Benni brosmildi og skuggarnir af

kiss_my_ass_768487.jpglærisveinum hans skruppu í kurteisisheimsókn á Britannia og drulluðu gjörsamlega á sig í orðsins fyllstu merkingu. Að ná aðeins jafntefli er svo hroðalega slakt að engum orðum er komandi yfir klúðrið.

Það hefði náttúrulega verðið agalega gaman að spretta fram á ritvöllinn og belgja sig út og fagna varnarsigri, já ef ekki bara hreinlega stórmeistaralegu jafntefli, en svona UTD aðdáenda vegna þá gat ég ekki gert þeim það.

Hugsið ykkur, hjörðin vælandi hér á síðunni langt fram á nótt um ágæti UTD sem væri náttúrulega ömurlegt yfirklór óttaslegna áhagenda fyrir leikinn á morgun.

Góðar stundir.


mbl.is Markalaust hjá Stoke og Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Væææææææææl.

 Aumingja LIFRAR-PÚLLARNIR  Waaaaaaaaaaaaaaaaaa.

Bjorn Jonsson (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 20:04

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Fáðu þér frískt loft Björn, ekki veitir af fyrir slaginn á morgun....

Hallgrímur Guðmundsson, 10.1.2009 kl. 20:09

3 Smámynd: Víðir Benediktsson

Eins og ég hef áður bent á og margsinnis varað við. Hógværð og lítillæti skilar ekki árangri í knattspyrnu. Dagfarsprýði franska rennilássins kemur honum um koll þegar á reynir.

Víðir Benediktsson, 10.1.2009 kl. 20:13

4 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Til hamingju með ykkar menn, púllarar.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 10.1.2009 kl. 20:41

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hefðuð mátt vinna leikinn mín vegna, þá væruð þið í enn betri stöðu.

Ásdís Sigurðardóttir, 10.1.2009 kl. 20:53

6 identicon

Eins og Gummi félagi minn sagði; "Liverpool bara eins og jólaskraut, fer á toppinn fyrir jólin en svo rifið niður eftir jól." :)

Jonni (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband