Formaður Frjálslynda flokksins að

vakna, hann hefði að ósekju mátt berja mikið fyrr, oftar og fastar í borðið.

Ríkisstjórnin á að segja af sér

mynd
Guðjón A. Kristjánsson.

„Ef þetta er satt ætti ríkisstjórnin að segja af sér. Þá hefur hún logið bæði að þingi og þjóð," segir Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslyndra, um þau orð Davíðs Oddssonar að hann hafi varað ríkisstjórnina við stöðunni í efnahagsmálum í febrúar.

Guðjón segir merkilegt að skýrslan hafi verið haldið leyndri fyrir stjórnarandstöðunni. „ Það er líka merkilegt að þeir í Seðlabankanum líti bara á sig sem Seðlabanka ríkisstjórnarinnar en ekki þjóðarinnar. Þetta er skrítin stjórnsýsla," segir Guðjón.

Frétt, Fréttablaðið, 19. nóv. 2008 04:45

Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tad er lika mjog undarlegt ad Ingibjorg Solrun Gisladottir utanrikisradherra og formadur Samfylkingarinnar, skuli hafa setid 6 svona krisufundi med Sedlabankamonnum, en tagad tunnu hljodi gagnvart sjalfum bankamalaradherranum Bjorgvini G og odrum radherrum eda tingmannalidi Samfylkingarinnar. Hvernig geta tingmenn og adrir radherrar Samfylkingarinnar latid bjoda ser annad eins pukur og rugla af halfu Formanns sins.

Eg vorkenni Bjorgvini G ad sitja undir tessum upplysingum og se nuna ad abyrgdin var miklu meiri a Formanni hans.

ISG verdur ad segja af ser, geri hun tad ekki aetti Bjorgvin G. ad gera tad i motmaelaskini.  

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 12:22

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Það virðist ýmislegt vera að poppa upp á yfirborðið, ég held reyndar að það eigi eftir að koma margt miður fallegt í ljós áður en langt um líður.

Einhver ástæða er fyrir því að stjórnvöld eru ekki búin að koma á stað erlendri óháðri rannsóknarnefnd, hvað er verið að fela og hvað er búið að fara í pappírstætarana?

Ég held að Davíð ætti að klára það sem hann byrjaði á, það er að segja nákvæmlega frá öllu og skilja ekkert eftir.

Hallgrímur Guðmundsson, 19.11.2008 kl. 12:43

3 Smámynd: Sverrir Einarsson

Það dugar ekkert að bla bla eitthvað út loftið og berja í borðið, þessi ríkistjórn er nefnilega orðin vön því, og bíður því eftir að látunum linni eða að menn meiði sig í hnúunum og hætti að berja í borðið og halda svo áfram á sömu braut.

Nú dugar ekkert minna en að standa upp og velta helvítis borðinu um koll og skoða hvað er undir broðmottunum hjá stjórnarandstöðunni.

góðar og gleðilegar stundir.

er til einhvers að keyra til Agureyris eru ekki allir Agureyringar farnir út á land í frí eða til að versla?

Sverrir Einarsson, 19.11.2008 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband