Alltaf hækkar reikningurinn

sem við megum borga fyrir sofandahátt margra sem áttu að standa vaktina og sinna vinnunni sinni. Þessi hér fær þokkalega borgað fyrir að hafa verið með buxurnar stútfullar af meðvitundarleysi og steinsofið í vinnunni. Þvílík silkimeðferð sem þessir gaura fá, manninn á að reka fyrir afglöp af sverustu sort í starfi og endurgreiða í það minnsta eitt ár af launagreiðslum sínum, það hefði verið skítsæmileg refsing og öðrum sem á eftir koma þokkaleg áminning.

Að sjálfsögðu pössuð sumir upp á að gera helst engar breytinga á eftirlaunaólaga ósómanum. Eftir áratuga setu á fáránlega háum launum fyrir ekki neitt eins og komið hefur í ljós, er svo sest í helgan stein á enn fáránlegri launum bara fyrir það að sofa á verðinum og rústa samfélaginu með sofandahætti.

Auðvitað vona ég að maðurinn nái fullri heilsu aftur ég er ekki algjör óþveri að hugsa eða vona eitthvað annað, höfum það samt í huga að nánast allan hans tíma í stjórnmálum var hann við hesta heilsu. Þetta verður ekki afsakað á neinn hátt því miður þó heppilegt hefði verið að geta borðið einhverju öðru við en sofandahætti og meðvirkni með vitleysunni.

Góðar stundir.


mbl.is Útilokum ekki breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Bjarnason

Svona svona Hallgrímur, róaðu þig nú aðeins niður.

Fólk má ekki missa sjónar á því að megin sökin á ástandinu er hjá óheiðarlegum fjárglæframönnum. Vissulega frást eftirlitið en ef þjófur rænir húsið þitt þá er þjófurinn sökudólgurinn ekki Securitas sem átti að fylgjast með húsinu þínu.

Taktu eftir því að nú er Bretland sennilega að lenda í alveg sömu súpunni og við. Varla eru búnir að vera óhæfir menn þar í öllum embættum. Ekki væru þeir í skárri stöðu þótt þeir væru með Evru.

Aðalsteinn Bjarnason, 25.1.2009 kl. 22:30

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

Þessi gaur vann ekki fyrir launum sínum og því er ósanngjarnt að greiða honum. Maður á að fá það sem maður borgar fyrir ef misbrestur er á því á maður rétt á endurgreiðslu.

Víðir Benediktsson, 25.1.2009 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband