fös. 5.12.2008
Ég veit hvað mig langar í jólagjöf
Í dag skrapp ég aðeins í heimsókn í vinnuna hjá minni ekta frú sem er í sjálfum sér ekki frásögu færandi. Nema hvað þessi heimsókn varð aðeins öðruvísi en ég átti von á.
Þegar ég kom skokkandi skælbrosandi inn í Zik Zak horfði mín á mig með undurfurðulegu augnaráði, svona eins og hún væri að reikna út hversu móttækilegur ég væri fyrir óvæntum fréttum, þetta þekkjum við allir.
Ég var að sjálfsögðu dreginn á bak við og boðið heitt kakó og piparkökur og sá orðið fyrir mér flott axlanudd (enda er hún lærður nuddari) þar sem ég sat í mestu makindum sárasaklaus og gæddi mér á kræsingunum.
Þá hvíslar mín ofurnett í eyra mér, ÉG VEIT NÁKVÆMLEGA HVAÐ ÉG VIL Í JÓLAGJÖF. Ég lagði rólega frá mér kakóbollan og horfði beint í augu konunnar og sagði, af hverju líður mér einkennilega núna. Það hafði ekkert með kakóið eða piparkökurnar að gera þessi furðulega líðan mín.
Hvað er þetta með konur þegar maður segir nákvæmlega það sem manni finnst? Það er bara hlegið og haldið áfram eins og enginn sé morgundagurinn að tala um þessa frábæru jólagjöf. Hvað gerir maður ekki fyrir þessa elsku, það var arkað á stað í einhverja tuskubúð og mér sýnd þessi frábæra jólagjöf sem mín var nýbúinn að finna handa sjálfum sér.
Það vita allir hvernig þetta endaði, gjöfin flaug ofan í poka og einhverjum þúsund köllunum fátækar fékk ég náðarsamlega að klára kakóið mitt ónuddaður.
Góðar stundir.
Athugasemdir
Halli minn.... hvíslaðu því að henni hvað ÞIG langar í jólagjöf.....í kvöld þegar
Góða nótt og góða helgi.
Erna, 5.12.2008 kl. 01:23
Tuskubúð
Ahh. Viskastykki?
Nokkrir þúsundkallar
Mörg viskastykki.
Víðir Benediktsson, 5.12.2008 kl. 06:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.