Liverpool er eins og Duracell kanínan

mynd

Eric Gerets, þjálfari franska liðsins Marseille, hrífst mjög af dugnaði leikmanna Liverpool á knattspyrnuvellinum og líkir þeim við Duracell kanínuna.

Þessi bleika kanína rafhlöðuframleiðandans er heimsþekkt fyrir óþrjótandi frammistöðu sína í auglýsingum í gegn um árin og þjálfara franska liðsins datt hún í hug þegar hann fylgdist með vinnusemi leikmanna Liverpool þegar þeir lögðu Manchester United um helgina.

"Ég hafði mjög gaman af að fylgjast með Liverpool spila gegn United og hef gaman af svona hröðum leik. Liverpool var eins og Duracell kanínan og eru öðrum liðum góð fyrirmynd með vinnusemi sinni. Það er eins og þeir séu bara trekktir upp og sleppt út á völlinn," sagði Gerets, en lið hans mætir Liverpool í Meistaradeildinni í kvöld. Þetta er kópberuð frétt af visir.is.

Liverpool hefur verið líkt við ýmislegt, þetta er sennilega með því besta hingað til. Eric Gerets er greinileg drullu smeykur fyrir þennan leik og það svo sannarlega ekki að ástæðulausu...Cool Utd töffarar haldið ykkur á hliðarlínunni, þið eruð bestir þar.LoL Það verður framhald á góðri helgi í kvöld hjá stráknum...Wizard

Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Átti hann ekki við Durex kanínuna?

Víðir Benediktsson, 16.9.2008 kl. 11:57

2 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Bón um smá aðstoð. Ég er að reyna að muna hvar á blogginu (frekar en annars staðar) ég sá könnun um "fylgi" við einstök ensk lið. Sá könnunina þegar Liverpool var með ca. 30%, Man. Utd. með ca. 28%, Arsendal með tæplega 15%, Tottenham um 6% og Chelsea um 5%. Nú langar mig að vita hvernig könnunin þróaðist (þótt ég viti að ekki sé um há-vísindalega könnun að ræða).

Friðrik Þór Guðmundsson, 17.9.2008 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband