mið. 10.9.2008
Liverpool og Chelsea eru afrekslið í heimsklassa
Ef við lesum fréttina þá segir að viðureign Liverpool og United sé stórleikur 3. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Þá eru sem fyrr segir Liverpool og Chelsea hreint út sagt frábær lið með einstaka hæfileika. 7 stig á hvort lið úr tveimur fyrstu umferðunum er heimsmet sem verður aldrei slegið.
Ég gæti vel skilið að Liverpool fengi aukastig fyrir einstaklega fallegan og faglega spilaðan fótbolta, en fyrir hvað Chelsea fékk sitt aukastig veldur mér þó nokkrum heilabrotum... Spilling er það eina sem mér dettur í hug.... Djö.......Það er engu hægt að treysta lengur....
Nú ligg ég á bæn og vona svo sannarlega að Gerrard og Torres verði klárir fyrir leikinn...
Góðar stundir.
Benítez heldur í von um að Gerrard og Torres verði með gegn United | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Facebook
Athugasemdir
Ég held líka í þá von að kraftaverkin gerist og stórliðið okkar landi titlinum í vor ... en halló: Liverpool er klassa fyrir ofan Chelski! United á eftir að tapa á móti okkur!!!!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 01:05
Nærðu þessu ekki Guðmundur? Í fréttinni er talað um stórleik 3. umferðar, ég ákvað að skrifa svona frekar en leiðrétta þessa vitleysu hjá mbl.is mér er fullkunnugt um það að Liverpool er búið að spila 3 leiki, hver nennir að lesa eitthvað um orðaleiðréttingar í fótbolta. Kabyss, sáttur núna Guðmundur.
Hallgrímur Guðmundsson, 10.9.2008 kl. 07:08
Titill í vor ekki spurning Doddi, Chelsea á ekki séns í okkur frekar en United. Þessir smáklúbbar piffff
Hallgrímur Guðmundsson, 10.9.2008 kl. 07:13
Ég hefi ekki gott minni strákar en byrjuðu Liverpool ekki vel í fyrra líka og hitteð fyrra og þar áður líka og átta ár þar á undan, síðan er þetta bara miðlungs lið þegar upp er staðið.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 10.9.2008 kl. 13:14
Það er alveg ljóst að minnið er !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Er þá Utd rétt ofan við miðlungs viðmiðun?
Hallgrímur Guðmundsson, 10.9.2008 kl. 13:18
Er ekki rétt að vakna áður en byrjað er að bulla,titlar fyrir Liverpool,er ekki allt í lagi? Ykkur verður hætt að dreima fyrir jól eins og venjulega.
Svavar Guðnason, 10.9.2008 kl. 13:29
Ég er glaðvakandi og búinn að vera það síðan kl 6 í morgun eins og alla aðra morgna.
Hallgrímur Guðmundsson, 10.9.2008 kl. 14:58
Þó við séum samherjar í formúlunni og fótboltanum ætla ég að "klukka" þig. Það er greinilegt að hann Svavar Guðnaso veit ekkert um fótbolta, hann þekkir ekki topplið (Liverpool) frá miðlungsliðum (MTD).
Jóhann Elíasson, 10.9.2008 kl. 15:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.