mið. 31.12.2008
Þetta er alvöru
Ekki dettur mönnum til hugar að slá af þó svo allt sé komið á annan endann í þessu þjóðfélagi og ekkert blasir við annað en stórfelldur niðurskurður á öllum sviðum.
Nei kofinn skal upp sama hvað það kostar og ekkert helvítis röfl, ef ekki vil betur til þá skal tekið lán til að klára verkið með veði í væntanlegum framlögum frá ríki og borg þetta er tær snilld.
Er í alvörunni hægt að halda dellunni áfram án þess að eiga fyrir hlutunum? Eru menn búnir að sýna fram á það að þetta kofaskrifli geti rekið sig hjálparlaust eftir að búið er að koma þessu gæluverkefni þotuhyskisins upp?
Góðar stundir.
Húsið bíður óklárað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:43 | Facebook
Athugasemdir
Er þetta ekki kjörin kaffistofa fyrir lóðsana.
Víðir Benediktsson, 31.12.2008 kl. 09:04
Það dugar ekkert minna, er þetta ekki skilgreint sem stórskipahöfn? Það verður að hafa flottan titil á þessu maður...
Hallgrímur Guðmundsson, 31.12.2008 kl. 11:45
Er þetta snobblið virkilega svona veruleikafirrt, að á meðan okkar sameiginlega sjóð, ríkissjóð vantar meira en 155 þúsund miljónir króna til að endar nái saman, og allt velferðarkerfið, og reyndar þjóðfélagið er á heljarþröm, þá dettur Þorgerði Katrínu það í hug, að halda áfram byggingu þessa óþurftar bákns í Vesturhöfninni, og Steinunn Valdís mjálmar með. Og dýralæknirinn í fjármalaráðuneytinu dansar með, sendir út samþykki um að leggja fram fé úr galtómum ríkissjóði, en svo slær einhver á puttana á Árna M. og þessu er kippt til baka. Þessi kumbaldi er gott minnismerki mikilmennskubrjálæði og sýndarmennsku fólks sem heldur að allt sé réttlætanlegt að gera með fé almennings, ef hægt er að klína einhverjum menningarstimpli á vitleysuna. Okkur vantaði allt frekar en þessa fáránlegu glerhöll sem átti að verða minnisvarði um Björgólf Guðmundsson og frú. Sá minnisvarði er betur við hæfi svona útlítandi.
Stefán Lárus Pálsson (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 12:51
Góður Stefán ég tek undir hvert orð.
Hallgrímur Guðmundsson, 31.12.2008 kl. 13:28
Ætli þeir eigi ekki "smá-afgang" af dýnamítinu þarna fyrir austan, (Við Kárahnjúkana og göngin, - og allt það)
Myndi það ekki gera góðan "banka- og menningarhvell" í kvöld, - eða bara þannig ?
Spyr sá sem ekki veit.
Tryggvi Helgason (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 17:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.