Þetta toppaði delluna hjá Samfylkingunni

Samræðupólitík Samfylkingarinnar snýst þá sem sagt bara um einn hlut.

Það er að vera á móti sjálfum sér og lýsa yfir vantrausti á sig sjálfa.

Ég sem hélt að það væri ekki einn einast möguleiki á því að nokkur gæti toppað Vinstri Græna í því að vera á móti allt og öllum algjörlega óháð því hvernig það snýr.

Samfylkingunni tókst það og fóru reyndar einstaklega létt með að vera á móti sjálfum sér og krefjast þess að þeir sjálfir segðu af sér.

Þessi flokkur kemur stöðugt á óvart og í rauninni sannaði það svo ekki verður um villst að þeir eru langbestir í því að kjafta og kjafta frá sér allt vit án þess að veita því sérstaklega athygli á meðan verkin bíða.

Þetta er sem sagt flokkur atvinnublaðrara án framkvæmda.

Góðar stundir.


mbl.is Samþykktu ályktun um stjórnarslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er skrýtin röksemdafærsla þar sem Samfylkingin hefur ekki ályktað neitt. Þetta er eitt félag af mörgum sem skorar á þingflokk Samfylkingarinnar að hlusta á réttmætar kröfur þjóðarinnar og slíta stjórnarsamstarfinu. Þessi ríkisstjórn er sjálfdauð. Það er að mínu mati mjög eðlilegt og lýðræðislegt að félagsmenn í stjórnmálaflokki veiti forystunni aðhald með álíka ályktunum.

Að lokum eru það þrjár spurningar ágæti bloggari;

Var ekki rétt hjá Vinstri Grænum að setja spurningarmerki við "íslenska efnahags-undrið" og vera á móti öfgakenndri einkavæðingunni í ljósi atburða undanfarinna mánaða? Er ekki eðlilegt að flokkur í stjórnarandstöðu veiti ríkisstjórn aðhald í stað þess að samþykkja hverja vitleysuna á fætur annarri? Var lagaumhverfið í kringum einkavæðingu bankanna fullnægjandi?

Hlynur Páll Pálsson (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 00:04

2 Smámynd: Aðalsteinn Bjarnason

Mikið hjartanlega er ég sammála þér

Aðalsteinn Bjarnason, 22.1.2009 kl. 00:06

3 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Hlynur hvar hefur þú verið? Er varaformaður samfylkingarinnar ekki í samfylkingunni, er samfylkingarfélag Reykjavíkur ekki heldur í samfylkingunni? Hverslags bull er þetta í þér maður að samfylkingin hafi ekki ályktað neitt, eru flokkarnir bara hjörðin sem situr á þingi?

Þetta er með því skrýtnara sem sést hefur í athugasemdum hér og hefur þó margt skrítið komið hér inn.

Ég svara tveimur af spurningum þínum í einu svari enda bara eitt svar við þeim.

Það er einfaldlega skylda stjórnarandstöðuflokka að standa vaktina sama hvort þeir heita Vinstri Grænir eða eitthvað annað.

Nei lagaumhverfið getur ekki verið í lagi ef þetta var svo á endanum allt saman löglegt. Á því bera sjálfstæðis og framsóknarflokkur mesta ábyrgð og það vita allir.

Grínlaust og í fúlustu alvöru þá bíð ég sallarólegur eftir því að Vinstri Grænir verði sammála einhverju, það fer frekar lítið fyrir því hjá þessum flokki og það vita allir. Þú hefur kannski einhverja aðra skoðun á því enda væri samfélagið fáránlega einsleitt ef allir væru á sömu skoðun um alla hluti sjáðu til. 

Heill og sæll Aðalsteinn og velkominn í bloggvinahópinn minn.

Hallgrímur Guðmundsson, 22.1.2009 kl. 00:32

4 Smámynd: Aðalsteinn Bjarnason

Hlynur, það er nú flest sem bendir til þess að það hafi veið framin stórfelld lögbrot í kringum rekstur bankanna. Er það lögunum að kenna að lögin voru brotin? Lagaumhverfið í kringum bankareksturinn á Íslandi var í öllum atriðu eins og Evrópusambandinu. Auðvitað hefðu íslensk stjórnvöld getað sett strangari lög til að hemja Baug og fleiri stóra eigendur bankanna í sínum lögbrotum. En heldur þú að það hefði orðið vinsælt á þeim tíma þegar allt virtist leika í lindi? Nei, aldeilis ekki. Ég held meira að segja að forsetinn hefði beitt neitunarvaldinu gegn slíkum lögum. Við vorum öll blind fyrir því sem var í gangi, þú eflaust líka, það var stanslaus veisla og allir tóku þátt.

Aðalsteinn Bjarnason, 22.1.2009 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband