Er stórhættulegt pólitíkst ástarsamband í

_orger_ur_katrin.jpguppsiglingu sem getur ekki leitt neitt af sér annað en pólitískt stórslys? Í þættinum Ísland í dag á stöð tvö í kvöld voru Þorgerður Katrín vara íhaldsforingi og Steingrímur J afneitunarkommi í léttu spjalli. Ég lá í nettu áfalli lengst af þessu létta hjali þeirra á milli, ekki var laust við að ástarneistar og samstarfshjal þeirra væri að ná þeim hæðum að manni datt það helst til hugar að þau tvö væru þarna mætt til að stofna nýja stjórn.steingrimur_j.jpg

Ég sá fyrir mér eitt það mesta pólitíska stórslys sem gengið hefur yfir þessa þjóð frá sjálfstæði okkar. Hvernig mætti það gerast að íhaldið og afneitunarkommar næðu einhverju vitrænu samstarfi um menn, málefni og efnahagslegar aðgerðir. Íhaldið myndi til dæmis vilja einkavinavæða afneitunarkommana í hvelli, afneitunarkommarnir væru að sjálfsögðu á móti þessu enda eru þeir á móti öllum og öllu, meira að segja sjálfum sér á góðum degi.

Ég get ekki lýst því með orðum hvað miklum áhyggjum var af mér létt þegar Steingrímur J. náði að rífa sig út úr seiðandi dáleiðslu augum vara íhaldsforingjans og tók flugið í lok þáttarins, hann hundskammaði vara íhaldsforingjann eins og smástelpu. Já afneitunarkomminn varð skyndilega samur við sig og með það á hreinu að íhaldið bæri ábyrgð á óförum landsins bláa sem er komið í þá hroðalegu stöðu að vera einöngruð lengst norður í ballarahafi. Okkur er borgið í bili, íhaldssöm kommúnistastjórn verður ekki stofnuð alveg strax lof sé fyrir það.

Góðar stundir.


mbl.is Ekki persónugera viðfangsefnin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Þetta myndi þá þýða, óbreytt ástand. Sé ekki að Íhaldið sé að fremja nein kraftaverk með Samfylkingunni.

Víðir Benediktsson, 15.10.2008 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband