fös. 26.9.2008
Eigið þið annan betri?
Halda mætti að Geir Haarde sé haldinn margfalt verri mein í kollinum en Ingibjörg Sólrún. (Ekki misskilja mig, ég vona svo sannarlega að hún nái fullum bata) Tilv. í fréttina "Við sækjumst eftir þessu sæti sem lýðræðisríki sem á ekki í deilum við önnur ríki: ríki sem hefur í gegnum tíðina leyst deilur sínar með friðsömum hætti; ríki sem virðir mannréttindi; ríki sem hefur enga verulega geópólitíska hagsmuni og getur því nálgast málefni með ákveðinni hlutlægni" Tilv. lýkur.
Ég spyr, hvað er geópólitískur hagur? Ég vil halda því fram að hér sé prentvilla og það eigi að standa geðþótta hagsmunir.
Staðreynd málsins er einföld, af öllum Norðurlöndunum þá er Ísland eina landið sem hunsað hefur álit mannréttindanefndar Sameinuðu Þjóðanna þar sem eins og allir vita var úrskurðað um að mannréttindabrot væru framin á Íslendingum með kvótakerfinu. Hvað höfum við að gera við sæti í einhverju öryggisráði SÞ ef álit frá SÞ er svo hunsað þegar það kemur?
Vilji almennings í þessu landi er ekki virtur og yfir alla sem ekki eru þóknanlegir valdníðslunni skal valtað og þeirra mannréttindi fótumtroðin allt í þágu einvalds sem hefur bar eitt markmið, úthluta útvöldum gæði og auðlindir landsins jafnt til sjávar sem sveita.
Verið góð hvert við annað nema Geir, hann á það ekki skilið.
Góðar stundir.
Verði öld SÞ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.9.2008 kl. 00:03 | Facebook
Athugasemdir
Það hentaði Davíð Oddssyni að hafa geðlítinn mann og metnaðarlausan fyrir eigin hatt sem varaformann í Flokknum. Geir H. Haarde fók þetta starf að sér með bros á vör og samþykkti hverja geðþóttaákvörðun formanns síns og varði jafnframt. Geir hefur aldrei gengið lengra í neinum ákvörðunum en sem embættismaður eða einskonar kontóristi sem tekur við stýrinu þegar búið er að setja stefnuna á strikið á kompásnum. Geir vandist því að nota orðhengilsháttinn í vörn fyrir gerðir Davíðs. Nú reynir hann sömu takta þegar hann ver eigin vanburði og aðgerðarleysi. Honum hentar best að röfla um eitthvað sem engu máli skiptir.
Geir er ónýtur pólitíkus og ónothæfur.
Árni Gunnarsson, 27.9.2008 kl. 00:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.