þri. 25.11.2008
Kæri Jón, eru menn í alvörunni svona
vondir við þig að ástæðulausu og á manni að verða illt í hjartanu? Getur það hugsast að einhver seðlabankastjóratittur sé svona illa innrættur að hann verði að fá útrás bara á einhverjum og þú sér svona agalega óheppinn að verða fyrir valinu?
Eða getur það hugsast að þessi seðlabankastjóratittur standi í vegi fyrir því að þú og bankinn þinn fyrrverandi féfletti fleiri einstaklinga? Hvernig stendur á því kæri Jón að svona vinnubrögð eru viðhöfð í gamla bankanum þínum og því sem hruninu tengist? Hvað þurfið þið að fela svona rækilega fyrir okkur?
Kæri Jón, Bónus er flott búlla haltu þig við hana, láttu bankana og sparifé samlanda þinna í friði, við gerðum þér ekki neitt nema gott og það sýndum við rækilega í verki með því að versla í Bónus ekki satt? Sýndu okkur sömu virðingu og við sýndum þér, við eigum ekkert annað skilið.
Þetta er ekkert flókið og hið einfaldasta mál í rauninni. Ef þessi einfalda bón er þér ofviða þá segir það sig sjálft að þú átt enga samleið með samlöndum þínum og næsta ósk okkar verður að þú flytjir af landinu. Hér er lítið meira sem hægt er að taka af okkur nema þá helst líftóruna, eigur okkar og virðing eru að mestu leiti foknar með norðanvindinum, segjum þetta gott á þessu landi kæri Jón, Bretarnir eiga eitthvað eftir sem þú gætir kannski náð í hver veit?
Með vinsemd Hallgrímur Guðmundsson.
Góðar stundir.
Efast um að Davíð eigi við sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:55 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.