fyrir, þá er um mannréttindarbrot að ræða. ríkið hefur viðurkennt með skattinnheimtu að sala á aflaheimildum sé réttmæt. fiskurinn í sjónum er takmörkuð auðlind. ég vil ekki sjá ótakmarkaða veiði sem yrði að koma í stað niðurfellingar á kvótakerfinu. því það yrði ekkert annað val um að ræða. kvótakerfið var sett á til að takmarka veiðar. þið hér inni vitið vel hversu öflug sóknargeta fiskveiðiflotans er.
dagakerfi bætir ekkert og myndi leiða til ótakmarkaðar fjárfestingar í sóknargetu. þið vitið alveg hvað ég er að tala um. þið vitið og eigið að muna hvernig sóknargeta smábáta óx ár frá ári. að menn voru farnir að róa út á yfirbyggðum bátum, með 500 hestaflavélar og með beitningarvél og tvær áhafnir svona til þess að nýta allan daginn sem haldið var til veiða.
Fannar frá Rifi, 6.2.2009 kl. 12:30
Víðir. ég hef skoðað þessi gögn sem notuð voru. þá voru einstaklingarnir sem stjórnuðu fyrirtækjunum og eiga þau taldir. kennitölur voru ekki teknar með og ekki teknar gildar.
þegar útgerðarfélög sameinast þá voru taldir eigendurnir. ef ég hefði átt 500 tonn sem ég keypti af öðrum og þú átt 500 tonn sem þú hafðir fengið í upphaflegri úthlutun og við sameinuðumst undir einni kennitölu hvor um sig með 50% eignarhlut. þá væri þú skráður ennþá sem upphaflegur eigandi 500 tonna. ef ég myndi kaupa 25% eignarhlut af þér þá myndir þú verða skráður sem eigandi 250 tonna frá upphaflegri úthlutun.
Fannar frá Rifi, 6.2.2009 kl. 12:33
Fannar, ég hef reyndar alltaf sagt að ekki sé hægt að taka kvóta af mönnum sem hafa keypt hann, án þess að fella niður skuldir eða greiða bætur. Ég hef reyndar alltaf haldið fram þeirri skoðun að ÖLLUM sem hafa keypt kvóta hafi verið mismunað með ólögmætum hætti gagnvart þeim sem fengu hann úthlutað í upphafi. Og ég geri mér einnig fulla grein fyrir alvarleika málsins - þ.e. hætturnar sem skapast við að fella þetta allt niður.
Það er ekki sanngjarnt af þér að eigna mér einhver viðhorf og skoðanir þó svo ég sé sammála áliti Mannréttindanefndar og telji ríkið skuldbundið af því. Ég hef ekki lausnina, enda setti ég ekki þessi lög á sínum tíma og ekki í mínum verkahring að þrífa upp skítinn eftir löggjafann!
og 'Alþýðuhetjuna' sem þú nefnir, gagnrýndi ég harðlega, Halli og allir sem mig þekkja geta vitnað um það.
Ég bið þig því að eigna mér ekki viðhorf og skoðanir sem ég hef hvergi haldið fram.
Aðalheiður Ámundadóttir, 6.2.2009 kl. 14:31
afsakaðu þetta, ég ætlaði mér ekki að segja að þú hafir stutt "alþýðuhetjuna". það voru margir kvótaandstæðingar og frjálslyndir sem studdu hann. t.d. þingmaður suður kjördæmis sem mærði hann í alla staði.
en ef þessar tölur eru réttar að 90% þeirra sem voru í útgerð og afkomendur þeirra (já Víðir afkomendur eru taldir sem sami aðilinn) á árunum 1983 til 1986, eða hafi keypt til sín það mikið að aðeins óverulegur hluti kvóta þeirra sé "gjöfin" svokallaða. eru þá einhver rök fyrir því að stokka upp kerfið?
þeir sem voru uppi árið 1986 ættu að muna að á þeim tíma var takmörkun á veiðum mjög heit umræða og þá var engin pólitískur vilji til þess að taka gjald eða bjóða upp kvótann. þeir fengu úthlutað sem höfðu stundað veiðar á grunni þess að það væri að takmarka veiðar þeirra.
Fannar frá Rifi, 6.2.2009 kl. 14:41
Fannar getur það sem var meingallað í upphafi allt í einu orðið réttlátt bara af því að það var farið að versla með og veðsetja það? Ég svara svo restinni seinna, tímaskortur í augnablikinu en umræðan er góð takk fyrir það svona nálgumst við hlutina á vitrænan hátt.
Hallgrímur Guðmundsson, 6.2.2009 kl. 15:05
upphafleg úthlutun var meingölluð en, er afnám hennar í dag yrði alveg jafn mikið brot.
vegna aflaskerðingarinnar sem fólst í kvótasettningu varð útgerð þeirra sem lítið höfðu, rekstrarlega ómöguleg. þannig urðu þeir að auka við sig kvóta með því að kaupa af öðrum eða selja sig út.
án þess að hægt væri að færa til aflamark á bátum, þá værum við núna á svipuðum stað og margir evrópskir sjómenn. róa út meiga koma með að landi 300 kg á dag eða eitthvað í þá veru.
veðsettning á kvóta er hvorki betri né verri heldur en veðsettning á öllum öðrum gæðum eða eignum. að geta veðsett kvóta er hinsvegar kostur vegna þess að kvótinn eru verðmæti sem eru mælanleg. það er verðstimpill á þeim. bankinn tekur við veðum í kvóta því hann veit að hann getur selt hann aftur. þannig getur útgerð veðsett kvóta t.d. til að kaupa nýjan bát eða koma á fót verkun í landi.
ef ekki væri fyrir mögulega veðsettningu á kvóta þá þyrfti ríkið að ábyrgjast öll lán sjávarútvegs á íslandi. það yrði reyndar að mínu mati langtum verra kerfi.
síðan er allt annað mál að menn hafi keyrt fram úr sér í veðsettningu á kvóta. það á reyndar líka við um veðsettningar á heimilum og sumarbústöðum svo dæmi séu tekinn. þar liggur meginn orsökinn hjá bönkunum sem lánuðu eins og þeir messt máttu til að stækka efnahagsreikning sinn.
varðandi að leigja kvóta og veiða ekki sjálfur fiskinn eða geyma á milli ára einhver ósköp, þá er á móti þessu. vildi sjá að hámarks leiga til og frá sama aðilanum verði að hámarki 5% af heildar aflamarki. geymsla á milli ára ætti einnig að vera að hámarki 5%.
en sama hvað þú gerir, þá geturu aldrei fyrirbyggt það með öllu að þeir sem hafa einbeittan brotavilja, muni reyna að komast í kringum löginn.
Fannar frá Rifi, 6.2.2009 kl. 15:25
Ein örstutt spurning Fannar, er þetta ákvæði í lögum um stjórn fiskveiða upp á punt? "úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum"
Hallgrímur Guðmundsson, 6.2.2009 kl. 15:37
þessi grein var sett in 1988. þá 5 árum eftir að lög um kvótakerfið voru sett og 2 árum eftir að það hafði verið fest.
ég velti fyrir mér hvort að slík afturvirk lög geti staðist ef reynt sé á þau fyrir dómi. varðandi óafturkallanlegt forræði, þá stjórnar ríki sókninni og getur tekið kvótann til baka ef það fellir niður skuldir og borgar það verð sem kvótinn var keyptur fyrir, á móti.
þannig að það getur verið að um nýtingarrétt að ræða, þar sem ríkið stjórnar sókn til þess að viðhalda stofninum svo að komandi kynslóðir meigi einnig njóta góðs af þeirri verðmæta sköpun sem til verður vegna fiskveiða.
Fannar frá Rifi, 6.2.2009 kl. 15:46
Fannar, af því að þú kemur þarna aðeins inná landbúnaðinn, er það eitthvað sjálfsagt að einhverjir eigi jarðirnar og er fái svo tugi eða hundruði milljóna vegna þess að um jarðir er farið með vegstæði og eða staurastæður, er það eitthvað endilega í lagi að þjóðin borgi fáum fyrir að fá að leggja vegi um Ísland eða staurastæðu til að flytja rafmagn og símtöl, þeir eiga jú mannvirkin og ræktunina en ég er ekki sammála því að þeir eigi jarðirnar.
Enn hvað varðar samanburðinn hjá þér þá er hann ekki réttur hjá þér því að þú talar um að taka af þeim jarðirnar en það talar enginn um að taka af sjómönnum sjóinn/sjóferðir, bændur eru núþegar að kaupa kvóta bæði mjólkurframleiðslu og kjötframleislu kvóta, það á enn eftir að setja kvóta á hve oft per dag þeir meiga fara um afleggjarann heim.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 6.2.2009 kl. 17:29
Fannar, þú ferð með rangt mál. Þetta ákvæði var sett á sama tíma og úthlutun aflahlutdeildar varð varanleg, Þ.e þegar heildarlög um stjórn fiskveiða voru sett árið 1990 (nr. 38/1990) Ákvæðið var ekki í upprunalega frumvarpinu, en var bætt við að tillögu minnihlutans í sjávarútvegsnefnd. Tillaga þeirra hljóðaði svo
Við 1. gr. Við greinina bætist nýr málsliður er orðist svo: Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.
Rökstuðningur minnihlutans er mjög áhugaverður aflestrar: "Lagt er til að bætt verði inn í 1. gr. til áhersluaukningar ákvæði þar sem ótvírætt er tekið fram að úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögunum stofni ekki eignarrétt né skerði forræði löggjafans til að ákveða síðar, án bótaskyldu til einstakra útgerða, breytingu á fyrirkomulagi við stjórn fiskveiða. Það hlýtur ávallt að vera ákvörðunarefni Alþingis á hverjum tíma hvað skipulag teljist best henta til að nýting fiskveiðiauðlindarinnar þjóni sem best hagsmunum heildarinnar."
Ég tek það fram að þessi rök eru að mínu mati hæpin, þar sem löggjafinn sá augljóslega ekki fyrir að aflaheimildir yrðu seldar á milljarða og því væri óhemju harkalegt að taka aflaheimildirnar en skilja risavaxinn mínus eftir... En engu að síður - klúður löggjafans.
Aðalheiður Ámundadóttir, 6.2.2009 kl. 17:48
Aðalheiður. Þarna eru samt lög sem sett eru 7 árum eftir að kvótakerfið var fyrst ákveðið. miðað við árið 1983 sem fyrsta viðmiðunar árið.
Högni. með lagningu vegar eða símastaura/lína er verið að skerða landgæði landeigenda.
en ef þú byrjar að efast um eignarrétt á jörðum þá er líka í lagi að efast um eignarrétt á t.d. íbúðarhúsnæði eða öllum öðrum eignum einstaklinga eða fyrirtækja.
Fannar frá Rifi, 6.2.2009 kl. 18:30
Í lögum frá 1983-1989 var alltaf um tímabundna lagasetningu að ræða og tímabundnar úthlutanir. Enginn gat á þeim tíma gert kröfu um aflahlutdeild út fyrir takmarkaðan tímaramma laganna (sem var yfirleitt 1 ár í senn). Það var ekki fyrr en aflahlutdeild útgerðanna varð varanleg (1990) að svona ákvæði varð nauðsyn, því enginn gat talist 'eiga' varanleg réttindi fyrr en þá. Þar af leiðandi er ekki um neina afturvirkni að ræða í þessu sambandi.
Aðalheiður Ámundadóttir, 6.2.2009 kl. 18:38
en hvað myndi gerast ef kvótinn yrði gerður upptækur að hluta eða öllu leiti, Aðalheiður, lagalega, efnahagslega og ef tillit er tekið til utanríkismála?
hvernig myndi mannréttindardómstóll evrópu t.d. dæma um slíka eignarupptöku án bóta?
Fannar frá Rifi, 6.2.2009 kl. 19:12
Ég held að aflaheimildir verði ekki innkallaðar án þess að skuldirnar verði felldar niður. Hæstiréttur myndi líklega dæma ríkið bótaskylt að öðrum kosti. Líklegt er að Mannréttindadómstóll Evrópu myndi gera það sama. Ég held að fokkið í þessu öllu sé það að löggjafinn hafi ekki séð fyrir það brjálæði sem verðið á kvótanum varð. Stjórnvöld hefðu átt að grípa inní strax og þeim varð ljóst í hvað stefndi, já eins og þú segir þetta er sama sagan og með bankahrunið... Svo má alveg halda því til haga líka að upphafið að endinum á góðærinu, liggur í kvótakerfinu og þeirri auðsöfnun sem átti sér stað vegna kerfisins...
Lagalega held ég að hægt væri að innkalla kvótann ef skuldirnar yrðu felldar niður - það kæmi á svipaðan hátt út og bætur væru greiddar. Lög um stjórn fiskveiða heimila innköllun í það minnsta.
Efnahagslega kann ég ekki að segja, og ég geri mér fyllilega grein fyrir því að efnahagsástandið er ekki gott fyrir. Hins vegar þarf að taka það með í reikninginn að sjávarútvegurinn myndi bera sig mun betur án skuldaklafans, jafnvel þó tekið væri upp eitthvert gjald eða leiga. Það væri þá hægt að hafa eitthvert viðráðanlegt kontról á því. Annars á ég erfitt með að svara svona hagfræðilegum spurningum, og hef því lítið tjáð mig um slíkt.
