mið. 15.10.2008
Það er alveg augljóst af hverju
ráðgjafinn er hættur. Það er sagt að best sé að hætta á hátindi frægðarinnar og það hefur Tryggvi svo sannarlega tileinkað sér: Ungmennafélagsandinn í hávegum hafður.
Hámarksárangri er náð í ráðgjöfinni og lengra verður ekki komist að sinni, algjöru hruni efnahagsmála Íslendinga er náð og verður ekki toppað alveg á næstunni. Það sem sagt var að væri ómögulegt hefur gerst og það með allmyndalegum hvelli, hruni bankanna og í leiðinni öllum efnahag Íslands. Í kaupbætir erum við síðan úthrópuð af alþjóðasamfélaginu sem óábyrgir kennitöluflakkarar: Ísland ó þú fagra Ísland.
Mikið er þægileg tilfinning að vera bara venjulegur Íslendingur sem verður að taka á sig ábyrgð útrásarvíkinganna og ofurlauna plebbana sem litu á sig sem ósnertanleg goð og stóðu heimsbyggðinni mörgum kílómetrum framar í kænsku og snilld: Lítillætið í fyrirrúmi.
Ég hef þá bjargföstu trú að það sem sagt er að sé ómögulegt gerist á endanum, til dæmis hrun bankanna, það gerðist. Kvótakerfið er einnig gjaldþrota, því lengur sem dregið verður að viðurkenna það þá verður gjaldþrotið stærra. Þetta hef ég sagt þó nokkuð lengi og ég hef þá bjargföstu trú að kvótakerfið verði aflagt fljótlega: Trúin er af hinu góða.
Með þeirri aðgerð að afnema kvótakerfið og taka upp það fyrirkomulag sem ég hef margoft lagt til að tekið verði upp munum við reisa landsbyggðina upp á undraverðum hraða og samhliða því samfélagið í heild sinni: Með lögum skal landið byggja.
Þeim sem datt það til hugar að drepa niður landsbyggðina með þessum óskapnaði sem ég hef alla tíð kallað kvótakerfið hafa fengið það staðfest svo um munar að þeim skjátlaðist hroðalega, landsbyggðin verður að fá að gera það sem hún hafði alltaf gert, það er að nýta auðlindina sem er við bæjardyrnar hjá sér. Einungis þannig verður þetta land eftirsóknarvert og íbúarnir njóta sín í því sem þeir eru bestir: Við fyrirgefum þeim sem bágt eiga.
Vandséð er hvernig og hvað ástæðu menn sáu í alvörunni sem tilefni til að fjármálageirinn gæti haldið þessu þjóðfélagi á floti með lífsgæðum sem teljast boðleg siðmenntuðu vestrænu ríki, eða teljumst við ekki til þeirra? : Við fyrirgefum þeim líka þótt seint verði.
Góðar stundir.
Tryggvi: Ekkert persónulegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:26 | Facebook
Athugasemdir
Jú fyrirgefning er af hinu góða,, sammt bara einu sinni,, ég hef þurft að fyrirgefa þessum fyrirmyndarmönnum þrívegis,, og nú kastaði alveg kekkjunum,, Ég hef trúað þeim enn oftar , en geri ekki heldur meira af slíku,, Og síst þegar þeir stappa stálinu í þjóðina og segjast vera að bjarga þjóðinni,,Ég sendi ekki neinar blómakörfur heim til þeirra , svo mikið er víst,, Njóli væri betur við hæfi,,''Takk fyrir að lána okkur hann Geir'' Táknar að sjálfsögðu , takk fyrir að leifa honum að fara í vinnuna sína,,Þetta er hin meinfýsnasta hæðni sem ég hef um ævi mína heyrt,, Og afrek sem vissulega mátti Klappa fyrir,,enda óspart gert,, Hver skyldi vera höfundurinn,,? Við tryggjum 100 % allt sparifé landsmanna,,(svo framarlega sem þið látið ekki á loforðið reyna,,) Það er ekki til í fórum Ríkisins sú upphæð sem greiða þarf , vilji allir sækja sína aura,,Fyrstur kemur fyrstur fær,,
Bimbó (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 21:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.