Var skrifað undir án þess

að hafa hugmynd um heildarupphæðina eða er verið að halda hrikalegum staðreyndum leyndum fyrir almenningi? Hvað veldur því að við fáum ekki að vita nákvæmlega hvað er verið að skuldsetja okkur fyrir háa upphæð? Eru stjórnvöld að vonast eftir því að almenningur verði búinn að gleyma þessu í lok næstu viku? Út með þetta lið og kjósum nýtt fólk til að leiða okkur á þá braut sem telst mannsæmandi vel menntuðuð og tæknivæddu vestrænu ríki.

Góðar stundir.


mbl.is Icesave-deilan leyst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Ég hlakka nú mest til að vita hvort IMF sjóðurinn gerir það að skilyrði fyrir afhendingu fjármuna til Íslands að Ceaucescu fíflið Oddsson verði látinn fjúka úr Bleðlabankanum. Öll önnur skilyrði eru gagnslaus og marklaus ef þetta verður ekki aðalskilyrðið!

corvus corax, 16.11.2008 kl. 18:19

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Nei Geir hangir á því eins og hundur á roði að Davíð verði áfram í Seðlabankanum, hvers vegna það vita engir nema Geir og Davíð.  Mín tilfinning er sú að ef Davíð myndi dr.... upp í Geir myndi sá síðarnefndi kyngja með brosi á vör......

Jóhann Elíasson, 16.11.2008 kl. 21:23

3 Smámynd: Víðir Benediktsson

Halli minn. Við erum skríll og okkur kemur ekki við hvað HERRARNIR aðhafast. Sem hundeigandi áttu að vita þetta.

Víðir Benediktsson, 16.11.2008 kl. 21:53

4 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Eru í alvörunni spennandi og skemmtilegir tímar framundan eins og varaformaður klúðursins sagði svo snyrtilega á blaðasnápafundi?

Jói nú roðna ég...

Víðir mér dytti aldrei til hugar að meðhöndla hundana mína svona.

Hallgrímur Guðmundsson, 16.11.2008 kl. 22:30

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég held að það þurfi nú að vera ansi kjarnyrtur til að þú roðnir Halli og einhverra hluta vegna held ég að þessir smámunir hafi ekki valdið því undri og stórmerki.

Jóhann Elíasson, 16.11.2008 kl. 22:47

6 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Það er rétt Jói svona sunnudagaskólamál hreyfir ekki við litarlitningum mínum...

Hallgrímur Guðmundsson, 16.11.2008 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband