Létt verk fyrir Liverpool

steven_gerrard_fagnar_100_marki_sinu.jpgog aldrei spurning hvernig þetta færi. Það er sagt að mótherjinn getir aldrei verið betri en það sem honum er leyft, PSV var hörmulega slakt í kvöld sem segir okkur bara eitt, Liverpool var firnasterkt og leyfði PSV einfaldlega ekki meira en svo að þeir litu út eins og byrjendur...Whistling

Fyrrverandi Tottenham gorkúlan Keane er loksins búinn að átta sig þá því hvar netmöskvarnir eru og vonandi fer þessi töffari að skila einhverju af vitidirk_kuyt_687332.jpg frá sér í þeim leikjum sem hann spilar. Hollenski veðhlaupahesturinn Kuyt kom Liverpool yfir með föstu skoti úr kyrrstöðu sem er afar óvenjulegt fyrir þennan hlaupagikk, venjulega þá er hann á þvílíkum hlaupum að halda mætti að Benjamín sé á eftir honum...Cool

Svo náttúrulega þarf ekki að spyrja að því, stórsnillingurinn Gerrard setti eitt og skoraði þar með sitt eitt hundraðasta mark fyrir þennan besta og sigursælasta klúbb England frá upphafi. Nú ætti mörgum að vera orðið ljóst að Liverpool verður illviðráðanlegt í vetur og sér síðuritar fyrir sér glæsta sigra og nokkrar dollur í safnið á vormánuðum...Wizard Ég spái því, og trúið mér þetta er marktækari spá heldur en spár greiningadeilda Bankanna um efnahagsmál...LoL

Verið góð hvert við annað.

Góðar stundir.


mbl.is Öruggur sigur Liverpool á PSV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

þeir fá allavega ekki færri dollur en í fyrra og árið þar áður og þar......

Víðir Benediktsson, 1.10.2008 kl. 23:15

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Það verður bætt í safnið félagi það er ljóst.... Hvernig gekk í fyrra eða árið þar á undan skiptir engu máli, UTD græðir til dæmis lítið á því sem þeir gerðu í fyrra, það þarf að standa sig núna það skiptir máli og um það snýst umræðan. Allt var beta í fyrra fyrir marga, til dæmis þá var AIG helsti styrktaraðili UTD mikið betur settur í fyrra ekki satt?

Núið og framtíðin það er málið, annað er bara fyrir sagnfræðinga...

Og að þeim orðum sögðum þá óska ég þér til lukku með þína menn í gær...

Hallgrímur Guðmundsson, 1.10.2008 kl. 23:27

3 Smámynd: Víðir Benediktsson

Drengur minn, það er hvorki meira né minna en United States of America sem heldur AIG á floti svo mínir menn eru vel tryggðir.

Víðir Benediktsson, 2.10.2008 kl. 06:47

4 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Ég veit það félagi, en staðan var betri í fyrra ekki satt? En getur Kaninn mokað  endalaust út nýju fjármagni, ég held að þetta hljóti að enda með hruni dollarans. Ef ekki þá er ekkert annað fyrir Seðlabanka Íslands að gera en prenta út haug krónum og málið dautt, nægir peningar og allir happý. Því miður þá held ég að menn séu að pissa í skóna sína þarna vestur frá og önnur hörmung tekur við af þeirri sem þeir telja sig vera að bjarga.

Hallgrímur Guðmundsson, 2.10.2008 kl. 07:23

5 Smámynd: Sverrir Einarsson

Það er satt Hallgrímur, það þarf að fara að stækka skápinn á Anfield.

Svei mér þá ef ég er þér ekki bara sammála núna.

100. markið hans var stórglæsilegt (að vanda).

Eigðu svo góðann dag það er svo mikklu betra.

Sverrir Einarsson, 2.10.2008 kl. 12:44

6 identicon

Alveg rétt hjá Hallgrím það er núið og framtíðin sem skiptir máli og er United núverandi englandsmeistarar og meistarar evrópu. ;)

Júlíus Pálsson (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband