þri. 11.11.2008
Jæja, vitleysunni verður flest að vopni
Hver var upphaflegi tilgangurinn með kvótakerfinu? Vað tilgangurinn í alvöru sá þjappa aflaheimildunum saman á svo fáa að nauðsynlegt sé að rýmka heimildir til geymslu á milli ára? Var tilgangurinn sá að ræna sjávarbyggðirnar viðurværi sínu? Var tilgangurinn sá að hneppa menn í ævarandi þrældóm kengbeygða í leiguþrælkun græðginnar?
Er ekki einmitt á tímum sem þessum full ástæða til að setja geymsluréttinn á 0 frekar en hækka hann? Það í það minnsta hvetur menn frekar til veiða en sitja heima.
Eitthvað eru menn komnir óravegu frá upphaflega tilganginum, nema það hafi hreinlega alltaf verið tilgangurinn að ganga svona um sameign þjóðarinnar. Það er að segja hneppa íbúana í þrælkun og ræna það lögvarði eign sinni með hjálp mis vandaðra stjórnmálamanna. Bara svo það sé á hreinu þá kemur hér fyrsta grein laga um stjórn fiskveiða, fólk getur svo borið þetta saman við árangurinn af þessu kerfi sem við höfum.
I. kafli. Almenn ákvæði.
1. gr. Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.
Góðar stundir.
Mega geyma þriðjung kvótans milli ára | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:40 | Facebook
Athugasemdir
Ekki trúi ég Halli, að þú efist eitt andartak um upphaflegan tilgang Kristjáns Ragnarssonar og þeirra sem næst honum stóðu. Þingmenn og ráðherrar þess tíma náðu svo ekki saman um stefnuna og það varð málstað Kristjáns og sálufélaga til framdráttar. Auk þess sem sjómannasamtök lögðust í útrýmingarherferð á sjálfum sér, sem enn stendur yfir.
Mér eru minnisstæð vonbrigðin þegar Guðjón Arnar stökk uppá vagninn á Fiskiþingi. Enginn einn atburður vigtaði meira á þeim tíma. Honum ætlar að reynast erfitt að bæta fyrir þau mistök kallinum.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 11.11.2008 kl. 10:05
Þetta kerfi er allt ein dauðans della og ekki heil brú í því. Samt er því enn um sinn haldið áfram en er í dauðateygjunum.
Sigurjón Þórðarson, 12.11.2008 kl. 00:41
Góður Jón...
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 12.11.2008 kl. 09:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.