lau. 6.9.2008
Algjörlega misheppnað grillpartý
Þrátt fyrir góðan vilja og velheppnaða íkveikju í grillinu þá vantaði aðalatriðið. Grillsteikin var hvergi sjáanleg á svæðinu enda töluverður tími síðan að hún hreinlega gaf frat í Íslendinga og synti til Noregs, einhverjir höfðu á orði að steikin hafi farið á baksundi með bílslöngu húkkaða á kvennakonfektið, djö.... dónaskapur þar sem nokkrar túristaskorur urðu fyrir alvarlegri röskun á einhverri blygðun á flugleiðinni Ísland - Norge.
Orðið á götunni segir að gríðarleg aukning hafi orðið á túristaskorum sem flykktust í flugferðir milli landanna meðan á sundinu stóð....
Þetta var náttúrulega afleitur afleikur hjá þessari annars efnilegu grillsteik það sem Nojararnir eru í eðli sínu hundleiðinlegir og húmorslausir með öllu, þannig varð sjálfsmorð óumflýjanlegt vegna grautfúlla Nojara og slangan góða löngu sprungin....
Þeir hefðu nú í það minnsta getað fært ræflinum nýja slöngu....
Góðar stundir.
Eldur logaði í Keikókvínni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já,sammála, glatað partý.
Takk fyrir í dag. Gaman að hitta þig.
Anna Guðný , 6.9.2008 kl. 22:00
Takk sömuleiðis það var aldeilis fjör á liðinu... Þetta þarf að gera oftar...
Hallgrímur Guðmundsson, 6.9.2008 kl. 22:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.