þri. 28.10.2008
Var þetta bara heppni?
Lesið þetta, og hvaða álit hafið þið á þessu?
Nú spyr ég, var búið að ákveða hvað mikið Birna átti að fá í arðgreiðslur á hverju ári?
Ef svo var, hver ákvað það?
Af hverju hafði hún forréttindi umfram aðra og átti að fá hlutabréf lánuð upp á væntanlegt fjármagn?
Var þetta bara einskær heppni, fiktaði ekki einhver í einhverju og reddaði hlutunum í skjóli myrkurs?
Ég trúi þessu ekki og get ekki með nokkru móti treyst þessu liði, það virðist hver verja annan í þessu sukki og allir gerðu ekki neitt sem varð þess valdandi að þjóðin er nánast gjaldþrota og enginn ber ábyrgð á neinu.
Góðar stundir.
Húsfyllir í Iðnó - hiti í fundargestum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
þettu eru bara töfrar eins og í bestu ævintýrum..ha??
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.10.2008 kl. 00:20
Einhver hefði sagt: "Svona heppni er bara lyginni líkust"
H G, 28.10.2008 kl. 00:51
Hvað heldur þú að maður taki eftir því hvort það er 190.000.000 kr. meira eða minna inn á heftinu? Hefði nú samt haldið að manneskja sem er ráðin bankastjóri fylgdist aðeins með heimabankanum sínum. Annað með svona amaröra ein og mig.
Víðir Benediktsson, 28.10.2008 kl. 06:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.