Stórskotaárás á Bessastaði

kvotakefsisskoti.jpgÍ morgun var forseta Ísland sýnt tilræði með stórskotaárás á forsetabústaðinn að Bessastöðum. Í tíu fréttum sjónvarpsins í kvöld kom fram að skotið var af fallbyssu og henni var beint að Bessastöðum. Mannfall var að sögn ekkert í þessari árás enda voru einhverjir svo fyrirhyggjusamir að hlaða hólkinn með máttlausu púðurskoti.

Að árásinni stóð einn öflugasti hryðjuverkamaður sem landsbyggðin hefur fengið að kynnast á seinni tímum. Það sem mér fannst táknrænt við þessa skotárás var að kvótakerfinu var að mínu mati skotið út af borðinu og framundan eru bjartir tímar, í það minnsta meðan til er olía í landinu, sem að sögn eins af forstjórum olíufélaganna gæti skort innan næstu þriggja vikna.

En djöfull sem Ólafur Ragnar var heppinn að Einar K er jafn klaufskur á fallbyssu og hann er sem sjávarútvegsráðherra, Það er óvíst að Ólafur hefði risið upp sem samur ef hann hefði fengið skuldapakkann í hausinn sem fylgir kvótakerfinu. Ég skil Einar K í sjálfum sér þokkalega vel að reyna svona lævísa aðferð við að losna við skuldapakkann, það hefði verið ágætt ef þjóðin ætti fiskinn í sjónum skuldlausan í dag. En því miður þá vantar fleiri hundruð milljarða upp á að sá draumur sé veruleiki og það getum við þakkað sjálfstæðisflokknum meðal annars, ekki verður því klínt upp á Frjálslynda flokkinn það er alveg öruggt.

Reyndar er þetta algjör þversög á nafni flokksins og svo aftur stefnunni, sjálfstæði ætti að sjálfsögðu að leiða okkur til velferðar og vegsældar ekki satt? Ekki til þrælkunnar, niðurlægingar, mannréttindabrota, eignarupptöku og svo eins blasir nánast við núna þjóðargjaldþrot.

Verið góð hvert við annað.

Góðar stundir.


mbl.is Íslenska sjávarútvegssýningin hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta skot var gagnslaust vegna þess að sá sem hleypti af stóð vitlausu megin við hlaupið. Semsagt- slysaskot!

Árni Gunnarsson, 2.10.2008 kl. 23:34

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég var á sýningunni í dag og það var fremur dapurt andrúmsloft frekar fáir og dauft yfir mannskapnum og það þrátt fyrir "besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi".

Sigurjón Þórðarson, 2.10.2008 kl. 23:47

3 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Hefur einhver eitthvað að gera á sýninguna, það á enginn pening til að fjárfesta í neinu, gjaldeyrinn búinn og frost framundan. Svo náttúrulega forðast allir heilbrygðir menn þau svæði þar sem illa hugsandi brjálæðingur er skjótandi í allar áttir.

Hallgrímur Guðmundsson, 2.10.2008 kl. 23:58

4 Smámynd: Víðir Benediktsson

Þetta var púðurskot eins og annað hjá þessum bjálfa. Bara loft.

Víðir Benediktsson, 3.10.2008 kl. 07:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband