fös. 3.10.2008
Búið spil og er hrun framundan?
Hvernig bregst Árni Oddur Þórðarson við þessum ummælum, þessi frétt er nýkomin inn á visir.is og gefur vægast sagt ekki tilefni til bjartsýni.
Herleif Håvik forstöðumaður vaxta-og lánadeildar Carnegie bankans segir í samtali við viðskiptavefinn E24.no að þetta sé búið spil fyrir íslensku bankana. Vísar hann þar í skuldatryggingarálagið sem rokið hefur upp í 6.000 punkta í dag hjá Kaupþingi og 5.500 hjá Landsbankanum.
"Þetta lítur mjög alvarlega út og í raun er markaðurinn að segja að þeir séu búnir að vera," segir Håvik sem þar að auki bendir á að þrátt fyrir yfirtöku íslenska ríkisins á Glitni hafi ríkið ekki sett fram neinar tryggingar fyrir skuldum Glitnis.
Håvik segir að íslenska ríkið sé ekki nógu öflugt til að bjarga bönkunum á Íslandi. Bara efnahagsreikningurinn hjá Glitni sé um 2,5 föld landsframleiðsla Íslands.
Håvik segir að tvær leiðir séu til í stöðunni. Annarsvegar verði einn eða fleiri af bönkunum keyptir af erlendum bönkum. Hinsvegar verði þeir þjóðnýttir í einu eða öðru formi. En þá lenda þeir í vandræðum með gjaldeyri. Lausnin á því kynni að vera að láta erlendu skuldirnar sigla sinn sjó og bjarga innistæðunum og íslensku skuldunum. Við það myndi hinsvegar gengi krónunnar hrapa enn meir en orðið er.
Verið góð hvert við annað, það er mikilvægast af öllu ekki gleyma því.
Góðar stundir.
Ummæli Gylfa Magnússonar óábyrg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.