Ég fer aldrei aftur í framboð með þessu helvítis fífli

Svo mörg voru þau orð frá einum af okkar háttvirtu þingmönnum þegar hann var spurður um kosningar og hvort hann hygðist bjóða sig fram til þings á nýjan leik.

Hver sagið þetta?

Gæti verið að Karl V. Matthíasson hafi sagt þetta enda hágrátandi yfir óréttlætinu sjá hér og átt við Össur Skarphéðinsson?W00t

Nei ekki þykir mér það líklegt, hvað finnst þér?Undecided

Gæti verið að Geir Haarde hafi sagt þetta og átt við Einar K. Guðfinnsson?Woundering

Nei það er enn ólíklegra enda af sama sauðahúsinu komnir og verja sömu þvæluna...Devil

Gæti verið að Steingrímur J. hafi sagt þetta og átt við Ögmund Jónasson?

Nei það er vonlaust enda átti Ögmundur ræðu ársins í þinginu í gær...Shocking

Gæti verið að Grétar Mar hafi sagt þetta og átt við Kristinn H. Gunnarsson.

Tja nú er úr vöndu að ráða, hvað heldur þú lesandi góður.

Góðar stundir.


mbl.is „Þið eruð öll rekin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Hafi þessi orð átt sér stað innan Samfylkingarinnar gæti hver sem er hafa sagt þetta um hvern sem er og haft rétt fyrir sér. Gildir það sama um Sjálfstæðisflokkinnn, næstum því.

Víðir Benediktsson, 21.1.2009 kl. 23:14

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Tja það er úr vöndu að ráða maður, fyrir nokkrum mánuðum hefði svarið legið fyrir á augljósan hátt, en í dag þá er það hreint ekki svo auðvelt að sjá í gegnum þetta.

Hallgrímur Guðmundsson, 21.1.2009 kl. 23:30

3 Smámynd: Sverrir Einarsson

Ég veðja á stóra jókerinn úr Sandgerði. Svo gæti þetta verð af stjórnarfundi LÍÚ.

Sverrir Einarsson, 22.1.2009 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband