fim. 4.12.2008
Valdasjúkur einræðisherra hótar
því að snúa aftur ef hann verður látinn taka pokann sinn í Seðlabankanum. Trúir Davíð því í alvöru að Íslendingar geti ekki án hans verið? Allar hugsjónir og fyrri störf Davíð hafa hrunið til grunna með hörmungum fyrir þjóðina sem fólk er rétt að byrja að sjá.
Stöðugleika og góðærisstefna Davíð var allan tímann bara blekking sem fengin var að láni hjá sárasaklausum erlendum borgurum og eftirlaunaþegum sem hafa misst allt sitt eins og fólk hefur lesið um í fjölmiðlum undanfarnar vikur.
Að sjálfsögðu vil Davíð snúa aftur, það á nefnilega eftir að ráðstafa bönkunum aftur og auðvitað vil kóngurinn hafa puttana í því dæmi hvað annað? Það gengur ekki upp að láta steingeldan dýralæknir, hugmyndasnauðan nojara og slæðudrottningu sjá um svoleiðis bitlingaúthlutun.
Nei bönkunum skal úthlutað aftur á hárréttan hátt eins og áður var gert og til þess er enginn betur fallinn en einræðisherrann ómissandi. Endurkoma Davíðs í stjórnmál breyta svo sem engu, hann fór aldrei. Eina sem gerðist í raun var að einræðisherrann skipti um skrifstofu með nýju símanúmeri.
Ég tek undir orð sem ágætur pistlahöfundur á dv.is sagði í pistli sínum, Davíð haltu kjafti og vertu úti.
Það er bersýnilega að koma í ljós að það þarf alvöru byltingu til að hreinsa landið við þessa óværu sem íhaldið er og hefur haldið landinu í heljargreypum ótta og þrælkunnar í áratugi.
Góðar stundir.
Davíð: Þá mun ég snúa aftur" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:25 | Facebook
Athugasemdir
Sammála!
Sumarliði Einar Daðason, 4.12.2008 kl. 08:13
Mikið er ég sammála þér.
Sigurbjörg Sigurðardóttir, 4.12.2008 kl. 08:49
Ég er líka sammála þessu...
Hallgrímur Guðmundsson, 4.12.2008 kl. 12:21
Þú hefur aldrei lyginn verið Halli og það er ekki að breytast hérna...
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 4.12.2008 kl. 13:48
Er þetta ekki allt satt félagi?
Hallgrímur Guðmundsson, 4.12.2008 kl. 17:26
...getur ekki sannara orðið...
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 4.12.2008 kl. 17:37
Þú segir hér það sem margir hugsa.
Jens Guð, 6.12.2008 kl. 18:19
Ég er bara þannig Jens að ég nenni ekkert að vera að burðast með hugsanir og pælinga ég einfaldlega segi það sem upp í kollinn kemur og sný mér svo að einhverju öðru, einfalt og hreinskilið...
Sumir telja þetta ókost en ég er mjög sáttur við þetta þó það hafi stundum komið upp hræðilega vandræðaleg augnablik sem gott væri að sleppa við. En aftur á móti þá verð ég mikið sáttari við sjálfan mig á eftir og það skiptir mig máli.
Hallgrímur Guðmundsson, 6.12.2008 kl. 18:45
Það eru enn marir hræddir við Davíð
Sigurður Þórðarson, 6.12.2008 kl. 20:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.