þri. 28.10.2008
Engin ástæða til að óttast
Það eru að gerast undur og stórmerkilegir atburðir. Stofnun sem kennir sig við vísindi á sviði fiskifræði virðast nefnilega vera búnir að finna smáslatta af þeim þorski sem þeir tíndu óvart í bókhaldinu hjá sér. Já mikill er máttur vísindanna og alveg stórkostulegt að stofninn skuli stækka duglega frá því í vor. Erum við að tala um einhverskonar sterastofn hér? Sjá hér.
Í vor vildi Hafró meiri niðurskurð en þann sem ákveðinn hafði verið vegna hættu á hruni stofnsins. Þeir hafa sjálfsagt viðhlítandi skýringar á þessu svo sem vanmat, en alþekkt er ofmat Hafró sem hefur að mínu mati aldrei verið rétt og reyndar höfum við aldrei fengið neina haldbærar skýringar á þeim vinnubrögðum.
Gaman væri að vita hver hafi skipað Hafró að gefa þetta út og í leiðinni að gefa mönnum vonir um 30.000 tonna hungurlús til viðbótar við þá hörmung sem fyrir var.
Góðar stundir.
Bretar óttuðust skort á fiski og frönskum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:28 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er ekki flókið. Þeir eru með tvö skip á sjó og þess vegna finna þeir hemingi meira en venjulega. Almenna reglan er sú að tvö skip fái helmingi meira en eitt. held þeir ættu að senda þriðja skipið. Halli! ertu að ýja að því að það sé pólitík í þessu? Ertu Galinn? Ekki nú frekar en þegar Davíð fann 10.000 tonnin rétt fyrir kosningar um árið.
Víðir Benediktsson, 28.10.2008 kl. 21:32
Nei Víðir mér dytti aldrei til hugar að halda það að pólitík væri í spilunum. Þvílík fyrra maður, það er bara ein ástæða fyrir því ef Hafró finnur meira af fiski.
Kaninn er farinn að rugla GPS kerfið duglega og þessir snillar eru kolvilltir þarna úti og hölin eru tekin af handahófi einhvers staðar á miðunum, ekki á sérvöldum reiðuleysisbleyðum þar sem ekki hefur fengist upp á hálfan hund í áratugi.
Hallgrímur Guðmundsson, 29.10.2008 kl. 16:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.