lau. 8.11.2008
Auðvitað skilur fólk þetta mæta vel Halldór!
Fólk er nefnilega ekkert fífl, það skilur mæta vel þegar það á að borga meira þótt það skilji ekki nokkurn skapaðan djöf...... hlut þegar það stendur í kjörklefunum og skýs ykkur ónytjungana ár eftir ár eftir vel heppnaðan heilaþvott vikurnar á undan kosningum.
Eina spurningin sem þú þarft að fá svar við Dóri minn er hvort fólkið sem þú vilt endilega pína meira með þessu skattabrjálæði þínu vilji búa með þér í sveitarfélaginu. Ríkið er með áform um skattahækkanir, sveitarfélögin fylgja eins og hundur í bandi á eftir og vilja meira, en hvað gerir fólkið?
Ég hef trú á því að fólkið sem þú Dóri minn og Geir vinur þinn vilja með öllum tiltækum ráðum pína meira með skattahækkununum, bregði undir sig betri fætinum og yfirgefi deyjandi partíið enda mun betri þynnkumeðul á betra verði í boði hjá nágrannaþjóðum okkar.
Góðar stundir.
Þyngri álögur á íbúa? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.