fim. 29.1.2009
Þjófar á alþingi
Ekki er það björguleg maður, þingmaður er úthrópaður þjófur sem og þjóðin öll á einhverri skítaráðstefnu Evrópuráðsins í Strassbourg.
Þessu fékk vesalings karlinn hann Ellert B. Schram þingmaður Síhaldfylkingarflokksins að kenna á fyrir örfáum dögum sjá hér.
Auðvitað er Ellert í sjokki yfir þessu enda tók hann þátt í því steinsofandi eins og restin af Síhaldsfylkingarflokknum að mæra frábært gengi útrásarinnar og klappa fyrir íhaldspésunum fyrir frábæra uppfinningu og uppvakningu þeirra á steindauðu fjármagni (kvótaveðunum). Fjármagni sem skyndilega breyttist í óvinveitt skrímsli og hitti skapara sína svo um munaði þráðbeint í afturendann.
Það verður ekki auðvelt verk fyrir íhaldspésana að losa þetta fjármagn út úr afturendanum á sér enda er það svo duglega á bólakafi að uppháir vettlingar duga tæplega í þá köfun. Spurning hvort öflugustu haugsugur ráða við þetta risavaxna vandamál, ég er ekki viss en hvað með þig lesandi góður?
Eitt er víst að svoleiðis meðferð eru þeir flestir eins og gefur að skilja á móti, þó ekki allir...
Góðar stundir.
18.000 á atvinnuleysisskránni? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:40 | Facebook
Athugasemdir
Er það finnandinn að þessu steindauða fjármagni, syndandi í sjónum sem er ekki mótfallinn svona meðiferð?
Tja mar spyr sig.
Annars vísa ég bara í bloggið mitt um hverjir eigi að fara úr Seðlabankanum.
Góðar stundir.
Sverrir Einarsson, 30.1.2009 kl. 00:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.