Það verður að slíta stjórninni og kjósa

 „Ég harma það, og er eiginlega miður mín yfir því, að kerfið skuli ekki opnað og heimildirnar settar á markað. Í því ástandi sem nú ríkir hefði það verið sérstaklega mikilvægt,“ segir Karl V. Matthíasson, varaformaður sjávarútvegsnefndar Alþingis og þingmaður Samfylkingarinnar.

„Ég tel einsýnt að þeir sem taka á sig skerðingu núna njóti ávaxtanna síðar meir,“ segir Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Þetta var tilvitnun í frétt á visir.is

Á sama hátt tel ég það einsýnt að aukningin komi til þeirra sem rændir hafa verið viðurværi sínu og skilin eftir pikkföst í verðlausum eignum og geta fátt sér til bjargar gert annað en vera upp á ríki og bæi komið.

Sorglegast af öllu í þessum hremmingum sem yfir þjóðina ganga virðist vera að menn læri ekkert af þessu og hvað varð þess valdandi að íslenskt efnahagskerfi hrundi til grunna og rúmlega það. Hafi mönnum dottið það til hugar að uppbygging Íslands geti átt sér stað á eðlilegan og farsælan hátt með ónýta landsbyggðina mega þeir hinir sömu endurskoða hug sinn og það duglega.

Hvernig Samfylkingin getur setið áfram í stjórn með flokki sem viðheldur mismunun, brotum á atvinnufrelsi og mannréttindabrotum er mér algjörlega hulið. Burtu með þessa stjórn og kjósa aftur, það er ekkert eðlilegra en að pólitíkusar endurnýi umboð sitt frá þjóðinni enda forsendurnar gjörbreyttar frá síðustu kosningum og eiga eftir að breytast enn frekar til hins verra með núverandi stjórn því miður.

Góðar stundir.


mbl.is Stjórn LÍÚ fagnar kvótaaukningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Núna á að koma þessu hyski öllu frá og kjósa.

Það sem við eigum að gera er að stofna kosninga(eitthvað) og bjóða fram í öllum kjördæmum og það eina sem þetta (eitthvað) hefur á stefnuskrá er að vaða í stjórnarskrána og banna flokkaframboð og að að kosið verði um fólk og einmenningskjördæmi og allt það og svo kosningar innan 5 vikna.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 17.1.2009 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband