að vera á bak við lás og slá ásamt þeim sem hann er að mæra í þessu viðtali. Það fer einkennilegur hrollur um líkamann þegar maður horfir á þennan sjálfsumglaða prófessor tjá sig um Íslenska efnahagsundrið og hvað þetta væri nú allt saman djöfull flott.
Lykillinn að sér Íslenska efnahagsundrinu lýsir prófessorinn eins og enginn sé morgundagurinn. Já sjálfsánægjan er bókstaflega að gera útaf við prófessorinn og þarna sat hann og lýsti frábærum árangri eigin hugmyndasmíða, enda hefur gaurinn gengt því starfi fyrir íhaldi lengur en góðu hófi gegnir.
Fyrst var óveiddur fiskur gerður að verslunarvöru, að eign" sem hægt var að veðsetja og braska með, síðan voru bankarnir teknir úr höndum almennings og fengnir í hendur ævintýramönnum og síðan var farið að setja lífeyrissparnað landsmanna inn í þessa hít. Það er laukrétt hjá sjálfsumglaða prófessornum og víti til varnaðar eins og á reyndar við um dæmalaust blaður hans að öðru leyti.
Þetta viðtal ætti að verða skyldu námsefni í hagfræðideildum skólanna næstu árin sem og skylduáhorf allra Íslendinga. Viðtalið er hér fyrir neðan.
Það ætti að vera skylduáhorf allra Íslendinga á þetta viðtal.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hallgrímur! Þakka innleggið - þó ég hafi bara ekki heilsu til að hlusta OG horfa á manninn núna. Fæ raunverulega klígju og hroll við tilhugsunina. Geymi viðtalið og manna mig upp e-n daginn!?
Hlédís, 5.1.2009 kl. 15:03
Á þessari mynd sjáum við svo ekki verði um villst. Mæer tekst ekki að sjá viðtalið, ætli það sé búið að loka á það.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 5.1.2009 kl. 15:26
Flott mynd.
Halla Rut , 5.1.2009 kl. 16:11
Þakka þér Hlédís, Það kemur vonandi sá dagur að þú treystir þér í að horfa á viðtalið, ég held að þessir gaurar hugsi enn þann dag í dag svona þótt allt sé hrunið til grunna og rúmlega það.
Ingibjörg það er ekkert mál að sjá viðtalið það er þarna ennþá.
Sammála Halla þetta er flott mynd.
Hallgrímur Guðmundsson, 5.1.2009 kl. 16:48
þetta fyrirbæri er afsprengi Birgis Ísleifs. Ef ríkið hefði ekki komið þessum bjálfa á ríkisspenan er óvíst hvað hefði orðið um hann.
Víðir Benediktsson, 5.1.2009 kl. 17:12
Þetta er alveg með ólíkindum þetta myndband, Það ætti að hýða þessa tvo niður á torgi eða láta Óla Klemm kýla þá.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 5.1.2009 kl. 21:51
Sæll Halli og takk fyrir ræmuna. Hún á skilyrðislaust að komast beint í undanrásir í keppni sem ber heitið "mestu öfug (ugga) ummæli aldarinnar".... fyrsti styrkleikaflokkur ekki spurning..
Atli Hermannsson., 6.1.2009 kl. 14:11
Ef hann væri ekki á ríkisspenanum Víðir mætti þá ekki gera ráð fyrir því að hann væri talsmaður Jóns Ólafssonar....
Góð hugmynd Ingibjörg.
Sammála Atli, og hún myndi vinna afgerandi sigur, það er ekki nokkur spurning..
Hallgrímur Guðmundsson, 6.1.2009 kl. 14:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.