mið. 31.12.2008
Það sem koma skal
Eitthvað segir mér að þetta sé bara byrjunin á því sem koma skal því miður. Almenningur krefst þess að þeir sem ábyrgð bera á því hvernig komið er fyrir þessu annars ágæta þjóðfélagi axli ábyrgðina og segi af sér.
Að yppa öxlum og hunsa kröfu samfélagsins getur ekki endað nema á hroðalega hátt. Sjálfsumglaðir stjórnarliðar verða að gjöra svo vel að vakna til lífsins og gera sér grein fyrir því hvaða áhrif þetta hefur á almenna borgara þessa lands.
Það hafa ekki allir milljón á mánuði í laun eða þaðan af meira, fólk sem minna má sín og er orðið atvinnulaust eða við það að missa vinnuna þarf líka að standa við skuldbindingar sína. Það er einfaldlega ekki hægt og þá blasir gjaldþrot við.
Er það fólkinu að kenna, fólkinu sem gerði ekkert rangt, fólkið sem gerði öll sín framtíðarplön af mikilli samvisku og bestu vitund? Var það fólkinu að kenna að sjálfsumglaðir útrásarvíkingar fóru hamförum með gæða og meðmælastimpil stjórnvalda á afturendanum um heimsbyggðina og á endanum kollvörpuðu öllum framtíðarplönum fólksins?
Það er í besta falli sverasta hræsni að halda því fram. Þögul mótmæli virka ekki, það þarf að taka til hendinni það er deginum ljósara. En ekki skilja það þannig að ég sé að réttlæta árásir á starfsmenn stöðvar 2 Þeir bera ekki ábyrgðina.
Góðar stundir.
Gas Gas Gas á gamlársdag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Tek undir þetta, flott blogg. Fólk verður að átta sig á því að þetta eru mót"mæli". Ég trúi því ekki að íslendingar ætli að þaga og gera ekkert í málinu. Hins vegar vil ég ekki að neinn slasist, hvort sem það eru starfsmenn 365 né löggan. Ljóst er þó að síldin er mjög sýkt.
Jónas (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 18:07
Því miður kæru vinir. Það hugnast ekki öllu fólki að láta þetta ábyrgðarlausa dót baða sig í sviðsljósi fjölmiðla á helgi-og hátíðastundum. Reyna að tala gáfulega með yfirbragði ábyrgrar valdstjórnar og ljúga því einu sinni enn að þjóðin standi frammi fyrir vanda sem enginn gat séð fyrir.
Árni Gunnarsson, 31.12.2008 kl. 18:12
Ég stórefa nú strákar, að þeir sem verst hafa orðið úti í hruninu hafi verið að leika einhver fífl þarna í dag. Ég er á þeirri skoðun, að það þurfi að ná fjöldanum í mótmæli og losna við þennan ofbeldishluta, hann hjálpar bara stjórnvöldum, held ég.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 31.12.2008 kl. 18:24
Hvernig væri það að kvóti verði gefin út á ráðherrana í landinu, skilji hver sem skilja vill.
Villi (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 19:03
Sæll Halli, ég get ekki stutt svona rugl. fólk á að plotta sig saman og stofna hreyfingu og bjóða sig svo fram í næstu kostningum. en ef þessi skríll verður þar fremstur flokki þá fær það ekki mitt atkvæði.
Óskar (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 19:27
Við hverju bjóst liðið eiginlega? Fólk er búið að standa vikum saman á Austurvelli og horfa til himins án árangurs. Ef ráðamenn hvorki heyra né skilja venjulegt tungumál verður að tala við þá á máli sem þeir skilja.
Víðir Benediktsson, 31.12.2008 kl. 20:02
Meltum þetta í rólegheitunum yfir áramótin.
Hallgrímur Guðmundsson, 31.12.2008 kl. 21:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.