þri. 7.10.2008
Tókst þeim að seilast í Lífeyrissjóðina?
Í frétt á dv.is í morgun var sagt frá því að Lífeyrissjóðirnir væru ábyrgir fyrir inneign í Icesave en fréttinni var síðan breytt og lýtur svona út núna. Ef rétt er að Lífeyrissjóðirnir séu ábyrgir þá má ljóst vera að sparnaður almenning hefur verið notaður í svikamillu græðginnar. Það er ekki nóg með að stjórnendur Landsbankans hafi logið að almenning um góða stöðu sína og ekkert væri að alveg fram að lokun í gær, heldur var leitt að því líkum að þeir hafi tælt til sín Lífeyri landsmanna sem tryggingu fyrir ævintýrinu erlendis. Það er sorglegt að hlusta á viðtöl við viðskiptavini Landsbankans þar sem þeir fá engin svör og allt lokað.
Verið góð hvert við annað.
Góðar stundir.
Hundruð milljarða vegna Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:31 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.