mið. 14.1.2009
Bóla sem getur ekkert annað en sprungið
Aldrei og þá meina ég aldrei hefur verið innistæða eða svigrúm fyrir þessari verðlagningu á aflaheimildum. Hvernig mönnum gat dottið það til hugar að verðleggja aflaheimildir upp á 4000 kr. er eitt, en að einhverjum hafi dottið það til hugar að kaupa á þessu verði er óskiljanlegt.
Margt hefur verið skrifað og rætt um þetta og alltaf hefur maður fengið það í hausinn að vera gjörsneyddur öllum hæfileikum til að skilja málið og þessi verðlagning standist alla skoðun og hlíti lögmálum hins frjálsa markaðar.
Verðlagning aflaheimilda hefur aldrei hlotið lögmálum hins frjálsa markaðar, sá sem selt hefur stjórnar þessu með handafli og sama á við um leigumarkaðinn.
Auðvitað getur þessi bóla ekkert annað gert en springa og það með látum. Hér þarf að bregðast við ef ekki á að fara verulega illa.
Góðar stundir.
Verðfall veiðiheimilda fyrirsjáanlegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Maður hvorki skilur upp né niður í þessu sukki öllu - ekki kann ég ráðið til að réttlæta þetta
Jón Snæbjörnsson, 14.1.2009 kl. 08:38
Væri verðfall ekki bara hið besta mál?
Ársæll Níelsson, 14.1.2009 kl. 08:54
Ég byrjarði á að spyrja mig afhverju á ég að þurfa að borga fyrir aðgang að einhverju sem ég á: Jú ég verð að viðurkenna það að ég er sammála því að greiða eitthvað fyrir aðganginn í RÍKISSJÓÐ en ekki til einhverra "sægreifa" sem jafnvel hafa ekki farið á sjó svo árum skipti, bara leigt eða selt frá sér aflaheimildir og lifað á því kóngalífi ? Ég er nú svo vitlaus í þessu að ég veit ekki einu sinni hvað fæst fyrir fiskinn í dag þegar búið er að veiða hann en að kaupa kvikindið óveiddan á okurverði nær ekki nokkuri átt og jú Verðfall hlýtur að vera eitthvað sem hægt væri að sætta sig við en ég vil að verðið verði GREITT Í RÍKISSJÓÐ. kv. Tótinn
Þórarinn M Friðgeirsson, 14.1.2009 kl. 10:28
Það er orðið vonlaust fyrir hvern heilvita mann, að botna í öllu þessu rugli sem hér er í gangi, í þessu gegnumsýrða spillingarkerfi!
Himmalingur, 14.1.2009 kl. 13:04
Verðið var sprengt upp af bönkunum sem svo hrundu. Það var aldrei grundvöllur eða innstæða fyrir þessu. Enda man ég ekki betur en nú eftir bankahrunið hafi einn af forsvarsmönnum Þorbjarnarins í Grindavík sagt það í Kompásþætti að þeirra skuldir væru allar tilkomnar vegna þess að þeir hafi verið duglegir að kaupa aðrar út úr greinini eins og hann orðaði það. Líklega eru allar þær gríðalegu skuldir sem sjávarútvegurinn býr við núna tilkomnar vegana þessa.
Sigurbrandur Jakobsson, 14.1.2009 kl. 14:24
Ég veit ekki betur en að það standi skírum stöfum í lögum og í stjórnarskránni, að fiskurinn og veiðiréttur í hafinu sé sameign þjóðarinnar, - það er alls almennings.
Þar með er það algjör lögleysa að Alþingi setji lög sem eru beinlínis brot á stjórnarskránni, - lög sem skammta sjómönnum, hversu mikið þeir megi veiða.
Með öðrum orðum; Alþingi gaf sjómönnum skömmtunarmiða, svokallaðar "aflaheimildir". Alþingi tók þar með réttinn til fiskiveiða af allri þjóðinni, og gaf fáeinum útvöldum.
Það gekk þó út yfir allan þjófabálk, þegar það var látið viðgangast að menn gætu selt skömmtunarmiðana og það greip bankana eitthvert botnlaust æði að lána mönnum ofurfjárhæðir til þess að kaupa hinn "þjófstolna"
fiskveiðirétt.
Margir fengu hundruð milljóna fyrir ekki neitt, - fyrir veiðirétt sem þeir áttu ekki, - en aðrir áttu.
Einn fiskur sem dreginn er upp úr sjónum, er nákvæmlega þess virði sem fæst greitt fyrir hann í landi, - og meira ekki.
Segum svo að sjómaður fari í róður og komi í land með aflann, - til dæmis 1 tonn, - selji hann og fái greitt fyrir að fullu. Þá er þetta eina tonn af fiski "nákvæmlega þess virði" sem hann fær greitt en meira ekki.
Fyrir sjómanninn er ekkert "frítt" eða ókeypis, að fara á sjó. Sjómaðurinn þarf að borga sinn bát, - hann þarf að borga allan kostnað við bátinn, veiðarfæri, allan annan búnað, olíu, tryggingar o.s.frv.
Þegar allur kostnaður er greiddur, (af þessu eina tonni) og ef eitthvað er eftir þá eru það laun sjómannsins, og af því greiðir hann sína skatta í ríkissjóð eins og hver annar. Annað fær ríkissjóður ekki."Veiðiréttinn" átti sjómaðurinn sjálfur og þarf ekki af neinum að kaupa.
Kvótalögin verður að afnema, - það er Alþingis að afnema þessi ólög án frekari tafa.
Tryggvi Helgason, 15.1.2009 kl. 07:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.