fim. 25.9.2008
Nægir peningar til í gæluverkefni
Björns Bjarnasonar. Ekki veit ég í hvað fílabeinsturni Björn hefur komið sér fyrir í og hvað ævintýrabókmenntir gaurinn er að lesa. Auraleysið er í það minnsta ekki að hrjá Björn og hans ráðaneyti þegar gæluverkefnunum skal hrundið í framkvæmd.
Lögreglan er fjársvelt og helst eiga allar löggur landsins að sinna löggæslu labbandi eða sníkjandi sér far með næsta bíl. Landhelgisgæslan er svo illa fjársvelt að skipin geta ekki verið á sjó nema annaslagið og þá bara eitt í einu. Þeir væntanlega leysa málið með því að fá að hanga aftan í einhverjum togaranum í eftirlitsferðunum. Flug og þyrlusveitin er í klessu vegna fjárskorts og æfingar af skornum skammti.
Ekki vantar fjármagnið hjá Birni Bjarnarsyni þegar þyrlusveitin er höfð í umferðareftirliti, það er reyndar ekki sjens að finna upp á dýrari aðferð við að góma brjálæðinga götunnar. Að mínu mati er í raun bara eitt vandamál sem hrjáir landhelgi og löggæsluna á Íslandi og það er Björn Bjarnason sem er að verða risavaxið vandamál sem þarf að losa þjóðina við.
Er það næsta sem við heyrum að einkavæða skuli landhelgi og löggæsluna í sparnaðarskini, það er í anda íhaldsins?
Verið góð hvert við annað.
Góðar stundir.
Öryggisþjónusta á næsta leiti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.