fim. 25.9.2008
Lengi getur vont versnað
Maðurinn sem stóð á bak við (allt í plati) góðærið og gríðarlegan stöðugleika sem allir litu til og öfunduðu Íslendinga af er enginn annar en sá sem nú nú situr í Seðlabankanum og kastar grjóti og fúkyrðum hægri vinstri. Þessi maður er greinilega búinn að steingleyma því að hann er að niðurlægja eigin verk sem þrælar hans og sendisveinar hafa svo reynt með öllum mætti að fylgja eftir með hroðalegum afleiðingum fyrir almenning þessa lands.
Lengi getur vont versnað svo vægt sé til orða tekið því ef hugmyndsmiðurinn á hroðanum sem gengur yfir okkur snýr aftur í pólitík, þá er svo sannarlega hægt að loka sjoppunni og flytja til Kanarí eins og hann sagði sjálfur um árið.
Í sandkorni sjá hér koma fram hugleiðingar um það að þessi fúskari sé jafnvel á leiðinni aftur og ég segi nú bara, Guð hjálpi okkur ef það gerist. Dóri Blöndal verður þá væntanlega hans helsti ráðgjafi og hugmyndasmiður íhaldsins hinumegin enda er hann þekktur fyrir að vera með hinsegin skoðanir á öllu, Þá meina ég öllu. Ég fæ gæsahúð og einkennilegur hrollur æðir tryllingslega um líkamann við tilhugsunina.
Verið góð hvert við annað.
Góðar stundir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:07 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.