Staurblankir Íslendingar áhorfendur og fylgja samráðsstefnu

Hafró og Alþjóðahafrannsóknaráðsins, ICES eins og viljalaus sauðahjörð á leið í sláturhús. Á meðan hlutirnir blómstra í Barentshafi þá fylgja íslensk stjórnvöld gerræðislegum tillögum Hafró sem sóttur er stuðningur við hjá Alþjóðahafrannsóknaráðinu, ICES.

Bæði Norðmenn og Rússar hafa borið gæfu til þess að hunsa tillögur Alþjóðahafrannsóknaráðsins og uppskera ríkulega fyrir vikið. Árið 2000 eða 2001 lagði ICES til að einungis yrði veitt 110 þúsund tonn af þorski í Barentshafi ella myndi stofninn hrynja. Þetta var að sjálfsögðu hunsað og veitt var vel á fjórða hundruð þúsundir tonna og alla tíð síðan hefur aflinn verið um og yfir fjögur hundruð þúsund tonn.

Svo merkilegt sem það nú er þá er stofninn í Barentshafi stöðugt að stækka algjörlega öfugt við það sem ICES hefur sagt. Eru íslensk stjórnvöld algjörlega staurblind og treyst er á vægast sagt mjög hæpin vísindi alveg fram í endanlegt hrun sem ráðgjöf ICES og Hafró mun leiða af sér?

Hvað fáum við svo að heyra sem líklega skýringu? Þorskurinn var haldinn umhverfisstreitu og framdi sjálfsmorð, það sagði vísindaelítan um hrun þorskstofnsins við Nýfundnaland á sínum tíma og allir keyptu það sem heilög vísindi.

Auðvitað fagnar Líú þessari aukningu til sinna félaga, þá er borð fyrir meira brask með sameign þjóðarinnar og áframhaldandi þrælastefnu Líú á íslenskum sjómönnum.

Góðara stundir.


mbl.is Aukinn kvóti í Barentshafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Hér eru menn á algjörum villigötum Halli Þörf og góð lesning.

Grétar Rögnvarsson, 17.10.2008 kl. 14:12

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Hér er ekkert ofsagt og engu við að bæta...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 17.10.2008 kl. 15:50

3 Smámynd: Tryggvi Helgason

Nú eru menn 20 árum "seinna" frá upphafi sjálfbærninnar í sjávarútvegi, og mikilla takmarkana á veiðum, - meðal annars með því að svifta smábátasjómenn sínu atvinnufrelsi, en gefa fáum útvöldum leyfi til þess að veiða fisk, - það er, með þessum svokölluðu kvótalögum frá Aþingi.

Maður skyldi ætla, að með þessum sífelldu sparnaðartillögum sem felast í sífelldum niðurskurði á heildarafla, - að 20 ára þorskarnir sem búið er ala allan þennan tíma, (til þess að veiða seinna, þegar þeir eru orðnir "stórir"), - að þessir stríðöldu 20 ára þorskar ættu að vera orðnir um 500 kíló að þyngd.

Þessir sömu þorskar eru sjálfsagt að verða leiðir á því að bíða eftir því að verða veiddir, eftir að halda sig á sama stað í tvo áratugi.

Er ekki rétti tíminn, einmitt núna, að Alþingi losi handjárnin af islenska smábátasjómanninum, - og gefi honum aftur sinn guðs-gefna rétt til fiskiveiða,- og gefa honum þar með möguleika til þess að veiða eitthvað af þessum "sparnaðarfiski", - og jafnframt gefa sjávarplássunum tækifæri til þess að leggja sitt af mörkum, til þess að rétta við fjárhagshallann á þjóðarskútunni ?

Tryggvi Helgason, 17.10.2008 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband