sun. 12.10.2008
Eina sem bjargað getur Íslendingum er
að sjálfstæðisflokknum verði gefið frí. Eru menn á þeim bænum ekki meðvitaðir um hvað þeir hafa lengi setið við stjórn þessa lands? Það vantar ekkert upp á afneitunina hjá íhaldinu og allt tínt til sem sökudólgar á þessum hremmingum sem eitt auðugasta land heims er í. Þeir bera enga ábyrgð á þessu, nei það eru einhverjir glæponar í útlöndum og almenningur.
Björn Bjarnason er með þetta á hreinu. Það er enginn vafi á ferðinni þarna.
Svo eru hlutirnir aldeilis á hreinu hjá þessum preláta, Þessi gaur er algjörlega með þetta á tæru.
Þessir harðsvíruðu erlendu glæponar og sauðheimskir Íslendingar almennt ákváðu upp á sitt einsdæmi að heimila bönkunum að vaxa langt umfram allt sem eðlilegt getur talist í samanburði við stærð efnahagskerfisins og þjóðfélagsins.
Það tala allir um björgun bankanna og lágmarka tjón almennings með nettu kennitöluflakki, sem reyndar er eitt það stærsta sem um getur í sögu siðmenntaðs lands.
Menn láta eins og málunum sé reddað með þessum hætti og framundan séu nokkur mögur ár og síðan smellur allt í þvílíkan gír að við getum strax farið að hlakka til gósentíma sem bíða handan hornsins. Hvernig hægt er að finna þetta út á svona aumlega einfaldan hátt er mér algjörlega hulin ráðgáta.
Sauðheimskur almenningurinn ákvað einnig upp á sitt einsdæmi og algjörlega hjálparlaust að veðsetja svo duglega sameign þjóðarinnar (kvótann) að marga mannsaldra þarf til að borga skuldina, ef það er þá nokkurn tímann hægt
Undirstöðuatvinnuvegur þjóðarinnar er svo skuldsettur eftir ævintýrið að mér lætur nærri að halda því fram að þær séu vandfundnar útgerðir þessa lands sem eru rekstrarhæfar án stórfelldrar blekkingar. Eina rétta í stöðunni er að ríkið innkalli allar aflaheimildir og skuldirnar verði teknar með í uppgjörið sem framundan er.
Það er algjörlega óhugsandi að ætla sér að líta á þessa hrikalegu stöðu sjávarútvegsins með annað augað lokað og lepp fyrir hinu. Það er komið að endapunkti og lokauppgjör er óumflýjanlegt, ef þetta verður hunsað og menn trúa því í alvöru að þetta sé í lagi og geti hökt áfram, þá verður ekki hjá því komist að hrina gjaldþrota fer af staða með aukaverkun sem við viljum ekki endilega þurfa að verða vitni af.
Ég stend við það að íhaldið verður að víkja, stefna þess hefur beðið alvarlegt skipbrot og gjaldþrotið er því miður margfalt stærra en það þurfti að vera.
Verið góð hvert við annað.
Góðar stundir.
Tár felld á flokksráðsfundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:52 | Facebook
Athugasemdir
Þá má eins segja Lee Harvey Oswald gæti einn bjargað Kennedy.
Víðir Benediktsson, 12.10.2008 kl. 22:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.