Svo er það Hafréttarsáttmálinn. Við þurfum að virða skuldbindingar okkar þar, varðandi verndun nytjastofnanna (þó við gætum náttúrulega hundsað hann, rétt eins og mannréttindasamninga sem við höfum líka fullgilt.) Þannig að við þyrftum að hafa eitthvert sístem á veiðunum.
Ég tek það fram að ég hef aldrei talað fyrir óheftum veiðum - En þegar takmarka á aðgang landsmanna að auðlindum, verður að gera það eftir sanngjörnum, eðlilegum og hlutlægum leiðum, þar sem allir geta átt möguleika á að ná skilyrðum fyrir úthlutun.
En eins og ég segi, ég vil ekki þykjast vera einhver besservisser um allt og alla. Ekki á ég svörin við því hvernig við getum skorið okkur úr þessari snöru. Ég hef fyrst og fremst áhuga á mannréttindum og mér finnst miður þegar fólk talar þau niður, þess vegna svara ég fyrir mannréttindin þegar að þeim er vegið. Einmitt þess vegna segi ég að þeir sem hafa keypt kvóta dýrum dómum, eiga rétt á því að þeim sé endurgreitt eða skuldir þeirra felldar niður ef innkalla á kvótann. Ef ég héldi öðru fram væri ég hræsnari...
Aðalheiður Ámundadóttir, 6.2.2009 kl. 19:50
Sorry, þetta komment var MIKLU lengra en ég hugði...
Aðalheiður Ámundadóttir, 6.2.2009 kl. 19:51
Hve fávísir geta pistil-skrifarar hér á bloggi orðið?
Hjálpi okkur sá sem vanur er.
Og ekki orð um það meir!
Hlédís, 6.2.2009 kl. 21:27
mjög áhugavert.
það bætist þó eitt inn ef það yrði farið í niðurfellingu skulda. þá væri í raun verið að umbuna þeim á kostnað ríkisins. því jú, með niðurfellingu skulda á sjávarútveg myndi sú skuld falla á ríkið beint og óbeint. alla vega kostnaðurinn vegna þeirra.
það væri að mínu mati betra að leyfa þeim sem hæst hafa flogið, að fara sjálfir á hausinn. því þegar þeir fara á hausinn þá gera lánveitendur þeirra, íslensku bankarnir, veðköll og taka til sín allar eignir og þar með þann kvóta sem viðkomandi fyrirtæki höfðu. þessi tonn væri síðan hægt að bjóða upp á hvern þann hátt sem stjórnvöld og stjórnendur bankana myndu vilja hafa háttin á.
ég verð að vera ósammála þér að það sé búið að takmarka aðgang að auðlindinni. hver sem er getur farið til veiðar. hann má veiða ofan í sig til matar. nýting á auðlindinni til fjárs er hinsvegar takmörkuð. þeir sem vilja koma nýir inn verða að kaupa hlutdeild af öðrum eða hreinlega kaupa aðra út úr greininni. allir hafa jafna möguleika á þessu. að því gefnu að lánastofnanir í landinu séu virkar og þeim sé ekki stjórnað á þann hátt að aðeins flokksgæðingar fái lán. þarna gildir að allir þurfa að kaupa sig inn í greinina í dag og næstum allir sem eru í henni núna hafa keypt sig inn í hana.
Fannar frá Rifi, 6.2.2009 kl. 21:34
misfórst aðeins þarna hjá mér. átti að vera:
því má við bæta að af þeim sögum sem ég heyri, þá séu meirihluti allra skulda sjávarútvegsins hjá örfáum aðilum sem hafa fjárfest meira í öðrum hlutum en sjávarútvegi.
Fannar frá Rifi, 6.2.2009 kl. 21:36
Fordóma-hlaðið grey setur alvöru-umræðu af stað! Ekki einsdæmi.
Pistilhöfundur hér eyddi orku fólks er svaraði honum í einlægni. Sumar fullyrðingar eru ekki svaraverðar.
Hlédís, 6.2.2009 kl. 21:54
Hlédís hvað ertu að fara, þessi komment þín þarf að Íslenska???
Hallgrímur Guðmundsson, 6.2.2009 kl. 22:17
Fannar, ég held að engum heilvita manni hafi dottið í hug að innkalla veiðiheimildir án þess að taka skuldirnar líka. Þetta er ekkert flókið. Síðan yrði greitt sanngjarnt auðlindagjald af lönduðum afla. Meira að segja sverustu útgerðarmenn, margir hafa viðurkennt að við kvótaúthlutun í upphafi var gengið gróflega á rétt sjómanna en útgerðinni hyglað um of. Sem betur fer er enn hægt að leiðrétta þetta en að sjálfssögðu verða ekki allir sáttir. Margir geta þó huggað sig við að hafa verið óáreittir í 25 ár en sjaldan launar kálfur ofeldið.
Víðir Benediktsson, 7.2.2009 kl. 00:06
Fannar frá Rifi skrifar: "hvernig fóru atkvæðin í nefninni? þau ríki þar sem mannréttindi og eignarréttur er síst virtur greiddu atkvæði með og öll vestræn ríki greiddu atkvæði á móti"
Er hægt að finna á netinu umsögn nefndarinnar og hvernig atkvæði féllu í umræddu máli ?
Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.2.2009 kl. 00:54
Flott færsla, þú ert greinilega afar víðsýnn maður, laus við fordóma og hroka.
Mér hlýnar um hjartaræturnar að vita að það er ennþá til fólk sem talar um kjéllingar eins og óæðri samfélagshóp (og, já hommana líka og tilgerðalegu lesbíurnar).
Haltu áfram vinur, þú ert á réttri braut. Svona málefnalegur málfluttningur mun velta kvótakerfinu úr sessi innan síðar.
Dísa (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 12:10
Sumir eru jafnari en aðrir.
Halla Rut , 7.2.2009 kl. 13:14
Hvernig ég nota tungumálið er mitt mál Dísa, hvort ég sé stútfullur af fordómum og hroka er þín skoðun. Samlíkingin sem ég nota á fullan rétt á sér og af hverju held ég því fram?
Tökum dæmi:
Ef einhver segir eitthvað eða gerir á hlut þeirra sem ég nota í samlíkingunni þá verður allt snarbrjálað með de sammme sjáðu til. Þeir sem eitthvað sögðu eða gerðu á hlut þeirra sem ég nota sem samlíkingu eru úthrópaðir og uppnefndir hinum skrautlegustu nöfnum.
Ef einhver í þessu tilfelli stjórnvöld gera eitthvað á hlut sjómanna þá virkar það á samfélagið eins og hið sjálfsagðasta mál, það er langur vegur frá því að ég hafi eitthvað á móti þeim sem ég notaði í samlíkingunni, það eiga allir rétt á sér hvernig sem þeir eru og hvaða litarhaft er á húðinni.
Lestu þig til á þessari síðu þá sérðu fljótlega hvernig ég nota tungumálið, ég er einfaldlega þannig að sérstök snyrting á málfarinu er nákvæmlega ekki ég, þeir sem þola ekki að lesa það sem ég skrifa og hvernig ég nefni hlutina er bent á aðrar síður, ekkert ósvipað og ef þú þolir ekki eitthvað í sjónvarpi eða útvarpi þá má slökkva eða einfaldlega skipta um rás.
Eitt máttu eiga, þetta er með kurteisilegri athugasemdum sem ég hef séð í bloggheimum þegar einhver er kenndur við hroka og fordóma
Hallgrímur Guðmundsson, 7.2.2009 kl. 13:29
Akkúrat Halla...
Hallgrímur Guðmundsson, 7.2.2009 kl. 13:31
Til hamingju með ykkar menn púllarar
Högni Jóhann Sigurjónsson, 7.2.2009 kl. 19:37
DoctorE (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 00:22
Ég á mér draum DoctorE, lítinn draum sem verður vonandi að veruleika fljótlega. Mannréttindi fyrir alla á íslandi, ekki bara nokkra útvalda.
Sjómenn eru líka fólk alveg eins og þið hin sem valið hafa annan starfsvettvang í lífinu.
Sjómenn eiga fjölskyldu alveg eins og þið hin.
Sjómenn hafa tilfinningar alveg eins og þið hin.
Sjómenn hafa skyldur og skuldbindingar alveg eins og þið hin.
Sjómenn hafa vonir og væntingar alveg eins og þið hin.
Sjómenn eru ekkert öðruvísi fólk en þið hin, (svolítið grófari á tungunni)
Af hverju þarf að brjóta á rétti sjómanna og flestum finnst það í lagi?
Hallgrímur Guðmundsson, 8.2.2009 kl. 07:54
Ekki gleyma glæpahyskinu. Glæpamennirnir njóta meiri mannréttinda en fórnarlömbin þeirra. Þú getur bætt þeim á listann þinn.
Gröfukarlin (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 10:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.