mán. 8.9.2008
Er Finnska varnartröllið komið út
í kuldann hjá Benítez? Frekar eru þetta kaldar kveðjur frá Benítez, Hyypia er búinn að vera einn af bestu varnarmönnum Liverpool frá upphafi og lagt sig 120% fram fyrir félagið. Mér hefur alltaf fundist Hyypia vera sá maður sem kom og fyllti í skarðið sem Alan Hansen skildi eftir þegar hann hætti hjá Liverpool á sínum tíma.
Ég verð að vera algjörlega hreinskilinn, mér er alveg hætt að lítast á aðferðir Benítez. Nú er bara að vona það að Benítez viti hvað hann er að gera.
Og ekki lítur það björgulega út Gerrard og Torres verða ekki með á móti United á laugardaginn sjá hér. Djö.... helvítis rússíbanaferðin byrjar snemma þetta árið...
Góðar stundir.
Hyypia ekki í Meistaradeildarhópnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Facebook
Athugasemdir
Varla ættlar hann að byrja með eylífar hrókeringar á liðinu eins og í fyrra
sem var alveg makalaust og skilaði frekar littlu?
Og þetta með Hyypia er hreint ótrúlegt.......er kallinn að verða ga ga alveg.
Sverrir Einarsson, 8.9.2008 kl. 22:46
Það lítur þannig út því miður. Mér dettur í hug að karltuskan hafi fengið sólsting í sumar og sé hreinlega ekki með réttu ráði....
Hallgrímur Guðmundsson, 8.9.2008 kl. 22:55
Víðir Benediktsson, 8.9.2008 kl. 23:02
Hvað er að hrjá þig félagi? Þú veist að það er ekki holt að blóta svona seint á kvöldin...
Hallgrímur Guðmundsson, 8.9.2008 kl. 23:12
es. það var ekki mér að kenna að Hamilton væri skammaður smávæginlega eftir síðustu keppni....
Hallgrímur Guðmundsson, 8.9.2008 kl. 23:14
Högni Jóhann Sigurjónsson, 8.9.2008 kl. 23:18
Hvar ætli Alan Hansen sé, getur Benny ekki hringt í kallinn ef hann er uppgefinn á Hyypia?....
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 9.9.2008 kl. 08:31
Nú hefur karlinn það bara náðugt og skrifar eitthvað um boltann sjá hér. Ekki leysir hann Hyypia af það er ljóst, en hann gæti sem best leyst Benítez af...
Hallgrímur Guðmundsson, 9.9.2008 kl. 12:26
Frábær hugmynd fyrir ykkur ef þið fengjuð einhvern af léttasta skeiði til að reka þennan slóða og ná einhverju út úr liðinu.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 9.9.2008 kl. 15:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.