Göngum í ESB strax.

Það er ekki eftir neinu að bíða, ég krefst þess að við sækjum um hraðferð inn í ESB áður en við missum af því glæsilega tækifæri að taka niðursveifluna sem er klárlega byrjuð innan ESB ríkjanna. Ég vil kalla það auka rússíbanaferð.

Okkur munar ekki um svoleiðis smotterí í viðbót við algert hrun íslenska efnahagskerfisins. Nýjustu fregnir af þessu frábæra fyrirbyggði sem kallast ESB eru svo aðlaðandi að sæluhrollur hríslast um líkamann af tilhugsunin einni saman.

Lesið þetta, já það er ekki allt sem sýnist og í raun virðist manni sem enginn ráði yfir neinu sem þeir svo sannarlega eiga. Svo dettur einhverjum í hug að við komum til með að ráða yfir auðlindum okkar, auðvitað erum við fýsilegur kostur á bálið sem byrjað er að brenna innan ESB og á eftir að verða að risavöxnum eldsvoða sem endar mjög líklega með efnahagslegu hruni. Eftir lestur á þessari frétt þá hefur hugurinn snúist 180 gráður og áhuginn enginn, í sannleika sagt þá hefur áhuginn aldrei verið til staðar. skoðum okkar kosti og úr hverju við höfum að spila.

Á okkur ef horft með öfund frá Brussel, við eigum fiskimiðin, við eigum frábæran landbúnað, við eigum vatnsaflið, við eigum gríðarlega auðlindir í jarðvarma og væntanlega eigum við óhemju magn af olíu innan landhelginnar. Með öðrum orðum við erum eftirsótt þrátt fyrir allt, okkur mistókst aðeins og klúðruðum BIG TIME efnahagskerfinu, við erum dugleg, við erum vel menntuð, við erum ótrúlega útsjónarsöm ef við viljum það við hafa, það er skratti seigt í okkur, við kunnum ekki að gefast upp, við komum til með standa sterkari en áður, það tekur nokkur ár, við höfum áður séð það svart, þetta er að vísu kolsvart en við getum þetta. Og gerum það á okkar forsendum, ekki forsendum annarra.

Hættum þessu lýðsskrumi og ESB dýrkun, snúum okkur að því sem við sjálf þurfum að gera og getum svo sannarlega ef við stöndum saman.

Á morgun verður skrifað um þær hugmyndir sem ég hef um endurreisn Íslands og með hvaða móti við gætum forðast fólksflótta í stórum stíl frá landinu bláa.

Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Vignir Einarsson

Sæll Hallgrímur.  Ég er svolítið pirraður á þessari umræðu að vernda auðlindirnar og fiskimiðin.  Við erum löngu búin að missa þær til örfáa manna sem eru þeir stæðistu á hlutabréfa markaðnum.  Þessir menn eru búnir að vera gambla með kvótann og leigja hann f´rá sér, og fara síðan með allt féð út og geyma það erlendis.  Við erum löngu búnir að tapa þessum auðlyndum, það er ekki spurning.  það eru löngu síðan komnar erlendar útgerðir inní íslenskar útgerðir og við erum að framleiða fyrir þær í þær pakkningar sem þeir vilja.

Það er ekki svo að skilja að ég sé hlyntur EES.  'eg get líka hugsað mér bara beint myntbandalag við aðrar þjóðir t.d. Pund,USD,NOK, það er ekkert fráleitt í mínum huga.  ég get ekki séð annað að EES ríkin séu alltaf að rífast um alla hluti og við ættum lítið í þessi stóru ríki.

Einar Vignir Einarsson, 13.1.2009 kl. 22:44

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sæll Einar, á þessu er til ákveðin lausn og hana eigum við að fara. Ég hafði hugsað mér að skrifa um það á morgun það er aðeins of langt mál til að setja það hér inn í athugasemd og svo þarf ég að mæta snemma í vinnu eins og alla aðra daga. ESB við höfum ekkert þangað að gera, við eigum marga aðra kosti, versti kosturinn er innganga í ESB.

Hallgrímur Guðmundsson, 13.1.2009 kl. 22:50

3 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Nema að við viljum taka aðra dýfu með þeim Halli þá er eins og þú segir bara að taka hraðlestina.

Einar, það er mikklu meira en sjávarútvegurinn sem við eigum og þá langar í, við eigum mikkla orku og öflugann landbúnað sem á framtíð og við eigum hvert annað Íslensk þjóð mun aldrei una sér undir þeim Brusellmönnum - aldrei.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 13.1.2009 kl. 22:57

4 Smámynd: Víðir Benediktsson

Drífa sig og ná seinni bylgjunni. Senda svo peninga til Brussel og fá þá svo senda til baka í formi styrkja, það er bara æðislegt. En við verðum samt að vera sanngjarnir og greiða ESB þokkalega þóknun fyrir umsýsluna og fyrirhöfnina. Leitun að jafn miskunnsömum samverjum og ESB Það get ég sagt þér.

Víðir Benediktsson, 13.1.2009 kl. 23:05

5 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Jón ég hef aldrei verið hrifinn af ESB svo það sé á hreinu, ef ég hef látið sem svo þá hef ég meint það sem öfugmæli í einhverju háðlegu tali.

Fótbolta, jú við erum sammála áfram Sindri, ég var í Sindra á sínum tíma kallinn minn eins og siður var í þá daga þá voru nánast allir bæjarbúar í félaginu, sumir betri en aðrir eins og gengur....

Sammála Högni við unum okkur best sjálf, við verðum að læra af því seg gert var og stjórna hlutunum af miklu meir festu en gert hefur verið.

Hallgrímur Guðmundsson, 13.1.2009 kl. 23:08

6 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Þetta er einstaklega aðlaðandi umhverfi sem í boði er Víðir. Ég segi nei takk við höfum ekkert þangað að sækja.

Hallgrímur Guðmundsson, 13.1.2009 kl. 23:17

7 Smámynd: Einar Vignir Einarsson

Sæll Högni.  Ég veit vel að við eigum raforkuna.  EN hún er yfir veðsett næstu 25 ár. og þegar veðið er farið þá byrjar viðhald og fl.  Á meðan við erum að gefa hana til álframleiðslu máum við ekki þeirri Margin sem við þyrftum út úr vatnsföllum okkar.  Landbúnaðurinn er í fjötrum milliliða ef að við færum að skoða landbúnaðarkerfið kæmi margt ljótt í ljós.  Millisalan er að fara með bændur held ég allavega íþyngir það þeim rosalega.  Eins og ég sagði er ég ekki hlynntur EES svoleiðis, en við þurfum að ná niður vöxtum og við þurfum að vera með okkar kerfi á svipuðum nótum og viðskiptalönd okkar annars þrífst engin iðnaður hér.

Einar Vignir Einarsson, 13.1.2009 kl. 23:27

8 identicon

Ég er alveg sammála þér Halli að í ESB eigum við alls ekkert erindi, allra síst á þessum tímum sem við lifum nú. Þessir blessuðu Evrópusambandssinnar sem blindaðir eru af bullinu í mönnum á borð við Eirík Bergmann hljóta að sjá núna hvað ESB með Brussel bákninu hefur gríðarleg völd yfir sambandsríkjunum og að með einu pennastriki geti það "þjóðnýtt" auðlindir þeirra!

Þetta er eitthvað sem ég vil alls ekki taka þátt í einfaldlega vegna þess að með því að afsala okkur yfirráðum yfir auðlindunum þá verðum við gerð að þurftalingum innan sambandsins. Litla Ísland skiptir engu máli vegna þess að við getum ekki bitið frá okkur ef á okkur er gengið og stærð ríkis virðist heldur engu máli skipta, góðu bitarnir eru hirtir af þeim og liðið getur étið það sem úti frýs. Besta dæmið er nú í uppsiglingu þar sem ESB ætlar að yfirtaka olíu og gaslindir Hollendinga og Breta. Í hvaða tilgangi? Nú til þess að verjast því sem þeir eru sjálfir að fara að gera í Bretlandi og Hollandi, að utanaðkomandi ráðskist með ESB ríkin og geti þvingað þau fram og til baka. Vegna hvers? Vegna þess að ESB er ekki sjálfum sér nægt með orkugjafa. Tókuð þið eftir því, ekki sjálfum sér nægt með orkugjafa! Með öðrum orðum, sambandið er ekki sjálfstætt. Þá er næsta skref að hrifsa þetta til sín með valdi. Það góða við þessa blessuðu leynilegu valdheimild í Lissabon samkomulaginu er að það þarf ekki að fara með hervaldi á hendur þjóðum til að hrifsa af þeim góðu bitana, það er líklega það eina góða.

Það er ágætt að minna á hann Helga Hjörvar Sammara fyrst við erum að ræða um auðlindir en hann vildi hálpa erlendum aðilum að ná hér yfirráðum yfir orkubúskapnum með því að leigja álrisunum virkjanirnar.

Ég segi að það er ágætt að skreppa sunnar í Evrópu í frí og borða steik útlönd en að vera undir hælnum á Brussel með ráðstöfun grunnatvinnuvega okkar, auðlindum og þar með afkomu er ekki í boði að mínu mati.

ESB, nei takk!

Karl Jóhann Guðmundsson (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 23:58

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég hef mínar efasemdir um ESB en finnst að við eigum að skoða aðild. Kosti og galla. Og setja í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það þarf að kynna þetta miklu betur.

Hólmdís Hjartardóttir, 14.1.2009 kl. 00:08

10 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Blessaður.

Við höfum ekkert erindi í Evrópusambandið Íslendingar ekkert, að teknu tilliti til kosta og galla.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 14.1.2009 kl. 00:46

11 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Halli þetta er flott færsla. Við aukum bara á vandann nóg er nú samt.

Sigurður Þórðarson, 14.1.2009 kl. 02:11

12 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Hallgrímur, góð athugasemd og eiginlega eins og heil borðlöpp undir matarborðinu stóra.

Auðlindir þurfa að vera þjóðareign, og kvótagreifar þurfa að heyra sögunni til, með illu ef með þarf.

Ég vil að kvótinn fari í þau pláss sem aðgang hafa að sjó. Og að reglur um hann verði skrifaðar lýðræðislega af fagmönnum sem fela ekki neitt. Að einkavina-púkk og brask með kvóta sé gert refsivert.

Svona er ég vitlaus. En þetta er mín skoðun.

Takk fyrir gott innlegg.

Ólafur Þórðarson, 14.1.2009 kl. 02:18

13 Smámynd: Sverrir Einarsson

Sammála þér Hallgrímur, ég er að "skreppa" til Orlando og ættla þar í einn rússíbana (eða 2) svona til að undirbúa mig almennilega........eða öllu heldur til að vera viðbúinn ESB rússíbananum.

Auðvitað fáum við flýtimeðferð við inngöngu, þeir eru æstir í að fá okkur, afhverju skyldi það stafa, hugsi hver fyrir sig.

Hér áður fyrr var innganga í ESB langt ferli nokkur ár ef ég man rétt, ,meðan herrarnir í Brussel voru að reikna út hvað ESB myndi græða mikið eða tapa mikið við að fá viðkomandi ríki í púkkið, hví skyldi það taka okkur Íslendinga styttri tíma nema vegna þess að þeir eru þegar búinir að sjá hvað þeir fá fyrir tímabundinn afslátt af einhverju sem þeir taka svo til baka eftir 2 - 3 ár og við höfum ekkert að segja.

Mín afstaða er sú að við eigum að byrja á því að ganga úr ESB hlítur að vera mjög auðvelt........taka síðan upp Dollar sem okkar gjaldmiðil, það myndi spara mér mikkla fyrirhöfn akkúrat núna því þá gæti ég bara labbað upp í flugstöð með launatékkann og leyst hann út þess vegna í usa beint og engin rýrnun á þeim aur við það.

En burt með alla kerfiskalla. Þeir geta bara farið að róa á trillu til að hafa eitthvað að gera annað en að blaða í gagnslausum ESB pappírum......svo er það líka svo hressandi.

Sverrir Einarsson, 14.1.2009 kl. 09:29

14 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Nýjustu fréttir eru að OECD spáir Evrópuríkunum tiltölulega hraðri niðurleið svo það er síðasti séns að stökkva á vagninn ef við ætlum okkur aðra dýfu.

Einar, það er einhver ástæða fyrir því að ESBmenn keppast um að ráðleggja okkur að ganga í ESB og það helst annaðhvort núna eða strax, það er orkan, sjávarútvegurinn og landbúnaðurinn, við eigum líka landrími sem er þverrandi í evrópu.

Nei ekki ESB og sem fyrst úr Shengen því að það er nú þegar ljóst að við verðum á undan ESB ríkjunum uppúr kreppunni svo það skiptir máli að við fáum ekki yfir okkur evrópubúana í ótakmörkuðum bunum.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 14.1.2009 kl. 12:44

15 identicon

Ég er ekkert skotinn í þeirri hugmynd að ganga í ESB, ég hef stórar áhyggjur af því að Ísland verði étið þar í einum bita af þessum stóru háköllum sem þar öllu ráða, ég hef áhyggjur af því að yfir okkur verði valtað í öllum málum, við verðum bara smá peð í þessu sambandi.

það væri gaman að einhver glöggur maður myndi fara yfir sögu Nýfundnalands og rekja hvernig sú þjóð kom sér í þá erfiðleika sem þar hafa verið undanfarna áratugi.

Sú þjóð kaus að vera undir fána Kanada í stað þess að standa á eigin fótum, sú ákvörðun reið þeim að fullu og hefur sú þjóð ekki séð til sólar síðan, atvinnuleisi tuga % og öll auðlindin horfin.

Það var vaðið yfir þá og rúmlega það, við gætum endað í sama skítnum ef við ætlum að láta aðrar þjóðir ráða meira og minna yfir okkur.

Við eigum hinsvegar að sjálfsögðu að taka upp annan gjaldmiðil, krónan er rusl og við getum ekki lifað við hana lengur, hversu lengi á að pína þessa þjóð með þessari krónu?

Auðunn Atli (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 14:47

16 Smámynd: Halla Rut

Sammála.

Það sem er að koma svo vel í ljós nú er að það er ekki hægt að stjórna fyrirtækjum, og hvað þá löndum, eingöngu með því að horfa á upplýsingar um gengi þeirra á pappírum. Miðstýring gengur ekki.

Mikill matarskortur verður í austurlöndum á næstu áratugum vegna offjölgunar. Við eigum að standa fyrir utan ESB og gera tolla samninga við Kína og fleiri lönd. Það mundi um leið opna möguleika fyrir Íslensk fyrirtæki að gerast heildsalar fyrir Evrópu í stað þess að nú er það öfugt. Við kaupum alla vöru frá Kína í gegn um Evrópu sem er stór orsök þess háa verðlags er við búum við.

Halla Rut , 14.1.2009 kl. 15:03

17 Smámynd: Atli Hermannsson.

Sæll Hallgrímur. Ég var að spá í að setja smá innlegg hér inn áður en ég fór í vinnuna í morgun. En sat á mér því mér fannst þetta svo mikið bull að það gat ekki staðist nema sem fyrsta apríl gabb. En pistillinn hjá þér er samt góður. Hefði ég sett eitthvað inn, þá hefði það verið eitthvað á þá leið, að eftir að við gerðumst aðila að ESB þá eignuðumst við hlutdeild í olíulindunum í Norðursjó. Við yrðum áskrifendur að olíugróðanum og það án .þess að þurfa að bora eina einustu holu sjálfir. Ég á nefnilega mjög auðvelt að snúa hlutunum 180 gráður - og stundum kemur í ljós að þeir snúa þér rétt þannig.  

Atli Hermannsson., 14.1.2009 kl. 16:27

18 Smámynd: Atli Hermannsson.

Ég athugaði ekki að ef til vill eru ekki allir búnir að átta sig á að þetta er bull frétt hjá stöð 2 og Fréttablaðinu .

Bresk yfirvöld eru reynadar búin að tjá sig um þetta og segja meðal annars;

 "there is no proposal or prospect of the EU taking control over Britain's gas supplies". Neither does the Lisbon treaty allow this in any way, shape or form  -

-  this suggestion by the Daily Express is nothing but unfounded scaremongering
.


Evrópusamtökin segja t.d. þetta um sama mál

"Evrópusamtökin eru reyndar gáttuð á vinnubrögðum Fréttablaðsins og Stöðvar 2 að taka þetta upp án þess að kanna sannleiksgildi fréttarinnar.

Ef við tökum dæmi um ófyrirleitinn blaðamann þá gæti hann  birt frétt um að Evrópusambandið væri búið að skylda alla íbúa Evrópusambandslanda að ganga í rauðum sokkum á sunnudögum. Evrópusambandið gæti í sjálfu sér samþykkt einhverja svona bulltilskipun en það sjá allir að það er alveg út í hött að það myndi gerast. En það breytir því ekki að þetta gæti gerst!
"

Svo myndi viðkomandi dagblað beita Lyndon Johnson aðferðinni; ,,Let them deny it" .

Atli Hermannsson., 14.1.2009 kl. 16:57

19 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Frábær pistill hjá þér!"

Guðrún Sæmundsdóttir, 14.1.2009 kl. 22:27

20 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Það skiptir mig afskaplega litlu máli Atli hvort fréttin var bull eða ekki, ESB vil ég ekki sjá frekar en skrattann sjálfan. Skemmtilegar pælingar hjá þér um þetta og blaðamanns dæmið alveg frábært.

Takk Guðrún.

Hallgrímur Guðmundsson, 14.1.2009 kl. 22:35

21 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Einhvernveginn, jú ég tæki skrattann framyfir ESB.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 15.1.2009 kl. 19:15

22 identicon

Bylgjan er að safna ullarfatnaði handa Breskum ellilífeyrisþegum vegna þess að Mr. Brownie og hans hirð hirðir ekki um fólkið sitt. Ég heyrði þá ótrúlegu tölu að frá árinu 1997 hefðu 270.000 gamalmenni látist af völdum kulda í Bretlandi!

Við erum ekki mikið fleiri en það og ég hef aldrei heyrt eitt einasta píp frá ESB um að nú þyrftu Bretar að fara að hugsa betur um gamla fólkið sitt. Skiptum við, fjárglæframennirnir í norður Atlantshafi meira máli? Ég er handviss um ekki. Við erum bara svo meðfærileg stærð og hægt að manipúlera okkur fram og til baka, sérstaklega þegar við verðum komin í bandalagið.

Karl Jóhann Guðmundsson (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband