Það er verið að lagfæra veðin hjá yfirskuldsettum

sjávarútvegi og þessi viðbót dugar hvergi til. Að reikna þetta sem tekjur fyrir þjóðarbúið er dæmalaust rugl. Sölutregða, lækkun á heimsmarkaði og tapaðir markaðir sjá til þess að aukning á gjaldeyristekjum verður hverfandi ef þá nokkur.

Að sjálfsögðu sprettur framkvæmdarstjóri grátkórsins fram og er bara býsna brattur, aldrei þessu vant þá er kórstjórinn nokkuð var um sig enda nú þegar staðan þannig að sumir geta tæplega sent skipin sín á sjó þar sem allar geymslur eru fullar og ekkert gengur að selja.

Stjórnvöld eru söm við sig og eru staðráðin í því að hunsa álit mannréttindanefndar Sameinuðu Þjóðanna og halda áfram miskunnarlausum mannréttindabrotum á sjómönnum, úthluta skal þessari viðbót til þeirra sem gengið hafa um sameign þjóðarinnar á þann hátt að sennilega lendir almenningur í því að taka á sig stóran part af skuldasúpu sjávarútvegsins.

Skuldasúpu sem þessi atvinnuvegur getur líklega aldrei borgað sjálfur, það er ekki fólkinu í landinu að kenna hvernig búið er að fara með fjöregg þjóðarinnar, á því ber kórstjórinn og hans náhirð ábyrgð.

Góðar stundir.


mbl.is Þorskkvóti aukinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Hallgrímur. þú vitnar nú svo oft í þessa mannréttindarnefnd. hvað segir mannréttindarnefndin.

Segir hún að kvótakerfið sé rangt? nei.

Segir hún að það eigi að endurúthluta öllum kvótanum? nei.

Segir hún að upphafleg útdeiling hafi ekki verið sanngjörn og lætur þar við sitja og kemur ekki með nein ráð eða hugmyndir því að hún veit að það eru engin ráð eða hugmyndir hjá henni? Já er svarið við þessu. 

þessi mannréttindarnefnd er ekki á vegum sameinuðuþjóðanna. hún kennir sig við hana, en er ekki hluti af henni. auk þess hefur þessi nefnd lítin áhuga á mannréttindum nema til þess að skjóta vestræn ríki á meðan löndin í nefndinni stunda þjóðarmorð heima fyrir. tekuru virkilega mark á ríkjum sem stunda þjóðhreinsanir? 

Fannar frá Rifi, 16.1.2009 kl. 13:19

2 Smámynd: Þórbergur Torfason

Skil ekki alveg hvað þú ert að fara Halli. Ertu að meina að gjaldeyristekjur mundu frekar aukast ef þessari viðbót yrði úthlutað til kvótalausra og þá kannske helst til þeirra sem eru búnir að selja sig út úr greininni en eru farnir á hausinn fyrir eiginn fíflaskap.

Þórbergur Torfason, 16.1.2009 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband