Er þetta bara rétt að byrja?

karahnjukavirkjun.jpgHvernig verður þetta? Svona til að byrja með þá koma hrægammarnir og kynna sig fyrir ímyndaða siða og kurteisisakir. Næsta skref er síðan að setja upp einhverskonar kosti og að lokum er draslið tekið upp í skuld og málið dautt.sjavarutvegurinn.jpg

Næst á dagskrá verður síðan sjávarútvegurinn, ég er ekkert svo viss um að þar komi endilega einhver kurteisikynning til áður en kostirnir verða settir upp. Það verður síðan niðurstaðan að draslið verður hirt upp í skuldir og þar er sko af nógu að taka. Nú skulum við bara rétt vona að þessi færsla sé algjörlega úti á túni.

Góðar stundir.


mbl.is Fjárfestingarsjóður vill yfirtaka rekstur virkjana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þetta hljómar frekar skelfilega.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 15.10.2008 kl. 23:32

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

 "Nú skulum við bara rétt vona að þessi færsla sé algjörlega úti á túni."

Þú ert vonandi ekki að leggja til að við gerum eins og Geir H. Haarde og stingum bara hausnum í sandinn? Og plís, ekki meira af þessu Nýja kjaftæði og Nýja hitt áður en við sitjum uppi með Nýja Fasismann fyrir fult og allt. Það er kominn tími til að hætta þessari bévítans afneitun og heilaþvotti áður en íslenska orðabókin verður orðin að 50 blaðsíðna "Nýmáls" bæklingi. Þetta er umfram allt spurning um opinskátt hugarfar!

Guðmundur Ásgeirsson, 16.10.2008 kl. 11:36

3 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sæl Anna, já þetta hljómar ekki neitt sérstaklega vel en gæti samt orðið að hræðilegum veruleika.

Guðmundur ég er ekki að leggja til nokkurn skapaðan hlut, ég bendi einfaldlega á að aðgerðarleysið er orðið svakalega dýrt og gæti orðið enn verra ef menn fara ekki að vakna.

Góðærið og stöðugleikinn var eins og sumir orða það, allt í plati og heilaþvotturinn í algleymi, samlíking á heilaþvottinum er hér, horfðu á þetta til enda.

Hallgrímur Guðmundsson, 16.10.2008 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband