Ég er hættur að blogga

í bili. Ég hef einfaldlega aðeins of mikið að gera um þessar mundir, tíminn mun leiða í ljós hvenær haldið verður áfram með hugljúft hjal um menn og málefni á fagurlegri og vel snyrtri Íslensku.

Takk fyrir mig.

Góðar stundir.


mbl.is Ríkisstjórnin kynnt í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég tilkynnti strax um áviðeigandi tengingu við frétt, en bað um að þér væri hlýft þetta væri bara einn anginn af kvíða fyrir helginni.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 30.1.2009 kl. 13:39

2 Smámynd: Sverrir Einarsson

Ef hann kemur ekki með krítik á leikinn á morgun, þá tek ég hann trúanlegan með að vera "hættur", en það er svona þegar menn eru að undirbúa (ekki veit ég hvað).

Sverrir Einarsson, 30.1.2009 kl. 18:08

3 Smámynd: Víðir Benediktsson

"You'll Never Walk Alone" Ertu gugnaður á þessu karlinn?

Víðir Benediktsson, 30.1.2009 kl. 21:15

4 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Í den þegar ég var "trukkari" þá voru menn vændir um að vera með hálkudrullu ef þeir létu lítið á sér bera þegar spáin var þess eðlis að hálka brysti nú eða ef hálka var brostin á, ég veit ekki hvað svipað er kallað til sjós, en hann einfaldlega er í kvíðakasti og ekkert annað að gera en að hugsa hlýtt til hans og senda honum og öðrum púllurum hlýja strauma.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 30.1.2009 kl. 21:32

5 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Nei strákar ég er ekkert að guggna á einu eða neinu, vinna, pólitík og undirbúningur að því sem ég poppaði upp í kollinn á mér korteri fyrir jól er á fullu og bráðum munum við sjá afraksturinn af þeirri vinnu.

Ég mun að sjálfsögðu segja frá því þegar það er tilbúið.

Verið góð hvert við annað, heyrumst....

Hallgrímur Guðmundsson, 30.1.2009 kl. 22:38

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gangi þér vel og hafðu það gott. Kannski tekst þér að standa við þetta. Fæstum tekst svo vel til.

Ásdís Sigurðardóttir, 31.1.2009 kl. 01:21

7 Smámynd: Víðir Benediktsson

Kannski ég hætti líka.

Víðir Benediktsson, 31.1.2009 kl. 10:09

8 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Já og ég.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 31.1.2009 kl. 10:48

9 Smámynd: Ólafur Tryggvason

HHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAH - alveg makalaust hvað púllarar verða alltaf uppteknir þegar líður á tímabilið.

Já, ertu enn með projectið á fullum undirbúningi, gangi þér vel og vertu í sambandi ef það er eitthvað sem þig langar að hlera.

En ég skal éta hatt minn og staf ef það verður ekki eins og ein færsla frá gamla ef greyin aulast nú til að vinna Chel$ký á morgun/eftir.

Ólafur Tryggvason, 1.2.2009 kl. 04:41

10 Smámynd: Víðir Benediktsson

Á ég nú allt í einu að trúa því að þú standir við þetta loforð þitt.

Víðir Benediktsson, 1.2.2009 kl. 06:03

11 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Já Óli þetta er á lokastigi og sem betur fer þá er þetta að klárast. Upphafleg staðsetning gekk ekki eftir en ég verð á öðrum mjög góðum stað.

Víðir þegar fer að róast hjá mér er aldrei að vita hvað gerist.

Hallgrímur Guðmundsson, 1.2.2009 kl. 08:06

12 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það er sjáanlega "hálkudrulla" í kallinum. Ástæðuna sjáum við á stöðunni í deildinni....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 1.2.2009 kl. 11:28

13 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Til hamingju með ykkar menn, púllarar.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 1.2.2009 kl. 17:57

14 Smámynd: Víðir Benediktsson

Til hamingju með daginn.

Víðir Benediktsson, 1.2.2009 kl. 18:25

15 Smámynd: Sverrir Einarsson

Loksins góður dagur............en 1 stig er of mikið handa utd hehe.

Sko ég er að meina góður dagur í Enska boltanum...........tjái mig ekkert um þessa tík sem kennd er við eitthvert póli.

Sverrir Einarsson, 1.2.2009 kl. 20:37

16 identicon

Halli minn kæri.

Nú er eitthvað mikið að gerast hjá þér ef þú hefur ekki tíma fyrir létt koddahjal á veraldarvefnum. Er það núna sem maður á að fara að kaupa sér kjallaríbúðina til að forðast því að fá eitthvað frá þér í hausinn???

Heyrðu, okkar menn náðu að kenna Chelsea fótbolta þannig að þetta er allt á réttri leið.

Heyrumst,

Kalli.

Karl Jóhann Guðmundsson (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 23:01

17 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Sæll Halli, hef nú verið ansi latur upp á síðkastið en það er ekki út af gengi Arsenal, bara andleysi og doði sem hrjáir sjálfsagt flesta. En gangi þér bara allt í haginn. Og við spyrjum að leikslokum í vor og verðum í bandi þá allavega, ef ekki fyrr.

Grétar Rögnvarsson, 4.2.2009 kl. 16:44

18 Smámynd: Atli Hermannsson.

Ef þið spáið í það þá er þetta hrikalegur tímaþjófur. Því hef ég stangar reglur. Ég er t.d. aldrei hér inni á vinnutíma. Þá stofna ég helst ekki nýja færslu ef annar er búinni að segja  það sem ég ætlaði - nema í brýnni þörf.  Þess vegna er bloggið mitt afar fátæklegt - eins og einhverjir hafa kannski tekið eftir.

Ég sá það fljótt að það skipti mig engu hvort ég fengi eina eða fimm heimsóknir á dag. Þess vegna hef ég haft þann háttinn að gjamma vítt og breitt eins og t.d. hér.  Enda krefst það minni yfirlegu og fær þar að auki mun meiri lestur -  ef það er það sem maður sækist eftir. Þá skil ég þig Halli ef þú hefur fegið yfir þig nóg - eins og þú hefur látið. Ég fékk yfir mig nóg fyrir löngu eftir að hafa byrjað 2002 á Innherja á Vísi. En ég viðurkenni að þetta er að ákveðnu leyti fíkn. Þá er t.d. fjandanum erfiðara að halda henni í skefjum eftir að maður kominn uppá bragðið. Svona svipað og ætla að hætta að reykja og fá fá sér bara tvær þrjár þegar maður fær sér í glas -  og ekkert meira.    

Atli Hermannsson., 4.2.2009 kl. 20:22

19 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Heill og sæll Grétar, það er ekki doði sem hrjáir mig, ég er að hrinda ákveðnum hlut í gang og það hefur forgang þessa dagana. Ég hef ekki nokkrar áhyggjur af þessum slag í deildinni, titillinn fer á Anfield það er klárt í mínum huga...

Sæll Atli það er mikið rétt það fer talsverður tími í þetta og sá tími er ekki til umráða í augnablikinu, sjáðu til félagi ég hef verið frekar kurteis og orðvar hingað til, það er aldrei að vita nema maður sleppi inn einni og einni færslu hér fljótlega á kjarnyrtir og lítið slípaðri Íslensku, af nógu er að taka það er ljóst...

Takk fyrir hamingjuóskirnar strákar, þeim fer vonandi fjölgandi upp úr þessu...

Góðar stundir.

Hallgrímur Guðmundsson, 4.2.2009 kl. 21:29

20 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

samúðarkveðjur, en leikurinn var bara leiðinlegur og eins og mátti búast við af Everton bara slagsmál.

Derby er áfram.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 5.2.2009 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband