Um þetta þarf ekki að deila.

Það á að sjálfsögðu að fara eftir lögum þessa lands og innkalla allar aflaheimildir. Sjávarútvegurinn er meira og minna gjaldþrota og það er algjörlega út úr korti að skuldirnar séu afskrifaðar og handhafar kvótans haldi honum áfram eins og ekkert hafi í skorist.

Ef menn eru á öðru máli þá væri ágætt að þeir kæmu með málefnaleg rök fyrir því að öðruvísi ætti að standa að málum.

Góðar stundir.


mbl.is Deilt um hugsanlegan umframkvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sverrir Einarsson

Ég vil snúa þessu við, kvótinn verði tekinn af þessum kóngum. Þeir geta afskrifað skuldir sem eru á kvótanum. (en ekki aðrar skuldir). Síðan borga þeir sem vilja veiða bara veiðileyfisgjald. Þannig fær ríkið pening í kassann sem við njótum þá allir Íslendingar. Heildarmagn, þegar því er náð þá bara verður stopp fram að næsta kvótaári (gæti verið almanaksárið bara). Þeir duglegustu veiða þá mest en þeir sem stunda þetta sem hobby veiða væntanlega minna.

Sverrir Einarsson, 30.12.2008 kl. 07:53

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Sverrir. Hverjir eiga að taka á sig afskrifaðar skuldir útgerðanna? Eiga einhverjir aðrir að borga þær og þá hverjir? Eða eiga þeir, sem eiga þær kröfur á hendur útgerðarmönnum að taka skellinn sjálfir?

Sigurður M Grétarsson, 30.12.2008 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband